Fréttablaðið - 13.07.2013, Page 56
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 36
1. DEILDIN 2013
VÖLSUNGUR - VÍKINGUR 1-3
0-1 Sigurður Egill Lárusson (17.), 1-1 Halldór Orri
Hjaltason (53.), 1-2 Dofri Snorrason (55.), 1-3
Sigurður Egill Lárusson (89.).
TINDASTÓLL - HAUKAR 2-1
1-0 Steven Beattie (11.), 1-1 Hilmar Geir Eiðsson
(39.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (76.).
ÞRÓTTUR - KA 0-1
0-1 Ivan Dregicevic (21.).
STAÐAN
Grindavík 10 7 1 2 25-11 22
Víkingur 10 5 4 1 20-12 19
Haukar 10 5 3 2 18-14 18
Fjölnir 10 4 3 3 12-14 15
BÍ/Bolungarv. 9 5 0 4 17-20 15
Selfoss 10 4 2 4 18-16 14
KA 10 4 2 4 12-14 14
Leiknir 9 3 4 2 14-12 13
Tindastóll 10 2 5 3 11-14 11
KF 10 2 4 4 12-13 10
Þróttur 10 2 2 6 9-14 8
Völsungur 10 0 2 8 7-21 2
Óskar Ófeigur Jónsson
ooj@frettabladid.is
Skrifar frá Svíþjóð
EM KVENNA
2013
HANDBOLTI „Leikmannamarkað-
urinn er frekar þunnur og ekki
margir sem eru tilbúnir að koma
og spila frítt,“ segir Alexander
Arnarson, varaformaður hand-
knattleiksdeildar HK. Fjölmargir
sterkir leikmenn hafa yfirgefið
liðið að undanförnu, en aðeins rúmt
ár er síðan HK fagnaði Íslands-
meistaratitlinum.
Tandri Már Konráðsson er
farinn í atvinnumennsku líkt og
Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur
hornamaðurinn Bjarki Már Elísson
með FH á næstu leiktíð og Arnór
Freyr Stefánsson er farinn í ÍR,
svo helstu nöfnin séu nefnd.
„Arnór fór aftur heim í ÍR, sem
var viðbúið, og Bjarki Már Elísson
er auðvitað frábær leikmaður og
kannski ekki alveg tilbúinn í þetta.
Átti auðvitað inni laun hjá okkur
þannig að maður skilur þreytu í
leikmönnum.“
Alexander segir veturinn hafa
verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé
verið að glíma við gamla drauga
frá þeim tíma þegar hrunið skall
á. Þá voru sjö erlendir leikmenn
á mála hjá félaginu sem þurfti að
greiða laun.
„Þá vorum við með erlenda leik-
menn sem voru með 3.000 evrur á
mánuði,“ segir Alexander. Í kjöl-
far hrunsins hafi sú upphæð svo til
tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór
úr um 250 þúsund krónum í nærri
hálfa milljón.
„Þetta hefur haft áhrif á rekstur-
inn og við höfum reynt að finna
leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við
að leggja meiri metnað í umgjörð
og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir
séu samt bjartsýnir og hópurinn sé
ágætur þótt hann sé vissulega ekki
breiður.
„Við erum með ágætan hóp og
vonandi getum við byggt á þess-
um hópi og eflt hann til muna. Við
erum ennþá stærsta handknatt-
leiksdeildin á landinu þó svo að
nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“
Hann segir þá leikmenn sem
voru á launaskrá í vetur eiga laun
inni en upphæðirnar séu misháar.
Erfitt sé að sjá á eftir strákunum.
„Þetta eru strákar sem urðu
Íslandsmeistarar fyrir árið 2012
og félagið á þeim mikið að þakka.
Við vonum bara að þeir geri góða
hluti hvar sem þeir eru.“ - ktd
Margir leikmenn eiga inni laun hjá okkur
Leikmenn karlaliðs HK á næstu leiktíð spila án þess að þiggja laun. Margir lykilmenn hafa yfi rgefi ð félagið.
MEISTARAR 2012 „Við tókum stóra ákvörðun í vor að taka út allar launagreiðslur.
Þá lá fyrir að leikmenn yrðu annaðhvort áfram og spiluðu launalaust eða myndu
leita á önnur mið,” segir Alexander. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FRJÁLSAR „Þetta var erfiður hálftími
en það endaði með því að dómarinn
dró þessa ákvörðun til baka,“ sagði
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari
Anítu Hinriksdóttur, eftir viðburðar-
ríkan dag á HM U17 í Úkraínu í gær.
Aníta keppti í undanúrslitum í 800
m hlaupi og kom langfyrst í mark
af öllum keppendum á 2:02,44
mínútum sem er tæpum tveimur
sekúndum frá Íslandsmeti
hennar. Hún blés varla úr nös eftir
hlaupið í gær.
