Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 62
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 42 „Þetta byrjaði þannig að ég fékk símtal frá Helga Seljan eitt kvöldið þegar ég var á þinginu þar sem hann bað mig um að koma í Viku- lokin. Eftir á að hyggja sé ég alveg skítaglottið á honum í anda,“ segir þingkona Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir, sem var gæsuð af vin- konum sínum um síðustu helgi. Björt mun ganga að eiga unnusta sinn Birgi Viðarson síðar í sumar en þau hafa verið par í tíu ár og eiga saman einn son. Björt segir að vegna anna á þinginu hafi hún ekki haft ráðrúm til að gruna einhvern um græsku vegna komandi brúðkaups og því gleypt við bláköldum lygum Helga Seljan sem hafði verið feng- inn til að hringja í Björt og ginna hana upp í Útvarpshús þar sem vinkonur hennar ætluðu að koma henni á óvart. „Ég reyndar spurði hann hvort hann væri byrjaður að sjá um Vikulokin og hvort þau væru vanalega tekin upp á laugar- dagsmorgnum. Hann sagðist vera í afleysingum og að það væri búið að breyta upptökutímanum á þættinum. Þannig að ég bara sam- þykkti að mæta.“ Björt segist hafa verið frekar þreytt og illa fyrirkölluð morg- uninn sem útvarpsviðtalið átti að eiga sér stað og aldrei þessu vant mætt of seint. „Það var búið að vera brjálað að gera á þinginu fram á nótt og ég var ekkert að nenna að setja mig í þennan pólitíkusa-gír. En ég komst ekki lengra en í anddyrið þar sem vin- konur mínar tóku á móti mér, bíðandi með kampavín.“ Björt varð að eigin sögn mjög hissa yfir móttökunum. „Þetta kom algjörlega á óvart og var mjög skemmtilegt. Við byrjuðum á að drekka kampavín uppi á RÚV og spjalla og hlæja. Síðan tók eigin- lega við eitt dekrið á eftir öðru ásamt öðrum skemmtilegum uppá- komum. Vinkonur mínar sögðu mér að vinnuheitið á gæsaplan- inu hafi verið „drepum hana með dekri“, og það stóð fyllilega undir nafni,“ segir Björt hlæjandi. Dagskráin endaði síðan í matar- boði heima hjá einni vinkonu Bjartar þar sem Heiðar snyrtir kom og lagði þeim lífreglurnar í hinum ýmsu málum. „Það var mikið hlegið, faðmast og kysst. Það var svo dýrmætt að eiga þennan dag saman og það hefði ekki þurft að hafa neina sérstaka dagskrá. Bara að fá að eyða deginum með mínum yndislegu vinkonum er nóg fyrir mig.“ hannarut@365.is Þingkona Bjartrar framtíðar gæsuð Björt Ólafsdóttir hélt hún væri á leið í útvarpsviðtal en endaði í eigin gæsaveislu. „Sem leikari, er það ekkert mál að finna 400 manns sem finnst þú vera heimskur, feitur og ljótur.“ LEIKKONAN AMY POEHLER ÞYKIR EIN SKEMMTILEGASTA LEIKKONAN Í HOLLYWOOD UM ÞESSAR MUNDIR. HÚN GERÐI GARÐINN FRÆGAN Í SATURDAY NIGHT LIVE EN LEIKUR NÚ AÐALHLUTVERKIÐ Í HINUM BRÁÐSKEMMTILEGU ÞÁTTUM PARKS AND RECREATION. SÆL GÆS Björt Ólafsdóttir gengur í það heilaga síðar í sumar og var af því tilefni gæsuð af vinkonum sínum síðastliðna helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR. ➜ Björt Ólafsdóttir er fædd árið 1983 og er 1. þingmaður Reykjavík norður. Hún er með BA í sálfræði frá HÍ og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá háskólanum í Lund í Svíþjóð.. BRYNJAR MÁR Á VON Á STÚLKU Brynjar Már Valdimarsson tónlistarmaður á von á sínu fyrsta barni með Önnu Christine Aclipen en þau giftu sig fyrir stuttu. Brynjar birti sónarmynd á Facebook-síðu sinni og gaf upp kyn barnsins sem mun vera stúlka. Það vakti athygli að hjónakornin eru þegar búin að nefna barnið sem nú er 17 vikna, en hún heitir Bryanna Heaven Aclipen. Fyrra nafnið er samsett úr nöfnum þeirra hjóna. - mmm „Þetta eru fyrst og fremst skemmti- þættir en um leið viljum við sýna að á bak við hvern einasta fisk sem er veiddur er hold og blóð,“ segir Bubbi Morthens, sem vinnur nú að gerð nýrrar sjónvarpsþátta raðar sem hefur fengið nafnið Beint frá messa. Að sögn Bubba eru þættir- nir byggðir upp á svipaðan hátt og þættirnir Beint frá býli, sem sýndir voru á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Beint frá messa gengur út á að taka hljómsveitir og tónlistar- menn út úr sínu eðlilega umhverfi, en flutningurinn fer fram í messa, sem er annað orð yfir borðsal í togara. „Við vorum á Reyðarfirði í gær, þar sem Stuðmenn spiluðu fyrir fjölskyldu og áhöfn á einum af okkar stóru togurum, Aðalsteini Jónssyni. Þetta var alveg æðislegt,“ segir Bubbi og bætir við að mikil þörf sé á að sýna þjóðinni aðra hlið á sjómennskunni en komi iðulega fram í fjölmiðlum. „Það eina sem við heyrum er áróður um að kvóta- greifar séu glæpamenn og moki milljörðum í vasann en á endanum snýst þetta allt um fólkið í landinu.