Fréttablaðið - 20.07.2013, Qupperneq 22
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
7 af 10 hröðustu svikahrappar
Frjálsíþróttaheimurinn varð fyrir áfalli í vikunni þegar greint var frá því að Asafa Powell og Tyson Gay, tveir af fótfráustu 100
metra hlaupurum heimsins, hefðu fallið á lyfjaprófi. Þegar var þröngt á þingi hjá þeim fljótustu sem gripnir hafa verið glóð-
volgir við lyfjaneyslu. Þegar peningar og frægð eru annars vegar munu menn ávallt dansa á línunni segir Donovan Bailey.
Donovan Bailey, fyrrverandi heims-
methafi í 100 metra hlaupi og
Ólympíumeistari í greininni frá því í
Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996,
sagðist í viðtali í vikunni vera dapur,
vonsvikinn og í miklu uppnámi
vegna tíðinda vikunnar.
„Asafa Powell og Tyson Gay
eru reynslumiklir hlauparar. Þeir
þekkja reglurnar og hafa verið
góðir sendiherrar fyrir íþróttina,“
sagði Bailey. Hann segist ekki skilja
hvernig jafnreynslumiklir hlauparar
hafi getað komið sér í þessa stöðu.
Aðspurður hvers vegna íþrótta-
menn í fremstu röð neyti lyfja sagði
Kanadamaðurinn:
„Í hvert skipti sem peningar og
frægð koma nærri verður alltaf
reynt að dansa á línunni.“
Bailey sagðist handviss um að
hægt væri að ná árangri í fremstu
röð án aðstoðar lyfja. Hann
sjálfur væri gott dæmi um slíkt
og vonaðist til þess að ungir og
efnilegir íþróttamenn færu að for-
dæmi sínu.
„Engin spurning. Í tíu ár var ég sá
besti í heimi og sannaði að góðar
æfingar, rétt mataræði, frábærir
þjálfarar og miklar fórnir gerðu mér
kleift að setja heimsmet og verða
bæði heims- og Ólympíumeistari.“
HEFUR TRÖLLATRÚ
Á HEIÐARLEIKA
USAINS BOLT
NESTA CARTER
➜ Land: Jamaíka.
➜ Besti tími: 9,78 sek.
í Rieti á Ítalíu í ágúst
árið 2010.
➜ Ranglega var greint frá því að
hann hefði fallið á lyfjaprófi ásamt
Powell og Gay. Það hefur verið
dregið til baka. Hann er til alls vís á
HM í Moskvu.
9,78
BEN JOHNSON
➜ Land: Kanada.
➜ Besti tími: 9,79 sek.
á Ólympíuleikunum í Seúl
í september 1988.
➜ Dómur: Tveggja ára bann 1988
og síðar bann til lífstíðar 1993.
➜ Efni: Vefaukandi karlkynssterarnir
stanozolol (1988) og testosterón
(1993).
9,79
MAURICE GREENE
➜ Land: Bandaríkin.
➜ Besti tími: 9,79 sek. í Aþenu
í júní 1999.
➜ Aldrei dæmdur en viðurkenndi að
hafa keypt stera af kringlukastara
frá Mexíkó árið 2008. Sagðist hafa
keypt þá fyrir aðra íþróttamenn og
fullyrti að hann hefði aldrei neytt
ólöglegra lyfja. Greene er hættur
en hefur starfað í fjölmiðlum og
meðal annars stýrt sjónvarpsþætti
um frjálsar á Eurosport.
9,79
9,58
USAIN BOLT
➜ Land: Jamaíka.
➜ Besti tími: 9,58 sek.
í Berlín í ágúst 2009.
➜ Aldrei fallið á lyfjaprófi.
TYSON GAY
➜ Land: Bandaríkin.
➜ Besti tími: 9,69 sek.
í Kína árið 2009.
➜ Dómur: Ekki búið að kveða upp
dóminn.
➜ Efni: Óuppgefið.
9,69 9,78
TIM MONTGOMERY
➜ Land: Bandaríkin.
➜ Besti tími: 9,78 sek.
í París í september
árið 2002.
➜ Dómur: Tveggja ára bann frá
2005-2007.
➜ Efni: Vaxtarhormón. Hættur
keppni. Var dæmdur í fimm ára
fangelsi haustið 2008 fyrir sölu á
heróíni.