Skömmu eftir að keppni lauk í
greininni bárust fregnirnar af því að
Aníta hafi verið dæmd úr leik fyrir
að stíga á línuna en hlauparar verða
að halda sig á sinni braut fyrstu 100
metrana. „Svo fór ég fram á að fá að
skoða myndbandið og þá kom í ljóst
að það var vonlaust að greina hvort
hún hefði stigið á línuna,“ sagði
Gunnar Páll við Fréttablaðið.
Aníta á besta tíma allra keppenda
sem eru komnir í úrslitahlaupið
en það fer fram á morgun. Hún
verður því að teljast sigurstrangleg
en Gunnar Páll fer varlega í allar yfir-
lýsingar.
„Það er ekkert öruggt en ég myndi
segja að hún ætti meira en helmings-
líkur á sigri,“ segir hann. - esá, ktd
Aníta dæmd úr leik en fær að hlaupa í úrslitunum
SLAPP FYRIR HORN Aníta fær að
keppa í úrslitum þrátt fyrir allt.
EM
KVENNA
2013
C-RIÐILL
FRAKKLAND - RÚSSLAND 3-1
1-0 Marie-Laure Delie (21.), 2-0 Marie-Laure Delie
(33.), 3-0 Eugénie Le Sommer (67.), 3-1 Elena
Morozova (84.).
ENGLAND - SPÁNN 2-3
0-1 Verónica Boquete (4.), 1-1 Eniola Aluko (8.),
1-2 Jennifer Hermoso (85.), 2-2 Laura Bassett
(89.), 2-3 Alexia Putellas (93.).
STAÐAN
Frakkland 1 1 0 0 3-1 3
Spánn 1 1 0 0 3-2 3
England 1 0 0 1 2-3 0
Rússland 1 0 0 1 1-3 0
LEIKIR DAGSINS
A-RIÐILL:
ÍTALÍA - DANMÖRK KL. 16.00
FINNLAND - SVÍÞJÓÐ KL. 18.30
GOLF Íslenska karlalandsliðið í
golfi situr í öðru sæti að loknum
tveimur hringjum af þremur á
Challenge Trophy-mótinu sem
er undankeppni fyrir Evrópu-
mót karlalandsliða. Okkar menn
spiluðu næstbest allra í gær.
Þrjú efstu liðin vinna sér inn
þátttökurétt á Evrópumótinu og
voru okkar menn þriðju eftir
fyrsta dag. Þeir spiluðu enn betur
í gær og enginn betur en Andri
Þór Björnsson úr GR sem var
í banastuði. Hann spilaði á 68
höggum eða fjórum undir pari
eftir fimm fugla og einn skolla.
Hann er í öðru sæti yfir alla kylf-
ingana sextíu.
Belgía er í fyrsta sæti með
nokkuð hraustlegt tíu högga for-
skot á Íslendinga. Í þriðja sæti
er Slóvakía sex höggum á eftir
Íslandi, en lokahringurinn fer
fram á morgun. - ktd
Kylfi ngarnir í
sterkri stöðu
FÓTBOLTI Kenny Jackett, knattspyrnustjóri enska C-deildar-
liðsins Wolves, staðfesti við fjölmiðla ytra í gær að félagið
væri í viðræðum við Eggert Gunnþór Jónsson um riftun á
samningi hans við félagið. „Við viljum þakka Eggerti fyrir
hans þjónustu og óskum honum alls hins besta í fram-
tíðinni,“ sagði Jackett.
Eggert kom frá skoska liðinu Hearts í janúar í fyrra en
þá lék liðið í ensku úrvalsdeildinni. Stuttu eftir komu hans
var Mick McCarthy sagt upp sem stjóra liðsins. Svo fór
að Eggert spilaði aðeins sjö leiki með aðalliði Wolves en
liðið fallið um tvær deildir á tveimur árum. Fjölmargir
leikmenn hafa yfirgefið félagið síðan í vor og enn aðrir
eru á sölulista.
Eggerti, sem er 24 ára gamall, er því frjálst að finna
sér nýtt félag. Hann á að baki nítján leiki með A-landsliði
Íslands og fjölda leikja með yngri landsliðum. - esá
Eggert Gunnþór laus allra mála
SPORT
Óska eftir að kaupa
enskt english course tungumálnámskeið.
Vantar 2 námskeið.
Ég borga 30.000 fyrir námskeiðið
Upplýsingar í 865-7013
FÓTBOLTI Þegar Glódís Perla
Viggósdóttir fæddist í lok júní 1995
var Katrín Jónsdóttir komin í stórt
hlutverk í efstu deild, búin að spila
fimm A-landsleiki og hafði verið
útnefnd efnilegasta knattspyrnu-
kona landsins. Nú, átján árum
síðar, spila þær stöllur hlið við hlið
í miðri vörn íslenska landsliðsins.
