Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 2
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
Ingunn Wernersdóttir rataði í fjölmiðla
í vikunni þar sem bræður hennar voru
ákærðir vegna 4,8 milljarða greiðslna
til hennar úr fjárfestingarfélaginu Mile-
stone.
FIMM Í FRÉTTUM BARÁTTUKONUR, FORSETI OG HANDTAKA
➜ Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool og íslenska landsliðsins,
hefur smitað landann af tilhlökkun sinni fyrir EM í Svíþjóð sem nú
er hafið. Kvennalandsliðið hefur fyrir löngu hreiðrað um sig við
hjartarætur landsmanna með góðum árangri og vaskri framgöngu.
HESTHÚS FREKAR EN ÓPERUHÚS 12
Hlín Pétursdóttir Behrens yfi rgaf óperuhúsin í Þýskalandi fyrir hesthúsin á Íslandi. Eigin-
mann hennar dreymir þó um að gera hana að fl uguveiðimanni.
NÝTT OG BETRA LÍF 16
Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir hafa verið edrú í rúm tvö ár og líf
þeirra tekið algjörum stakkaskiptum.
ALLIR JAFNIR 22
Kaffi stofa Samhjálpar gerir ekki
mannamun. Þar eru allir velkomnir
enda koma þangað rúmlega hundrað
manns á hverjum degi.
PARADÍS Í SKÁLANESI
20-21
Ólafur Pétursson hefur komið
á fót fj ölhliða ferða- og
rannsóknarmiðstöð í Skálanesi við
Seyðisfj örð.
SAMRÝMDAR SYSTUR
44
Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur
leika báðar með íslenska kvenna-
landsliðinu á EM í Svíþjóð.
LOTNINGIN FYRIR VÉFRÉTTINNI 10
Þorsteinn Pálsson um forsetann og staðfestingu laga.
ENGAR AFSAKANIR 10
Það er skrítið að forsætisráðherra sé vandræðalegur yfi r
því að viðurkenna að fækka þurfi starfsfólki hjá ríkinu
til að ná fram markmiðum um sparnað, segir í leiðara
Ólafs Stephensen.
VERTU SÆLL OG BLESSAÐUR 34
Hildur Sverrisdóttir veltir fyrir sér íslenskum kveðjum
í bakþönkum dagsins og segir það sniðugt að fámenn
þjóðin hafi búið til kerfi fyrir kveðjurnar.
ALÞINGISKONA GÆSUÐ 42
Þingkonan Björt Ólafsdóttir var gæsuð af vinkonum
sínum um síðustu helgi. Björt segir daginn hafa verið
yndislegan í faðmi bestu vinkvennanna.
GRUNAÐIR UM ÞRJÁR ÁRÁSIR 4
Stefán Sívarsson og fj órir aðrir menn sem
nú sæta gæsluvarðhaldi eru grunaðir um
þrjár hrottafengnar líkamsárásir á síðustu
dögum og vikum. Stefáns er enn leitað.
MALALA LÉT EKKI ÞAGGA
NIÐUR Í SÉR 6
„Þeir héldu að byssukúlan myndi þagga
niður í okkur. En þeim tókst það ekki,“
sagði Malala Júsafsaí, sem ávarpaði
æskulýðsþing Sameinuðu þjóðanna á
sextán ára afmælisdegi sínum.
ÁHEYRENDAHÓPURINN TVÖFALDAÐIST 8
Eft ir að Sinfóníuhljómsveit Íslands fl utti í Hörpu hefur áhorfendafj öldi hljómsveitarinnar
tvöfaldast.
YFIRGEFA SKATTASKJÓLIN 8
Íslendingum sem yfi rgefa erlend skattaskjól og gera hreint fyrir sínum dyrum hjá Ríkis-
skattastjóra fer fj ölgandi. Sífellt erfi ðara er að geyma fé erlendis.
RÚSSLAND „Siðleysi verður ekki siðlegt fyrir tilstilli
leynilegra laga,“ sagði bandaríski uppljóstrarinn
Edward Snowden í gær og vísaði í Nürnberg-yfir-
lýsinguna frá 1945: „ Einstaklingum ber skylda til
að brjóta landslög til að koma í veg fyrir að glæpir
gegn friði og mannkyni séu framdir.“
Þetta sagði Snowden í yfirlýsingu á blaðamanna-
fundi á flugvellinum í Moskvu, þar sem hann hitti
fulltrúa mannréttindasamtaka. Þar sagðist hann
hafa óskað eftir því við rússnesk stjórnvöld að þau
veittu honum hæli í Rússlandi tímabundið þangað
til hann gæti fengið hæli annars staðar og ferðast
löglega á milli landa.
Hann sagðist ekki sjá eftir því að hafa ljóstrað
upp um víðtækar njósnir Bandaríkjamanna, þótt
það hefði orðið sér dýrkeypt: „Fyrir rétt rúmum
mánuði átti ég fjölskyldu og heimili í paradís og bjó
við mikil þægindi. Ég gat líka án dóms úrskurðar
leitað að, lagt hald á og lesið samskipti ykkar.“
Hann situr nú fastur á flugvellinum í Moskvu,
vegabréfalaus.
