Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 8
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
MENNING „Viðtökur og stuðningur áheyr-
enda hefur verið slíkur að hópurinn hefur
nær tvöfaldast síðan við fluttum í Hörpu,“
segir Arna Kristín Einarsdóttir, nýráðin
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands. Nú fyrir skemmstu var dagskrá
nýs starfsárs Sinfóníunnar kynnt.
„Ég hef afar sterka sýn á það hvernig
hljómsveitir eigi að nota krafta sína til að
gera sig gildandi og láta til sín taka í sam-
félaginu, eins og til dæmis með auknu
vægi fræðsluverkefna af ýmsum toga.
Tónlistin er svo sterkt afl. Hún setur fólk
í samband við tilfinningar sínar,“ bætir
Arna Kristín við. „Slíkt afl er hægt að
nota mjög víða í samfélaginu til góðs.
Mitt markmið er að hljómsveitin snerti
strengi í hjörtum sem flestra,“ útskýrir
Arna Kristín.
Ljóst er að Sinfóníuhljómsveitin bygg-
ir á breiðum grunni. Á næsta starfsári
munu rússneskir meistarar á borð við
Dimitri Kitajenko og Vladimir Ashke-
nazy stjórna hljómsveitinni auk þess
sem hún tekur þátt í Airwaves-hátíðinni í
annað sinn, svo eitthvað sé nefnt, þannig
að allir ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. - ósk
Miklar breytingar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir flutningana í nýja tónlistarhúsið:
Áheyrendahópurinn tvöfaldaðist í Hörpu
SKATTUR Íslendingum sem yfirgefa
skattaskjólin og gera sjálfviljugir
grein fyrir eignum sínum og fjár-
munum í útlöndum hefur fjölgað, að
sögn Steinþórs Haraldssonar, skrif-
stofustjóra hjá Ríkisskattstjóra.
„Það er orðið erfiðara að geyma
eignirnar erlendis þótt það opnist
að vísu alltaf nýjar gáttir. Ég veit
til þess að „sómakærir“ fram-
teljendur, sem eru hreinlega í vand-
ræðum með eignir sem hafa „lent“
á aflandsreikningum, hafi leitað
til sérfræðinga um hvernig eigi
að koma þessum peningum aftur
í umferð án þess að bíða tjón af.
Okkar hlutverk er að fylgjast með
þessu og einnig þeim sem sjá að
sér,“ greinir Steinþór frá.
Að sögn Steinþórs er ekki hægt
að segja til um hversu margir
hafi sjálfviljugir ákveðið að telja
allt fram. „Við höfum ekki haldið
kerfis bundið utan um fjöldann.
Þessi mál geta auk þess verið mjög
flókin,“ segir hann.
Ríkisskattstjóra er heimilt að
bæta 25 prósenta álagi við endur-
útreikninga á vantöldum skatt-
stofnum þegar menn koma úr
felum. Upphæðirnar sem um er að
ræða eru í mörgum tilvikum veru-
lega háar, að því er Steinþór segir.
Steinþór getur þess að auðvitað
sé það oftast að frumkvæði skatta-
yfirvalda sem menn opna sínar
bækur. „Þá er þetta meira á skatt-
rannsóknarstigi og athugað hvernig
menn hafa eignast fjármunina. Við
tökum auðvitað skýringar gildar ef
menn hafa greitt tekjuskatt annars
staðar og ef inneign hefur myndast
með eðlilegum hætti. Það fer eftir
eðli máls hvort skattsektum eða
almennum refsiúrræðum er beitt.“
Alþjóðleg samvinna í skatta-
málum til þess að koma í veg fyrir
undanskot frá skatti fer vaxandi, að
því er Steinþór bendir á: „Alþjóð-
lega samfélagið er farið að horfa
öðruvísi á þetta en áður. Sú til-
hneiging nær hingað til lands með
einhverjum hætti.“
ibs@frettabladid.is
Fleiri úr felum skattaskjóla
Erfiðara er að geyma eignir erlendis segir skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra. Upphæðir eru oft mjög háar. Fólk
reynir að koma peningum í umferð án þess að bíða tjón af. Alþjóðleg samvinna í skattamálum fer vaxandi.
SJÁVARÚTVEGUR Börkur NK kom
til löndunar í Neskaupstað í gær
með 680 tonn af makríl og síld.
Veiði hafði verið heldur treg
frá því að skipin sem landa í
fiskiðjuver Síldarvinnslunnar
hófu vertíðina en hefur verið að
glæðast verulega síðustu daga.
Nú hefur rúmlega þrjú þús-
und tonnum af makríl og síld
verið landað til vinnslu í fisk-
iðjuverinu og mun framleiðslu-
starfsemin hafa gengið vel.
