Fréttablaðið - 12.07.2013, Side 46
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34
„Ég leitaði lengi að húsnæði í
101 en fann ekkert sem hent-
aði. Svo bauðst mér þessi staður
á mínum gömlu bernskuslóðum
svo ég sló til,“ segir Páll Ásgeirs-
son, sem opnað hefur húðflúrstof-
una Classic Tattoo í Breiðholtinu.
Páll hefur starfað sem húðflúrari
í fimmtán ár og bjó síðustu fjögur
ár í Gautaborg þar sem hann rak
sína eigin stofu. Nú er hann kom-
inn aftur heim í Breiðholtið. „Stof-
an er hérna beint fyrir framan
blokkina sem ég ólst upp í þegar
ég var strákur, sem er einstaklega
skemmtilegt.“
Páll missti annað augað í slysi
þegar hann var tveggja ára. Hann
segir að það hafi þó aldrei angrað
sig. „Þegar eitt skynfæri hverf-
ur eða hættir að virka, þá eykst
virkni annarra skynfæra. Þetta
hefur aldrei haft nein áhrif á mig
eða vinnuna, enda þekki ég ekk-
ert annað,“ segir hann, og bætir
við að hann sé haldinn ákveð-
inni fullkomnunaráráttu. „Þegar
ég vann í unglingavinnunni þá
sópaði ég gangstéttina svo vel
að það var eins og biskupinn eða
forsetinn væru á leiðinni. Þeir
gengu þó aldrei þessar bless-
uðu gangstéttir. Ég hef alltaf átt
það til að vanda mig of mikið.“
Páll skartar sjálfur fjölda húð-
flúra en fyrsta húðflúrið fékk
hann 17 ára gamall. „Það var árið
1989. Í raun mörgum árum áður
en þetta varð virkilega vinsælt.“
Classic Tattoo býður viðskiptavin-
um sínum upp á sérstakt tilboð í
tilefni opnunarinnar en býður þar
að auki upp á skemmtilega nýjung.
„Viðskiptavinir okkar geta komið
og fengið ráðgjöf hjá húðflúrara á
milli klukkan 12 og 13 og klukkan
18 og 19, alla virka daga. Vanda-
málið hefur nefnilega oft verið
það að fólk kemur inn á húðflúr-
stofur og flúrarinn er upptekinn
þegar viðkomandi kemur inn.
Hann getur þar af leiðandi ekki
aðstoðað,“ segir Páll.
Með þessu fyrirkomulagi skap-
ast því bæði vinnufriður fyrir húð-
flúrarann og tími fyrir viðskipta-
vininn. „Svo má nú ekki gleyma
því að stofan mín er sú eina sem
getur boðið upp á almennileg bíla-
stæði,“ segir Páll í léttum dúr og
áréttar að allir séu velkomnir til
hans.
kristjana@frettabladid.is
Opnar fyrstu tattú-
stofuna í Breiðholti
Páll Ásgeirsson hefur opnað tattústofuna Classic Tattoo í Neðra-Breiðholti.
Hann segir kostinn við staðsetninguna þann að nóg sé til af bílastæðum.
ALLIR ERU VELKOMNIR Páll segir að öllum sé velkomið að kíkja til hans á stofuna, næg séu bílastæðin. Viðskiptavinir geta
einnig fengið ráðgjöf alla virka daga á milli klukkan 12 og 13 og klukkan 18 og 19. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég ákvað að létta aðeins á fataskápnum fyrir
veturinn en föt eru svo mikið áhugamál hjá mér
og skáparnir fyllast því á engum tíma. Svo er bara
skemmtileg stemning í miðbænum á sumrin og því
frábært að gera þetta núna,“ segir Manuela Ósk, en
hún mun selja mikið af vandaðri merkjavöru, fylgi-
hlutum og skóm í Kolaportinu um helgina ásamt
vinkonu sinni Söru Lind Pálsdóttur. Manuela segist
selja föt úr fataskápnum sínum einu sinni á ári og
hvetur fólk til að mæta í Kolaportið á laugardag
eða sunnudag, þar sem vinkonurnar eru með bás
3G. Mörg þekkt fatamerki verða í boði, þar á meðal
Sonia Rykiel og Dolce & Gabbana. Sara Lind Páls-
dóttir er eigandi verslunarinnar Júnik í Smáralind
og mun einnig vera með mikið úrval af fallegum
flíkum sem margar hverjar má einnig finna í versl-
uninni. - mmm
Selja frá sér fl íkur og fylgihluti
Manuela Ósk Harðardóttir og Sara Lind Pálsdóttir selja föt í Kolaportinu um helgina
FLOTTAR VINKONUR Þær Manuela Ósk og Sara Lind kynn-
tust fyrir stuttu. Þær hafa brennandi áhuga á tísku og flottum
flíkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um
verslunarmannahelgina eins og hefð er fyrir.
Í ár verður hátíðin haldin á þremur stöðum en
aðaldagskráin mun fara fram á skemmtistaðn-
um Faktorý sem senn verður lokað. Það eru
Diljá Ámundadóttir og Steinþór Helgi Arnþórs-
son sem standa að skipulagningu Innipúkans
en að sögn Diljár er hátíðin vinsæl hjá fólki
sem af einhverjum ástæðum fer ekki út úr
bænum þessa helgi.
„Þetta er svona hátíð fyrir fólk sem vill ekki
gista í tjaldi og stelpur sem vilja heldur vera
í háhæluðum skóm, klæða sig í kjól og setja
á sig naglakakk en vera í pollagalla.“ Eins og
fyrr segir mun hátíðin fara fram á þremur
stöðum að þessu sinni. Faktorý verður með
tónlistardagskrá á föstudeginum og laugardeg-
inum en einnig er planið að endurvekja gamla
Rykkrokk og hafa tónleika snemma á laugar-
dagskvöldinu í Fellagörðum. Á meðal þeirra
sem koma fram á hátíðinni í ár eru Valdimar,
Steed Lord og Þórunn Antonía.
„Þetta verður mjög fjölbreytt og skemmti-
legt. Auk þess að vera með dagskrá á Faktorý,
þar sem hægt verður að opna út í Hjartagarð
og sitja með teppi og, ef fólk vill, fá smá úti-
legustemningu í bland við frábæra tónleika
í Fellagörðum, verður fjölskylduball á nýja
reitnum hjá Vitatorginu. Þar verður grillað
og hljómsveitin Magga Stína og Hringir koma
fram. Nú vonum við bara að veðurguðirnir
verði í sólskinsskapi,“ segir Diljá að lokum. - hó
Innipúkinn tekur á sig mynd
Aðaldagskráin fer fram á Faktorý sem brátt heyrir sögunni til.
FYRIR FÓLK SEM NENNIR EKKI Í ÚTILEGU Þau Diljá
Ámundadóttir og Steinþór Helgi Arnþórsson eru skipu-
leggjendur Innipúkans í ár. MYND/ARNÞÓR
„Ég er í Þýskalandi með fjölskyldu
minni, í München í sól og hita. Ætli
maður fari ekki og syndi í ein-
hverjum af þessum fallegu vötnum
sem hér eru og skellum okkur í
Legoland.“
Nína Dögg Filuppusdóttir leikkona.
HELGIN