Fréttablaðið - 20.07.2013, Side 12

Fréttablaðið - 20.07.2013, Side 12
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 12 Ég valdi áhrifaríkustu og fyndnustu myndirnar úr safninu mínu og þær sem mér þykir vænst um,“ segir Sunna Ben myndlistarkona þar sem hún er að koma fyrir eigin ljósmyndum í Skotinu, á efstu hæð Grófarhússins. Flestar eru þær frá Íslandi en einnig Hollandi þar sem Sunna hefur búið síðustu fjögur ár við mynd- listarnám. „Svo hef ég alltaf haft lag á að ferðast dálítið svo hér eru líka Ítalía, Berlín og eitt og annað,“ segir hún. Ljósmyndun sem list Sunna er Reykvíkingur en hefur búið líka á Vopnafirði og í Kantara borg í Englandi, auk Amsterdam. Hún segir mynda- vélina hafa verið förunaut sinn nótt og dag síðustu árin. „Mér finnst mikilvægt að vera alltaf með myndavél á mér og sný við og sæki hana ef ég hef gleymt henni heima. Ég fæ ótrúlega mikið út úr því að eiga fallega og ítarlega skrá yfir líf mitt í myndum frá því ég var sextán, sautján ára. Þegar ég var að undir búa sýninguna fór ég í gegnum allar myndirnar mínar og sá andlit fólks sem er kannski horfið úr lífi mínu núna.“ Hún kveðst ávallt hafa hugsað um ljósmyndunina sem list. „Flestar myndirnar á sýningunni eru frá síðustu þremur, fjórum árum því það er viðvanings bragur á þeim eldri. Mér hefur farið fram,“ segir hún brosandi. Snobbar fyrir filmuvélum Sunna kveðst snemma hafa lært að snobba fyrir filmuvélum og hafa verið svo heppin að finna slíkar gersemar á flóamörkuðum erlendis en flestar hafi hún samt keypt dýrum dómum. „Ég hef reynt að taka myndir á stafræna vél en fæ aldrei litina og áferðina sem ég sækist eftir. Ég á dýrar stafrænar myndavélar en finnst filmuvélar meira sjarmerandi. Þá tek ég bara eina mynd og verð alltaf að vanda mig en útkoman verður aðeins tilviljanakenndari og mér finnst eitthvað við það. En ég er komin með ágætan fókus í augað. Það lærist.“ Þetta er fyrsta einkasýning Sunnu. Hún varð hissa þegar hún uppgötvaði það. „Mér fannst ég orðin svo sjóuð og vera búin að sýna svo oft en nei, ég hef þá aldrei sýnt ein áður. Svo það er kominn tími til. Líka vegna myndanna. Þær hafa sumar verið á samsýningum, „verið memm“, en aldrei fengið að vera þær í friði.“ Að byrja með útvarpsþátt Það er fullt að gerast hjá Sunnu fyrir utan sýninguna. Teikningar hennar seljast ágætlega og svo kveðst hún hafa verið „að plötu- snúðast“. Hún er að byrja með útvarpsþátt á X-inu um konur í tónlistarheiminum, ásamt vin- konu sinni, Maríu Lilju Þrastar- dóttur. Svo er hún að byrja á ljósmyndaverkefni, fyrsta vel skipulagða ljósmynda verkefninu mjög lengi, að eigin sögn. „Ég ætla að taka myndir af söfnurum um allt land og söfnum þeirra. Er búin að fá fallega pósta frá fólki sem safnar ótrúlegustu hlutum. Mér finnst þetta svo áhugavert enda er ég með rosa- lega söfnunar áráttu sjálf. Hef safnað ljósmyndum í sjö ár og átt milljónir af límmiðum og póst- kortum, er enn að kaupa póstkort alls staðar þótt opinberlega hafi ég hætt að safna þeim þegar ég var níu ára. Ég bjó alltaf í litlum íbúðum þegar ég var að alast upp en átti samt alltaf mín risasöfn og fyllti allar geymslur.“ Ég með rosalega söfnunaráráttu. Hef safnað ljósmyndum í sjö ár og átt billjónir af límmiðum – og póst- kortum, er enn að kaupa póstkort alls staðar þó opinberlega hafi ég hætt að safna þeim þegar ég var níu ára. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Alltaf með myndavél á mér Sunna Ben Guðrúnardóttir myndlistarkona hefur gengið með myndavél í sjö ár og á þeim tíma fangað mörg ævintýri á filmur. Sýning hennar Villikettir er í Skotinu á 6. hæð að Tryggvagötu 15. SUNNA BEN Ég valdi áhrifaríkustu og fyndnustu myndirnar úr safninu mínu og þær sem mér þykir vænst um,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bryggjuhátíð á Drangsnesi Dagskrá dreifi st um allt þorpið Bæjarhátíð Árviss bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í dag. Hún hefst með dorgveiðikeppni í Kokkálsvík klukkan 10.30 og er fylgt eftir með sjávarréttasmakki, markaðsstemningu og kórsöng við frystihúsið. Þaðan dreifist dagskráin um þorpið, þrír ættliðir Strandakvenna sýna til dæmis list sína í grunnskólanum. Grillveisla og kvöldskemmtun fara fram í sam- komuhúsinu Baldri og þar endar dagurinn með Bryggjuhátíðarballi með Stuðlabandinu. Kristjana í Akureyrarkirkju Blönduð söngdagskrá Tónleikar Kristjana Arngrímsdóttir syngur á Sumartónleikum Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Með henni koma fram þeir Örn Eldjárn og Jón Rafnsson. Þau munu flytja blandaða söngdagskrá eins og þeim einum er lagið. Kristjana var 14 ár í Tjarnarkvartettinum og hefur gefið út nokkra geisladiska. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Símon Birgisson menningarritstjóri Brimbretti og safnarúntur „Ef veður leyfir ætla ég á brimbretti í Þorláks- höfn. Svo langar mig að sjá stórmyndina Pacific Rim í bíó og á sunnudaginn er stefnan sett á safnarúnt, sérstaklega langar mig að sjá sýningu Söru Riel.“ Þórunn Erlu Valdimarsdóttir rithöfundur Rölt með Gleðifélaginu „Ég þarf að lesa enska þýðingu á köflum úr krimmum mínum. Á morgun er bíltúr í Skorradal og á sunnudaginn röltir Gleðifélagið Léttur mórall upp Búrfellsgjá við Helgafell, suður af Heiðmörk.“ Ragnar Ingi Aðalsteinsson doktor í bragfræði Dúlla við handrit „Ég er að fara yfir handrit sem konan mín var að þýða og held áfram að dúlla mér í því. Ef styttir upp erum við hjónin rok- in vestur í Dali að dytta að vatns- lögninni við sumarbústaðinn.“ Þuríður H. Aradóttir verk efna stjóri Markaðsstofu Reykjaness Bekkjarferð og útivist „Ég er á leið í útilegu að Hamra- görðum við Seljalandsfoss með bekkjarfélögum úr MBA-náminu. Ég ætla að bjóða upp á leiðsögn um Nauthúsagil í Fljótshlíðinni.“ Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum. Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna. Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölu- lista vikum saman og það algjörlega verð- skuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu. Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenju- legasta glæpasaga ársins og svo hroll- vekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldu- lesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er ein- mitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð. - fbs Nú er veður til að lesa Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn að hafa eitthvað gott að lesa í sumarfríinu. GOTT LESEFNI Bækur eru bestu ferða- félagarnir í sumarfríinu. HELGIN 20. júlí 2013 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.