YOHAN BLAKE
➜ Land: Jamaíka.
➜ Besti tími: 9,69 sek.
á Demantamóti í Sviss
í ágúst árið 2012.
➜ Dómur: Þriggja mánaða
keppnisbann árið 2009.
➜ Efni: Örvandi efnið methylhexanam-
ine sem var ekki á bannlista en Blake
fékk minniháttar refsingu. Missir af
HM í Moskvu vegna meiðsla.
9,69 9,72
ASAFA POWELL
➜ Land: Jamaíka.
➜ Besti tími: 9,72 sek.
á Demantamóti í Sviss
í september árið 2008.
➜ Dómur: Ekki búið að kveða
upp dóminn.
➜ Efni: Örvandi efnið oxilofrine.
9,77
JUSTIN GATLIN
➜ Land: Bandaríkin.
➜ Besti tími: 9,77 sek. í Doha í Katar
í maí árið 2006.
➜ Dómur: Fjögurra ára bann
frá 2006-2010.
➜ Efni: Vefaukandi karlkynssterarnir
testosterón. Hljóp hraðar en Bolt
á móti í Róm í júní. Hans helsti
keppinautur í Moskvu ásamt Nesta
Carter.
9,80
STEVE
MULLINGS
➜ Land: Jamaíka.
➜ Besti tími: 9,80 sek í Oregon
í Bandaríkjunum í júní 2011.
➜ Dómur: Lífstíðarbann árið 2011.
➜ Efni: Þvagræsilyfið Furosemide.
Kolbeinn
Tumi Daðason
kolbeinntumi@365.is
SIGURSTRANGLEGUR Usain Bolt fær
minni samkeppni en reiknað hafði verið
með á heimsmeistaramótinu í Moskvu
í næsta mánuði. Tyson Gay er fallinn
og Yohan Blake er frá vegna meiðsla.
NORDICPHOTOS/AFP
Hendið þeim í fangelsi og leyfið þeim að kynnast lífinu þar. Við erum að tala um ólögleg lyf. Þegar lögreglan grípur
fólk á götunni að neyta ólög-
legra lyfja þá er það sent
í steininn.“ Þau orð
lét Jamaíkamað-
urinn Asafa
Powell falla
í júní 2008
aðspurður
hvernig
binda
ætti endi
á lyfja-
misnotkun
íþróttamanna.
Allt frá því Ben Johnson féll
á lyfjaprófinu fræga í Seúl árið
1988 hefur hver hlaupagarpurinn
á fætur öðrum farið úr hlutverki
hetjunnar í hlutverk skúrksins.
Virðist litlu skipta hvaða yfir-
lýsingar og reiði birtist í orðum
þeirra á árum fyrr líkt og í tilfelli
Powells hér að ofan. Um leikþátt
var að ræða og menn virtust til-
búnir að fórna öllum trúverðug-
leika fyrir frægð og meðfylgjandi
ríkidæmi.
„Ég trúi á heiðarleika og
þess utan þá myndi mamma
drepa mig (ef ég notaði ólög-
leg efni),“ sagði Tyson Gay í
viðtali á heimasíðu lyfjaeftir-
lits Bandaríkjanna árið 2008.
Gay kallaði sjálfan sig „Mr.
Clean“ sem á íslensku mætti
nefna „Hinn lyfjalausa“. Í dag
bíða kollegarnir Powell og Gay
eftir því að dómur falli og lengd
keppnisbanns þeirra verði ljós.
Tíu hlauparar hafa hlaupið
100 metrana á eða undir 9,80
sekúndum. Af þeim hafa sjö fall-
ið á lyfjaprófi, auk þess sem einn
hefur viðurkennt að hafa fjárfest
í lyfjum fyrir liðsfélaga. Hlut-
fallið er ótrúlega hátt og íþróttin
hefur skiljanlega misst mikinn
trúverðugleika.
Svo stórt er vandamálið orðið
að fólk veltir í fullri alvöru fyrir
sér hvort hætta eigi lyfjaeftirliti
fyrst svo margir notist við lyf.
Vonandi kemur þó aldrei til þess
enda á 100 metra hlaup, líkt og
aðrar íþróttir, að snúast um hæfi-
leika fólksins á íþróttavellinum
en ekki á rannsóknarstofunum.