Fréttablaðið - 13.07.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 13.07.2013, Síða 46
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 26 Heilabrot Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 52 „Er þetta ekki talnavölundarhúsið þar sem við eigum að byrja á bláu tölunni neðst og með því að fylgja bara sléttum tölum lárétt og lóðrétt en ekki á ská, finna leið upp á topp teningsins, bláu tölunnar sex?,“ spurði Kata. „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Við eigum að fylgja sléttu tölunum 2, 4, 6, og 8.“ „Mig minnti það,“ sagði Kata. „Mér gekk nú ekkert of vel síðast þegar við glímdum við svona þraut en nú skal það ganga betur,“ sagði hún ákveðin og keppnisskapið leyndi sér ekki. Getur þú fundið leiðina í gegnum teninginn með því að fylgja sléttu tölunum lárétt og lóðrétt? 8 6 2 5 3 7 8 6 2 5 7 9 2 5 2 4 1 8 4 3 7 8 3 2 6 8 5 6 4 2 5 4 2 6 7 6 5 4 8 1 7 4 5 9 3 8 2 4 2 5 2 2 6 5 2 3 6 3 5 6 3 4 2 3 5 1 2 6 4 2 8 4 4 6 4 2 5 2 9 1 3 6 2 9 7 6 7 3 1 3 7 3 2 8 7 8 5 8 9 4 8 4 2 5 4 3 9 2 6 8 5 2 1 3 6 8 6 4 2 6 2 1 6 4 3 7 3 2 8 2 7 2 2 6 4 7 8 6 8 4 5 1 5 6 1. Þrír menn komu á bæ. Þeir voru spurðir að heiti: Fyrsti sagðist heita það sem hann var. Annar sagðist heita það sem hann er. Þriðji sagðist heita það sem hann verður. Hvað hétu þeir? 2. Rómverskur riddari reið inn í Rómaborg rændi og ruplaði rabarbara og rófum. Hvað eru mörk R í því? 3. Maður byggir sér hús. Allar fjórar hliðar þess snúa í suður. Björn gengur fram hjá húsinu. Hvernig er hann á litinn? SVÖR: 1. a) Sveinn, b) Gestur, c) Karl 2. Það er ekkert R í ÞVÍ 3. Hvítur. Húsið stendur á norðurpólnum. Hvað heitir þú fullu nafni og hvað ertu gömul? Íris Björk Ágústsdóttir og er 11 ára. Hvenær lærðir þú að lesa? Þegar ég var sex ára. Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? Það sem gerist í þeim gerist sjaldnast í alvörunni. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Það var Palli var einn í heim- inum. Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? Skáldsögur. Aðallega um vampírur. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Artemis Fowl og hún var mjög skemmtileg. Í hvaða hverfi býrð þú? Hlíð- unum. Í hvaða skóla gengur þú? Hlíða- skóla. Hvaða námsgrein er skemmti- legust? Bókasafnstímar. Hver eru þín helstu áhugamál? Bara fótbolti. Bókaormur vikunnar ÍRIS BJÖRK „Skemmtilegast að lesa um vampírur,“ segir hún. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? „Ég heiti Mímir Bodinaud og er 15 ára.“ Ertu búinn að vera lengi í Vinnuskóla Reykjavíkur? „Ég er bara búinn að vera í nokkra daga.“ Lærir þú mikið þar sem þú kunnir ekki áður og þá hvað? „Nei, ég læri nú ekki mikið.“ Sérðu umhverfið með öðrum augum eftir að þú fórst að vinna í Vinnuskólanum? „Já, ég sé umhverfið öðruvísi eftir að fara í Vinnuskólann, núna veit ég hvað er arfi og hvað er ekki arfi.“ Hvað ertu helst að gera? „Ég er mest að hreinsa arfa allan dag- inn og það er ekkert spennandi.“ Hvaða verk er skemmtilegast og hvers vegna? „Mér finnst skemmtilegast að slá grasið, þá er ég ekki að reyta arfa.“ Hefurðu verið í Vinnuskólan- um áður? „Nei, þetta er í fyrsta skipti.“ Gætir þú hugsað þér að verða verkstjóri í Vinnuskólanum? „Nei, ég yrði ömurlegur verk- stjóri.“ Er fjör í vinnunni? „Já, já, stundum.“ Hvað vinnur þú marga klukku- tíma á dag og í hversu margar vikur? „Ég vinn frá 8.30 til 15.30 í þrjár vikur.“ Hvað er best við Vinnuskólann? „Það eru pásurnar.“ En hvað er verst? „Að vinna í rigningu.“ Pásurnar eru bestar Mímir Bodinaud er einn þeirra fj ölmörgu unglinga landsins sem tekur til hend- inni við að prýða umhverfi ð. Hann er nýlega byrjaður í Vinnuskóla Reykjavíkur og var að hreinsa beð við Laugalækjarskóla þegar hann var gómaður í spjall. VINNUMAÐUR Mímir Bodinaud er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ég sé umhverfið öðruvísi eftir að fara í Vinnuskólann, núna veit ég hvað er arfi og hvað er ekki arfi.Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.