Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 22
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 SAGA SAMHJÁLPAR Í STÓRUM DRÁTTUM Það er nætursaltaður fiskur með kartöflum, hamsatólg og tómötum á borðum í kaffistofu Samhjálpar daginn sem lít þangað í heim- sókn til að hitta Vilhjálm Svan sem heldur utan um starfsemina. Setið er við um helming borðanna í salnum en gestum fækkar eftir því sem lengra líður á daginn, enda er klukkan að ganga þrjú. Nokkrir bætast þó enn við og raða á diskana sína í eldhúslúg- unni þar sem fiskurinn og kart- öflurnar eru á hitabökkum. „Þetta er eins og hvert annað veitingahús nema hvað fólk borgar ekki. Er það ekki bara kærleikurinn í öllu sínu veldi?“ segir Vilhjálmur brosandi þegar við erum sest við eitt borðið. Hann er með gestabókina og slær tölu á nöfnin sem komin eru á blað þennan daginn. „Það virðast níutíu hafa verið í mat en það skrifa aldrei allir svo það má alveg reikna með að hátt á annað hundrað manns hafi komið hingað í dag. Hér er opnað klukkan tíu á morgnana og þá er hlaðið borð af morgunmat sem stendur fólki til boða fram eftir degi. Svo er alltaf opið til fjögur og við lokum ekki fyrr en síðasti maður er farinn.“ Engar njósnir stundaðar Engin kona er sjáanleg í kaffi- stofunni meðal gesta eða starfs- manna. Vilhjálmur segir karl- menn alltaf í miklum meirihluta „Konur koma hingað líka til að snæða, kannski svona 10 til 15 yfir daginn,“ segir hann. En eru gestirnir allir á ver- gangi í þessari borg? „Við grein- um ekki þá sem koma. Það er hluti fegurðarinnar í starfinu. Hingað kemur mislitur hópur af fólki en það er öllum gert jafn- hátt undir höfði og ekkert verið að skoða ástæður þess að þeir koma hingað. Engar kennitölur skráðar og engar njósnir stund- aðar um hvers lenskir menn eru eða hvort þeir hafi vinnu. Það er sama hvar maður er og hvaðan maður er kominn. Ef maður er svangur í Kína þá þarf maður að borða og það getur verið snúið ef maður er blankur.“ Vilhjálmur segir marga skjól- stæðinga kaffistofunnar að koma út úr þungri og erfiðri neyslu og suma eiga við einhvern geðrænan vanda að stríða. „Aðrir eru bara fátækir. Það er viss hópur sem hefur það ekki í sér að geta bjargað sér,“ segir hann og bætir við: „Tilgangurinn er bara einn með kaffistofunni, hann er að gefa fólki að borða og sú þörf virðist vera að aukast.“ Víða haukar í hornum Spurður hvernig farið sé að því að fæða svona marga þegar enginn borgar neitt, svarar Vilhjálmur. „Við erum í stöðugri vinnu við að afla fjár til að halda Samhjálp úti þó hið opinbera leggi okkur til fé, líka Reykjavíkurborg og vissir styrktaraðilar. Það dugar engan veginn til. Við byggjum okkar fjáröflun á happdrætti, gefum út blað þrisvar á ári og seljum merki til styrktar starfinu. Til eru þeir sem hlaupa í okkar þágu í Reykja- víkurmaraþoni og nú er ungur maður, Guðni Páll Viktorsson, að róa einn kringum landið og safna áheitum fyrir kaffistofuna. Það er magnað framtak og ekkert smá afrek eins og straumarnir eru hér við land. Til að fylgjast með honum og styrkja góðan mál- stað er farið inn á aroundiceland. wordpress.com. Svo er það örlæti birgja sem kaffistofan byggist mikið á og heldur henni bókstaflega á floti. Þeir sem eru með stóran veit- ingarekstur gefa okkur stundum það sem eftir stendur. Það koma hingað flottustu hlaðborð og þá er mikil gleði. Við eigum víða hauk í horni. Það er ekki hægt að benda á einn frekar en annan, það eru svo margir sem sýna okkur vel- vilja, sem betur fer.