“ Þættirnir, sem verða fimm talsins, verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust. - hó Tónlist og innsýn í líf sjómannsins Bubbi Morthens snýr aft ur á skjáinn í haust með þáttinn Beint frá messa Í STUÐI Stuðmenn eru ein þeirra hljómsveita sem koma fram í þáttaröð Bubba Morthens. LISTAHÁTÍÐIN LUNGA Listahátíðin LungA fer fram dagana 14.-21. júlí á Seyðisfirði. Um er að ræða hátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum, en henni lýkur með sýningum og tónleikum. Ýmsir metnaðar- fullir fatahönnuðir halda hönnunarsýningu föstudaginn 18. júlí kl. 22 í Norðursíld, en þar ber að nefna Öglu Stefánsdótt- ur, Björgu Skarphéðins- dóttur, Elísabetu Karlsdóttur, Lærke Koldskov og Ziska sem Harpa Einars- dóttir stendur á bak við. - mmm BIRTING LÝSINGAR Útgefandi: KLS, fagfjárfestasjóður, kennitala 700113-9810, Borgartúni 19, 105 Reykjavík KLS, fagfjárfestasjóður, hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa væri tekinn til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 12. júlí 2013 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og gefin út rafrænt og birt á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl. Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir opin- berlega ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta og þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin er á hinum skipulega verðbréfa- markaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Skuldabréfin eru gefin út af KLS sem er fagfjárfestasjóður rekinn af Stefni hf. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll hafa verið seld, og heildarheimild útgáfu nemur 5.700.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er KLS 13 1. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000022788. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 1 kr. að nafnverði. Tilgangur með því að fá skulda- bréfin tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. er að tryggja fjárfestum að starfshættir og upplýsingagjöf um m.a. fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við Reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma, svo og að auka markaðshæfi skuldabréfanna. Nánari upplýsingar um KLS og skuldabréfaflokkinn KLS 13 1 má finna í lýsingu sjóðsins. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta í Kauphöllinni. Reykjavík, 12. júlí 2013 Stjórn Stefnis hf. TIL SÖLU Til sölu tvær lausar kennslustofur ásamt tengibyggingu. Húsin standa við Smáraskóla, Dalsmára 1 Kópavogi. Kaupandi sér um og kostar flutning á stofunum. Húsin eru samtals 233m2. (Utanmál á stofunum er ca. 17,6x 6,25m). Nánari upplýsingar veitir eignadeild Kópavogsbæjar sími 5701500 Kauptilboðum skal skila í þjónustuver Kópavogsbæjar Fannborg 2 eða á netfang eignadeild@kopavogur.is fyrir 31. Júlí 2013. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ÆSISPENNANDI VIÐUREIGN Í dag takast á grínistinn Rökkvi Vésteins- son og Geir Ólafsson söngvari, ekki í söng eða gríni heldur í glímu. Bardag- inn fer fram í Mjölni og er talsverður skjálfti í herbúðum kappanna. Rökkvi er hærri og þyngri en Geir sem á móti er harður í horn að taka og snaggaralegur. Veðja má á sigurvegarann hjá veð- málafyrirtækinu Betsson og sé litið til stuðla búast veðmálasérfræðing- arnir við æsispennandi viðureign; líkur eru metnar jafnar. Báðir eru þeir með veð- stuðulinn 1.90. -jbg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.