Glódís leysti Sif Atladóttur af
síðasta hálftímann á móti Noregi,
en íslenska liðið náði frábærum
endaspretti í leiknum og tókst að
tryggja sér sögulegt stig.
„Ég var óvenjufljót að sofna
miðað við það að vera að spila
svona seint og þá spennu sem var
tengd því að spila,“ segir Katrín en
ekki alveg sömu sögu var að segja
af Glódísi.
Lengi að sofna
„Ég var reyndar svoítið lengi að
sofna, sem er kannski bara eðli-
legt. Það var ekki auðvelt að koma
inn á. Ég hugsaði bara um að þetta
væri tækifærið mitt,“ segir Glódís
Perla. Hún var næstum því búin að
skora sjálfsmark í lokin en slapp.
Glódís fer að hlæja vandræðalega
þegar það er rifjað upp en fyrirlið-
inn kemur henni strax til bjargar.
„Það var aldrei nein hætta,“ segir
Katrín. Fyrirliðinn er ánægð með
nýja miðvörðinn.
„Við erum búnar að spila svolítið
saman í ár og hún hefur líka spilað
með Sif. Hún er búin að standa
sig rosalega vel, sem er alveg frá-
bært,“ segir Katrín en er næsta
Kata komin? „Ég segi bara að það
sé næsta Glódís komin,“ segir
Katrín létt.
Þær Katrín og Glódís eiga svo
sannarlega margt sameiginlegt.
Báðar byrjuðu þær að sparka
bolta í Kópavoginum (Katrín með
Breiðabliki og Glódís Perla með
HK), skiptu síðan yfir í Stjörn-
una (Katrín lék með Stjörnunni
sumarið sem Glódís fæddist) og
voru kosnar efnilegustu leikmenn
deildarinnar árið sem þær fengu
bílprófið (Katrín 1994 og Glód-
ís Perla 2012). Þær spiluðu sinn
fyrsta landsleik þegar þær voru á
sautjánda aldursári og báðar léku
þær fyrsta landsleikinn sinn á móti
Skotum. Þær eiga það einnig sam-
eiginlegt að hafa spilað á bæði
miðju og í framlínu þótt Glódís
Perla hafi miklu miklu fyrr fært
sig aftar á völlinn.
Les leikinn mjög vel
„Við eigum það líka sameiginlegt
að okkur finnst bjúgu rosalega
góð,“ segir Katrín og Glódís Perla
tekur undir það skellihlæjandi. En
hvað segir Katrín um Glódísi?
„Hún er gríðarlega efnileg og er
í raun bara orðin mjög góð. Hún
hefur margt sem þarf til að vera
góður varnarmaður. Hún er sterk
í návígi, góð í skallaboltum og les
leikinn vel, sem er afar mikilvægt
sem miðvörður,“ segir Katrín um
Glódísi. En hvað hefur Glódís lært
mest af Katrínu þann tíma sem
þær hafa verið saman í landslið-
inu?
„Ég held að ég sé búin að læra
allt sem ég get af Kötu, bæði hvað
varðar fótboltann og hvernig
karakter hún geymir. Það væri alls
ekki leiðinlegt að eiga svona feril,“
segir Glódís. „Hún þorir ekkert að
segja neitt annað,“ heyrist í Katr-
ínu, en Glódís ætti að eiga í henni
fullkomna fyrirmynd. „Ég held að
stefnan sé bara að vera jafnlengi í
þessu,“ segir Glódís brosandi.
Katrín ætlar að kveðja í haust og
verður ekki aftur snúið úr þessu.
„Auðvitað væri ég alveg til í að
spila þangað til ég verð fimmtug
en maður verður að fara að hlusta á
líkamann sinn,“ segir Katrín, sem
nýtur síðustu leikjanna til fulln-
ustu.
En er Glódís orðin leið á
umræðunni um hversu ung hún
er? „Mér finnst ég ekki vera svo
ung lengur. Við getum sagt að
ég sé búin að vinna mér inn ein-
hverja reynslu og það mun nýtast
mér. Það losaði aðeins um stressið
að fá að koma inn á gegn Noregi,“
segir Glódís, klár í næsta leik og
jafnvel í næstu átján ár í íslenska
landsliðinu. Það verður samt verð-
ugt og vandasamt verkefni að skila
jafnmiklu til íslenska kvennalands-
liðsins og hin eina og sanna Katrín
Jónsdóttir.
Átján ára aldursmunur
Katrín Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spiluðu saman í hjarta íslensku varnarinnar síðasta hálft í-
mann í sögulegu jafntefl i Íslands og Noregs í fyrrakvöld. Þær eiga margt sameiginlegt þegar betur er að gáð.
ÖFLUGT MIÐVARÐAPAR Katrín og Glódís Perla á æfingu íslenska landsliðsins í
Växjö í gær. Þær spiluðu saman síðusta hálftímann gegn Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