Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2013, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 24.07.2013, Qupperneq 19
365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Jónas Unnarsson HÆFILEIKA- MAÐURINN CERA Michael Cera leikur George Michael í Arrested Development. Þrátt fyrir ungan aldur er ferill Cera afar aðdáunarverður. Michael Cera er aðeins 25 ára gamall en á nú þegar langan leik- listarferil að baki. Cera er kanadískur en leiklistar- áhuginn kviknaði þegar hann var aðeins þriggja ára og veikur af hlaupabólu. Þá horfði hann á mynd- ina Ghostbusters aftur og aftur, þar til hann hafði lagt öll samtölin á minnið. Fyrsta hlutverk hans var ólaunuð auglýsing fyrir sumarbúðir en í kjölfarið fylgdi Pillsbury-auglýs- ing, fyrsta hlutverk hans með tali. Þar með var boltinn farinn að rúlla og hvert hlutverkið rak annað. Cera fékk hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum en hæst ber hlut- verk hans sem George Michael Bluth í verðlaunaþáttunum Arrest- ed Development. Þættirnir stóðu yfir í þrjár þáttaraðir áður en hlé var gert á þeim í sex ár. Margir tóku gleði sína þegar tilkynnt var um fjórðu þáttaröðina, sem nú er sýnd á Stöð 2, enda hafa þættirnir ákveðinn „költ-status“. Kvikmyndaferill Cera hófst fyrir alvöru þegar hann lék á móti Jonah Hill í myndinni Superbad frá 2007. Sama ár lék hann í krúttlegu myndinni Juno á móti Ellen Page. Cera hlaut verðlaun sem besti nýi leikarinn það árið á verðlaunahátíð kvikmyndagagnrýnenda. Aðrar þekktar myndir sem Cera hefur leikið í eru Scott Pilgrim vs. the World og Magic Magic, sem kemur út á þessu ári. Þá er kvik- mynd sem gerð er eftir þáttunum Arrested Development í bígerð. Cera lætur sér ekki nægja að leika í myndum heldur stendur sjálfur að ýmsum verkefnum, bæði stuttmyndum og þáttum á netinu. Hann hefur gefið út smásögur og er auk þess fjölhæfur tónlistar- maður. ARRESTED DEVELOPMENT kl. 19.40 föstudaga OZ er samkvæmt nýjustu tölum sumarþjónustan í ár. „Það er augljóst að Íslendingar eru að nota OZ í sumarfríinu yfir 3G- og 4G-farnetið,“ segir Steingrímur Árnason hjá OZ. Starfsmenn þjónustuvers Stöðvar 2 hafa einnig orðið varir við mikinn áhuga. Barnafólk virðist til að mynda duglegt að nýta þjónustuna og safnar barnaefni frá Stöð 2 og Stöð 2 Krakkar í stórum stíl. Börnin geta svo horft á það hvar og hve- nær sem er. „Það hefur greinilega komið að góðum notum sólarlausa daga í sumar. Þegar þreytan segir til sín á ferðalögum eða þegar veðrið býður ekki upp á mikla útiveru fellur það börnunum vel að kíkja á barnaefnið í OZ-inu,“ segir Ásta Reynisdóttir, for- stöðumaður þjónustu- og áskriftardeildar Stöðvar 2. Kostur- inn við OZ-ið er svo ekki síður sá að ekki þarf að stilla öllum upp fyrir framan sjón varpið og láta börnin þannig leggja undir sig aðalrýmið í sumar bústaðnum eða þar sem er dvalið hverju sinni. Þess í stað geta þau horft á OZ-ið í iPad-inum uppi í koju, á notalegu svefnlofti eða jafnvel úti á palli ef vel viðrar. „Einn viðskiptavinur okkar sagði dóttur sína horfa á Latabæ uppi í trjákofa. Það hlýtur að vera spennandi og segir kannski meira en mörg orð um hversu notendavæn þessi þjónusta er,“ segir Ásta. „Það er mjög gaman að heyra slíkar sögur. Þá hafa sumir sent myndir af aðstæðum þar sem OZ-ið virðist koma að góðum notum. Það er til dæmis alveg ljóst að einhverjir vilja vera með puttann á púlsinum þegar kemur að Pepsi-deildinni eða fréttum. Það að geta horft á dagskrána hvar sem er, við hvaða aðstæður sem er, yfir farnet 3G og 4G virðist greinilega nýtast áskrifendum mjög vel. Sérstaklega þeim sem vilja fá allt á rauntíma og fylgjast með á meðan hlutirnir eru að gerast. Aðrir taka hins vegar dagskrána upp og horfa við betra tæki- færi.“ Af myndum sem Stöð 2 hefur borist er ljóst að áskrifendur eru að upplifa eitthvað alveg nýtt. Þar má meðal annars sjá veiðimann við árbakkann að horfa á beina útsendingu frá leik í Pepsi-deildinni og grillmeistara sem missir ekki af neinu úti á palli. OZ-IÐ ER ALLS STAÐAR Íslendingar nota OZ-appið í sumarfríinu um land allt og er ljóst að áskrifendur Stöðvar 2 eru að upplifa eitthvað nýtt. Börnin horfa í bústaðnum, grillmeistarinn við grillið og veiðimenn við árbakkann svo dæmi séu nefnd. Hér má sjá veiðimann í Soginu sem fylgist með beinni útsendingu úr leik FH og Fram í Pepsi-deildinni. Áskrifandi sá sig knúinn til að senda myndina og þakka kærlega fyrir frábæra þjónustu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.