Fréttablaðið - 13.07.2013, Page 28

Fréttablaðið - 13.07.2013, Page 28
Um er að ræða fjölbreytt, gefandi og krefjandi starf sem snertir margar hliðar frístundastarfs. Unnið er í samstarfi við frístunda- og menningarfulltrúa og eldri borgara í Vogum að skipulagi og framkvæmd félagsstarfs. Meðal verkefna: • Umsjón með skipulagi og þátttaka í starfi í Álfagerði • Umsjón með hádegisverð virka daga í Álfagerði • Samskipti og samstarf við öldungaráð • Samskipti við starfsfólk í félagsstarfi aldraðra í öðrum sveitarfélögum Hæfni: • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði • Íslenskukunnátta • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi. • Skipulagshæfileikar • Sveigjanleiki • Hæfni til að vinna sjálfstætt Um starfið: • Starfshlutfall er 70%. Vinnutími er kl. 11:00 – 17:00 mánudaga – fimmtudaga og kl. 11 – 13 á föstudögum. • Starfstími er frá 1. september til 10. júní. • Umsækjandi þarf að vera 30 ára eða eldri • Starfið heyrir undir frístunda- og menningarfulltrúa Um framtíðarstarf er að ræða. Reiknað er með að viðkomandi hefji störf 15. ágúst. Upplýsingar um starfið gefur Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi, í síma 440 6225 eða á netfangi stefan@vogar.is Laun fara eftir samningum Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknafrestur er til og með 31. júlí, 2013. Umsóknum skal skilað á netfangið stefan@vogar.is Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf við félagsstarf aldraðra í Álfagerði. MATRÁÐUR ÓSKAST Laus er staða matráðs í Barnaskóla Hjallastefnunnar og Leikskólanum Öskju sem staðsettir eru við rætur Öskjuhlíðar í 101 Reykjavík. Viðkomandi þarf að kunna að elda fjölbreytta og næringarríka fæðu, vera flink/ur í gerð grænmetisrétta og fylgja þróun hollustustefnu skólanna þar sem allur matur er unninn frá grunni úr gæðahráefni. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Dóru í síma 699 0513 eða Kristínu í síma 897 2654. Fjarðabyggð Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar leitar að öflugu starfsfólki til starfa hjá ört vaxandi sveitarfélagi. Eigna- og framkvæmdafulltrúi Hefur umsjón og eftirlit með öllum fasteignum Fjarðabyggðar og heldur utan um viðhalds- og nýframkvæmdir sveitarfélagsins í samvinnu við mannvirkjastjóra. Leitað er að aðila með verkfræði, tæknifræði eða sambærilega menntun á háskólastigi. Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa Sinnir verkefnum á sviði skipulags- og byggingamála í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa. Leitað er að aðila með verkfræði, tæknifræði eða sambærileg menntun á háskólastigi. Þjónustufulltrúi á framkvæmdasviði Dagleg umsjón með skjala- og teikningavörslu. Leitað er að aðila með menntun sem nýtist í starfi og almenna tölvukunnáttu Nánari starfslýsingar eru á vefforsíðu fjardabyggd.is undir „Laus störf“. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum LN við viðkomandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Elíasson, mannvirkjastjóri, í síma 470 9019. Umsóknir skulu sendar á netfangið gudmundur.eliasson@fjardabyggd.is merkt umsókn um starf á framkvæmdasviði. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2013. Mjóifjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Fjarðabyggð er vaxandi sveitarfélag á Austurlandi og það fjölmennasta með ríflega 4.600 íbúa. Bæjarkjarnar þess eru sex talsins eða Mjóifjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðar- fjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar vinnur að fjölbreyttum verkefnum í hverjum þeirra í samstarfi við stjórnsýslunefndir bæjarins og opinberar fagstofnanir. Í mannauðsstefnu Fjarðabyggðar er áhersla lögð á vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar, gott starfsumhverfi og jöfn tækifæri karla og kvenna. Ert þú röskur og lífsglaður sölusnillingur sem hefur áhuga á heilbrigðu líferni? Í boði er starf á líflegum vinnustað í jákvæðu starfsumhverfi. Á meðal verkefna er að annast tilboðsgerð og frágang sölusamninga auk þess að annast viðhald viðskiptatengsla og öflun nýrra viðskiptavina. Vinnutími er 11-19 mán til fim og 09-17 á fös. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi hæfniskröfur: Hefur reynslu af sölustörfum Er samviskusamur og metnaðarfullur Býr yfir framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Hefur frumkvæði og á gott með að vinna í teymi Er reyklaus Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá með mynd og upplýsingum um meðmælendur á netfangið hreyfing@hreyfing.is fyrir 22. júlí. SÖLUSNILLINGUR Rafkaup hf - Ármúla 24 - 108 Reykjavík - www.rafkaup.is Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði, ljósaperum og innlagnaefni. Rafkaup er umboðsaðili þekktra vörumerkja eins og SYLVANIA, DELTA LIGHT og IGUZZINI. Rafkaup var stofnað árið 1982. Sölumaður í verslun Rafkaup óskar eftir sölumanni í verslun sína við Ármúla Starfslýsing: Almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning, innkaup, áfylling og fleira. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 10:00 - 18:00 og tveir laugadagar í mánuði frá kl. 11:00 - 16:00. Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum, sjálfstæð vinnubrögð, góð þjónustulund, stundvísi og gott skipulag. Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina. Æskileg er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til atvinna@rafkaup.is fyrir 19. júlí. Trésmiðir / Kranamenn Smiðir og kranamenn óskast til starfa sem fyrst vegnaaukinna verkefna fyrirtækisins. Hægt er að sækja um á heimasíðu Eyktar. eykt@eykt.is Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Búadóttir alla virka daga milli kl 09:00 -16:00 í síma 822-4415 Eykt ehf. Stórhöfða 34-40. 110 Reykjavík S: 595-4400

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.