Fréttablaðið - 20.07.2013, Síða 33

Fréttablaðið - 20.07.2013, Síða 33
365 Miðlar ehf. Skaftahlíð 24 | 105 Reykjavík | Sími 512 5000 365 óskar eftir góðu fólki Hópstjóri / hópstýra í tækniþjónustu Okkur vantar að fá snilling til að stýra hóp af þjónustufulltrúum í tæknihluta þjónustuvers 365. Þetta er fullt starf í dagvinnu og er næsti yfirmaður forstöðumaður tækniþjónustu 365. Starfið fellst í því að reka frábært tækniþjónustuver. Í því fellst meðal annars að skipuleggja daglega mönnun, fylgjast með gæðum þjónustu, aðstoða þjónustufulltrúa, þjálfun nýrra starfsmanna og margt fleira krefjandi og spennandi. Hæfniskröfur : • Reynsla af stjórnun og þjónustu • Reynsla af verkefnastýringu og hópavinnu • Hjálpsemi og virðing • Háskólapróf, eða sambærilegt Þjónustufulltrúi í tækniþjónustu Við leitum að kátu og skemmtilegu fólki sem kann að spjalla og elskar tækni. Um er að ræða fullt starf í tæknihluta þjónustuvers 365 og vaktavinnu. Starfið fellst í því að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu þegar þörf er á vegna net, heimasíma og sjónvarpsþjónustu. Hæfniskröfur : • Mikil tölvuþekking • Áhugi á snjallsímum, spjaldtölvum og skyldri tækni • Hjálpsemi og virðing • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Sjálflærðir nördar velkomnir Tæknimaður í heimatengingar Við leitum að duglegum, öflugum og hressum starfsmanni í heimatengingar 365. Starfsmaður þessi mun sjá um uppsetningar og viðgerðir á fjarskiptaþjónustum heima hjá viðskiptavinum okkar. Hæfniskröfur : • Stundvísi og dugnaður • Reynsla úr fjarskiptageiranum kostur • Menntun í rafvirkjun eða rafeindavirkjun kostur • Nauðsynlegt er að starfsmaður hafi bílpróf og góðan húmor Sölufulltrúi í söluver Starfið fellst í sölu á vörum og þjónustum 365. Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur, ábyrgur, söludrifinn og með góða þjónustulund. Launakjör eru árangurstengd og hér er því gott tækifæri fyrir metnaðarfullt fólk. Spennandi og fjölbreytt starf í boði fyrir réttan aðila, hentugt með námi. Vinnutími er frá 17 -21:00 Sótt er um stöðurnar á vefsíðu 365 : http://www.365midlar.is/hafdu-samband/storf/ Umsóknarfrestur er til 29.júlí.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.