“ Nesta þá sem þurfa Úti í horni er tölva á borði og gestir nir nýta sér hana. Vilhjálmur segir fólki einnig leyft að hringja þurfi það á einhverjum stuðningi að halda. Þegar upp komi vandamál hjá fólki sé því sinnt. Kaffistofan er með tvo menn á launum, annar þeirra er Bjarni Geir Alfreðsson kokkur, sem margir kannast við af BSÍ. Svo eru menn að aðstoða í eldhúsinu, þurrka af borðum og stólum eftir því sem fækkar í salnum. Þegar líður að lokun þennan dag- inn þrífa þeir gólfið. Vilhjálmur segir þessa menn ýmist sjálf- boðaliða eða samfélagsþjóna. „Það er minna um sjálfboðaliða en var og kannski eru margar ástæður fyrir því,“ segir hann. „En samfélagsþjónustan hefur færst þangað sem verið er að hjálpa fólki og það er af hinu góða. Aðhaldið er mjög gott hjá Vernd og Fangelsismálastofnun, þær gera kröfur. Þeir sem eru í samfélagsþjónustunni vilja líka búa við kröfur og skilyrði. Hafa hlutina á hreinu.“ Kaffistofa Sam- hjálpar er opnuð klukkan tíu á virk- um dögum og klukkan ellefu alla helgi- og hátíðisdaga árs- ins. „Við erum með mat í sam- Öllum gert jafnhátt undir höfði Á Kaffistofu Samhjálpar, fyrir utangarðsfólk og aðstöðulausa, koma um hundrað manns á dag til að næra sig. Flestir skrá nafn sitt en hagir þeirra eru látnir liggja milli hluta. Vilhjálmur Svan segir tilgang kaffistofunnar einn; að gefa fólki að borða. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Á KAFFISTOFUNNI Bjarni Geir Alfreðsson kokkur og Vilhjálmur Svan. Á milli þeirra er Guðlaugur Valsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Í BAKHÚSI Kaffistofan lætur lítið yfir sér að utanverðu en þar inni seðja margir hungur sitt. Árið 2011 voru heimsóknir í kaffistofuna um 42.000. Allt að 200 manns mæta hverju sinni á samkomur Sam- hjálpar í félagsmiðstöðinni í Stangarhyl á fimmtudags- kvöldum. Legudagar í Hlaðgerðarkoti eru á bilinu 10 til 11 þúsund á ári. Tölur úr starfinu 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 Samhjálp var stofnuð í Fíladelfíu. Því er fjörutíu ára afmælisár hennar núna. Markmið hennar er að veita bjargir til þeirra sem hafa farið halloka í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála. Meðferðarheimili var opnað að Hlaðgerðar- koti í Mosfellsdal. Þar eru nú rúm fyrir 34 einstaklinga. Kaffistofa Sam- hjálpar var opnuð á Hverfisgötu 42. Félagsmiðstöðin Þríbúðir var opnuð á Hverfisgötu 42. Fyrsta áfangaheimili Samhjálpar var opnað að Hverfisgötu 42. Þar voru 15 rúm. Samhjálp tók við rekstri Gistiskýlis, fyrir heimilislausa Reykvíkinga, að Þingholtsstræti 25, af Reykjavíkurborg og rekur það nú í samvinnu við hana. Helgaropnun Kaffistofu Samhjálpar bættist við fyrri þjónustu og hefur verið í gildi æ síðan. Stuðningsbýlið M18, fyrir heimilislausa Reykvíkinga, var opnað við Miklubraut í samvinnu við Félagsþjón- ustuna í Reykjavík. Félagsmiðstöðin Háborg var opnuð í Stangarhyl 3. Hún leysti Þríbúðir að hólmi. Kaffistofan flutti að Borg- artúni 1 og er opin alla daga ársins frá klukkan 10 til 16.00 á virkum dögum og frá klukkan 11 til 16 um helgar. Nytjamarkaðurinninn Allt milli himins og jarðar var opnaður að Stangarhyl 3. 2009 Áfangahúsið Sporið að Vagnhöfða 7 í Reykjavík var opnað. Þar eru herbergi fyrir 17 íbúa. Einn þeirra sem er í samfélags- þjónustu á kaffistofu Samhjálpar er Guðlaugur Valsson. Hann gerir gott úr starfinu og andrúmsloft- inu þar. „Ég fékk oft að borða hér þegar ég var í ruglinu og leist ekkert of vel á að byrja að vinna hér þegar ég fór í samfélagsþjón- ustuna. En ég er ánægður með það núna því það er mjög gott að vera hér,“ segir hann og bætir við: „Það er líka svo gott að geta gefið til baka og hún mamma á það skilið að ég standi mig.“ Mamma á það skilið ræmi við dagatalið, jólamat á jólum og helgarmat um helgar,“ segir Vilhjálmur. „Við erum með þennan ein- falda fókus að gefa fólki að borða hér og nesta þá sem þurfa.“ Kaffistofa Sam- hjálpar fékk aðal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2013.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.