Fréttablaðið - 20.07.2013, Page 18
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18
lífi. Ég sagði nei við háskólana því
þá hefði ég þurft að fara út í ágúst
og misst af Evrópukeppninni,“
segir Guðbjörg.
Sænska liðið Djurgården fékk
mikinn áhuga á Guðbjörgu eftir
að liðið mætti Val í Evrópukeppn-
inni en Guðbjörg fór ekki út fyrr
en eftir þrjú ár. „Mér fannst ég of
ung þá og ekki tilbúin að flytja ein
út. Ég hélt alltaf góðu sambandi við
þá,“ segir Guðbjörg sem fór út árið
2009.
„Þegar ég kom í liðið var þetta
einn stærsti klúbburinn í Svíþjóð.
Eftir það ár urðu algjör kynslóða-
skipti í liðinu og kjarninn í liðinu
hætti. Ég held að ég hafi verið eini
leikmaðurinn úr byrjunar liðinu
sem var eftir. Fjárhagslega
Hún er búin að vera í skugganum nær allan sinn landsliðsferil og það vissu kannski fáir hvað virkilega bjó í Guðbjörgu Gunnars-
dóttur, eða Guggu eins og hún er
alltaf kölluð. Eftir frábæra frammi-
stöðu sína á EM í Svíþjóð hefur
þessi 28 ára gamli markvörður sýnt
það að hún blómstrar á stóra sviðinu
og nú þekkir hana örugglega hvert
mannsbarn á Íslandi.
Þóra Björg Helgadóttir hefur
staðið vaktina í marki íslenska
kvennalandsliðsins í nær öllum
stærstu leikjum stelpnanna okkar
en meiðsli hennar í aðdraganda
Evrópumótsins opnuðu dyrnar fyrir
Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Fáar
þjóðir búa jafnvel í markmanns-
málunum og Ísland og það hefur
komið vel í ljós í Svíþjóð. Guð-
björg hefur staðið dyggilega á bak
við Þóru allan þennan tíma en hún
var heldur betur klár þegar kallið
kom frá landsliðsþjálfaranum fyrir
fyrsta leikinn á EM.
Guðbjörg átti fínan leik í
jafnteflinu á móti Noregi, frábæran
leik í tapi á móti Þýskalandi og
nær fullkominn leik í sigrinum
á Hollandi þar sem stelpurnar
tryggðu sér sæti í átta liða úrslitun-
um. Hún hefur vaxið með hverjum
leik og það leikur enginn vafi á að
frammistaða hennar á mikinn þátt í
sögulegum árangri íslenska liðsins.
Aldrei upplifað annað eins
„Þetta er algjör draumur. Þegar það
var flautað til leiksloka þá sá ég fólk
gráta í kringum mig. Ég held að ég
hafi aldrei upplifað svona, í það
minnsta ekki með landsliði. Ég held
að ég átti mig ekki á þessu fyrr en
ég er komin heim,“ segir Guðbjörg.
„Það hjálpar auðvitað að spila leik
eftir leik eftir leik. Mér finnst mjög
mikill munur núna og í leiknum á
móti Noregi í fyrsta leik. Því meira
sem maður spilar því öruggari er
maður,“ segir Guðbjörg.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er 28 ára
Hafnfirðingur sem er á sínu fimmta
tímabili sem atvinnumaður. Hún hóf
ferilinn með FH en fór í Val þegar
hún var 17 ára gömul. Frá árinu
2009 hefur hún spilað í Svíþjóð og
nú Noregi. En af hverju fór í hún fót-
bolta og hvernig endaði hún í mark-
inu?
„Allar vinkonur mínar voru í
fótbolta og við vorum alltaf úti
í frímínútum að keppa á móti
strákunum. Allar stelpurnar fóru í
FH í fótbolta og allir strákarnir fóru
í Hauka í handbolta. Svo vorum við
alltaf að reyna að vinna þá,“ segir
Guðbjörg brosandi.
„Á fyrsta mótinu mínu þá sagði
þjálfarinn við mig: „Þú verður í
marki.“ Ég held að ég hafi verið eini
krakkinn sem var það klikkaður að
vera að skutla sér út um allt. Mér
gekk ótrúlega vel í marki strax frá
byrjun og auðvitað vill maður vera
þar sem manni gengur vel,“ segir
Guðbjörg.
„Ég byrja í FH en eftir mót með
17 ára landsliðinu þar sem við
lentum í þriðja sæti þá hafði Valur
samband. Það var aldrei aftur
snúið eftir það því svo komu bara
gullaldar ár Vals og það var algjört
ævintýri að taka þátt í því. Ég á
erfitt með að velja á milli þess í
dag hvort ég sé meiri FH-ingur eða
Valsari,“ segir Guðbjörg sem varð
fjórum sinnum Íslandsmeistari með
Valsliðinu.
Valdi atvinnumennskuna
„Stefnan var alltaf sett á það að
verða atvinnumaður. Ég átti pínu
erfitt með að velja á milli því
mig langaði líka að fara í háskóla
í Bandaríkjunum. Það kom fullt
af tilboðum þaðan en við í Val
komumst áfram í Evrópukeppnina
og það varð áhrifavaldur í mínu
Fékk loksins
tækifærið
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur setið þolinmóð
á varamannabekk íslenska kvennalandsliðsins
undanfarin ár og tækifærin hafa verið fá. Gullna
tækifærið kom hins vegar á EM í Svíþjóð þar
sem hún hefur sprungið út og spilað lykil hlut-
verk í að koma íslenska landsliðinu í átta liða
úrslit í fyrsta sinn í sögunni. Þessa atburðarás
sá hún vissulega ekki fyrir í byrjun ársins þegar
hún lá á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu.
SKJÓT VIÐBRÖGÐ Guðbjörg hefur sýnt ótrúleg tilþrif í íslenska markinu á EM í
Svíþjóð. Hér ver hún skot þýskrar landsliðskonu í slána. NORDICPHOTOS/GETTY
Ég viðurkenni alveg
að það hafa komið tímar
og mánuðir þar sem ég hef
verið að íhuga það að
hætta í landsliðinu.
NÝ ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
hö
H
2
hö
nn
un
/
h
2h
.is
Óskar Ófeigur Jónsson
ooj@frettabladid.is
Skrifar frá Svíþjóð
EM KVENNA
2013