Sarah Harrison frá Wikileaks tók þátt í fund-
inum í Moskvu í gær og segir hún að sendiherra
Bandaríkjanna í Rússlandi hafi haft samband við
sig til að ítreka að Bandaríkin líti ekki á Snowden
sem uppljóstrara, heldur lögbrjót. - gb
Snowden hefur óskað eftir hæli í Rússlandi þar til hann getur ferðast annað:
Bar skylda til að brjóta landslög
SNOWDEN Í MOSKVU Sarah Harrison frá Wikileaks, Edward
Snowden og ónefndur þýðandi. NORDICPHOTOS/AFP
NÁTTÚRA „Við fáum mörg símtöl
á dag frá fólki sem hefur fundið
unga eða treystir sér ekki til
að taka ábyrgð á ungum. Ef
við tækjum við þeim öllum, þá
gerðum við ekki annað,“ segir
Stella Kristjánsdóttir, dýrahirðir
í Húsdýragarðinum.
„Þegar fólk hringir og segir
okkur að það hafi fundið unga
segjum við því oftast að láta
þá bara í friði, vegna þess að
oftast kemur móðirin að leita að
unga num sínum þegar fólkið fer,“
útskýrir Stella.
„Dýrin verða hrædd við fólk
og láta sig hverfa. Svo fara
þau kannski aftur að leita að
ungunum sínum þegar mann-
fólkið er farið. Það er þá leiðin-
legt að búið sé að hirða ungann,“
bætir Stella við. „Náttúran sér
alveg um sína,“ útskýrir hún.
Nokkrir krakkar úr Vinnu-
skólanum lögðu leið sína á Hólms-
heiði þar sem þau höfðu verið
við vinnu um nokkurt skeið. Þar
rákust þau á brandugluhreiður.
Krakkarnir höfðu séð uglupar
með unga í hreiðri – en í fyrra-
dag höfðu allir farið úr hreiðrinu
nema þessi eini ófleygi ungi,
sem virtist einn og yfirgefinn í
hreiðrinu.
„Í dýraríkinu er það þannig að
foreldrar yfirgefa oft afkvæmi
sín ef eitthvað er að. Þegar dýrin
eru að koma til okkar kemur oft í
ljós hvað er að þeim,“ segir Stella
jafnframt. „Yfirleitt er best að
láta dýr vera í svona aðstæðum,
leyfa náttúrunni að sjá um þau,
nema unginn sé vængbrotinn eða
eitthvað álíka. Þá þarf auðvitað
að koma honum til aðstoðar,“
útskýrir Stella.
„Við munum að sjálfsögðu
koma þessari uglu á legg, en hún
þarf að læra að afla sér matar.
Við getum ekki kennt henni það,“
bætir Stella við.
„En ég sagði þeim bara að
koma með ungann og hann tekur
allavega vel við mat hjá okkur og
er alveg afskaplega hress,“ segir
Stella.
Aðspurð segist Stella ekki sjá
neitt að brandugluunganum enn
sem komið er. „En við eigum eftir
að sjá það betur,“ útskýrir Stella .
- ósk
Björgun branduglu
varð bjarnargreiði
Krakkar í Vinnuskólanum rákust á brandugluunga sem virtist hafa týnt foreldrum
sínum á Hólmsheiði í vikunni. Þau afhentu Húsdýragarðinum ungann. Dýrahirðir
segir það oftast ekki æskilegt að taka unga frá foreldrum sínum í náttúrunni.
EINN OG YFIRGEFINN Ef eitthvað er að ungum eru þeir oft skildir eftir af for-
eldrum sínum í náttúrunni og þurfa að gera tilraun til að bjarga sér sjálfir.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Yfirleitt er best að
láta dýr vera í svona að-
stæðum. Leyfa náttúrunni
að sjá um þau.
Stella Kristjánsdóttir, dýrahirðir í
Húsdýragarðinum.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson gladdi landsmenn
í vikunni þegar fréttir bárust þess efnis að hann
hefði tryggt sér hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni
Dracula.
Mikið hefur mætt á Snorra Magnússyni,
formanni Landssambands lögreglu-
manna, eftir að umdeild handtaka á
Laugaveginum fór vítt og hratt um net-
heima. Ver hann sinn lögreglumann, sem
frétti af brottvikningu sinni á fésbókinni.
Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarráðs-
fulltrúi Vinstri grænna, lét í sér heyra
þegar sala á skuldabréfum Magma í
Orkuveitu Reykjavikur fór fram. Sagði
hann óeðlilega mikla leynd yfir
söluferlinu.
ÁTJÁN ÁRA ALDURSMUNUR 36
Katrín Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spiluðu
saman í hjarta íslensku varnarinnar gegn Noregi á EM í
Svíþjóð á fi mmtudagskvöldið.
SPILAÐ NÁNAST ALLAR STÖÐUR 37
Dóra María Lárusdóttir á bara eft ir að spila í stöðu
miðvarðar og markvarðar í íslenska landsliðinu.
FRÉTTIR 2➜8
SKOÐUN 10
HELGIN 12➜28
SPORT 36➜37
MENNING 32➜44
www.fronkex.is
Súkkulaðibitakökur
kemur við sögu
á hverjum degi