- ósk
Veiði hafði verið heldur treg:
Vertíðin glæðist
fyrir austan
NOREGUR Framkvæmdastjóri lág-
gjaldaflugfélagsins Norwegian,
Bjørn Kos, trúir á áframhaldandi
vöxt fyrirtækisins, sem er að
verða tíunda stærsta flugfélagið
í Evrópu. Stækkun fyrirtækis-
ins verður hins vegar á kostnað
annarra, að hans mati.
Hann telur að allir muni keppa
við alla. Litlu flugfélögin muni
hverfa. Í viðtali á fréttavef
Dagens Næringsliv spáir Kos því
að mörg flugfélög muni verða
gjaldþrota finni þau ekki nýjar
leiðir við reksturinn.
Að mati framkvæmdastjórans
mun jafnvægi ekki nást fyrr en
eftir tvö til þrjú ár. - ibs
Norwegian stækkar áfram:
Flugfélögum er
spáð gjaldþroti
GRÆNLAND Danir eiga ekki að
ákveða hvernig Grænlendingar
lifa og borða, segir Karl Lyberth,
sjávarútvegsráðherra Græn-
lands, í aðsendri grein í Politiken.
Lyberth segir að danska utan-
ríkisráðuneytið hafi krafist þess
að Grænlendingar leggi fyrir
Alþjóðahvalveiðiráðið nýja tillögu
um hvalveiðikvóta sem sé undir
ráðgjöf sjávarlíffræðinga um
hversu mörg dýr megi veiða.
Ráðherrann bendir á að margir
Evrópubúar lifi í samfélögum þar
sem menn fari í stórmarkað og
kaupi innpakkað kjöt af ræktuð-
um dýrum. Grænlendingar veiði
sér hins vegar til matar. - ibs
Grænlenskur ráðherra:
Danir ákveði
ekki mataræði
Grænlendinga
Það er
orðið erfiðara
að geyma
eignirnar
erlendis þótt
það opnist að
vísu alltaf
nýjar gáttir.
Steinþór Haraldsson
skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra.
SKATTASKJÓL
Íslendingar hafa
átt mikla fjár-
muni í Lúxemborg.
Margir eigendur
aflandsreikninga
reyna nú að koma
sínum málum á
hreint gagnvart
Ríkisskattstjóra.
Eftir eðli mála fer
hvort refsingum er
beitt.
VILL SNERTA
STRENGI Í
HJÖRTUM SEM
FLESTRA Arna
Kristín Einarsdóttir
er nýráðinn
framkvæmda-
stjóri Sinfóníu-
hljómsveitar
Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÁGGJALDAFLUGFÉLAG Stækkun
Norwegian verður á kostnað annarra.
www.rafhjol.is Sími: 588 4567
LÍKNARMÁL Ofurhlaupararnir Anna Sigríður Sigur-
jónsdóttir og vinkonur hennar, þær Christine
Bucholz og María Jóhannesdóttir, hlaupa nú norður
Kjöl og suður Sprengisand til styrktar MS félaginu.
Anna hefur verið með hugmyndina í kollinum
síðast liðin tvö ár, þar sem sjúkdómurinn tengist
henni persónulega. Greindist systir hennar með
hann fyrir átján árum. Þetta segir Sólveig M. Jóns-
dóttir, upplýsingafulltrúi hópsins, en hún fylgir
þeim stöllum eftir á ferð þeirra. „Veðrið hefur ekki
leikið við þær og því hefur ekki verið skemmtilegt að
tjalda. En það hefur alls staðar verið tekið svakalega
vel á móti okkur og við höfum fengið fría gistingu,“
segir hún glöð í bragði.
„Anna Sigríður vill að það náist inn fimm
milljónir,“ segir Sólveig en segist ekki gera sér neina
grein fyrir því hvað safnast hafi nú þegar.
„MS félagið hefur þá ósk að eyrnamerkja þennan
sjóð sem safnast í að gefa fólki tækifæri til að
ferðast.“
Stöllurnar hlaupa um fimm klukkustundir á dag án
þess að nema staðar. „Þær rétt stoppa til að drekka
vatn, varla hægt að kalla það stopp,“ segir Sólveig.
Söfnunarhlaupinu lýkur 15. júlí þegar þær hlaupa
inn í hálendismiðstöðina Hrauneyjar. Verða þær þar
um fjögurleytið. - nej
Ofurhlauparinn Anna fékk tvær vinkonur sínar með sér í styrktarför:
Hlaupa til styrktar MS-félaginu
HLAUPIÐ FYRIR MS Anna Sigríður, Christine og María hlaupa
í fimm klukkustundir á dag án þess að stoppa.