Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 12

Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 12
24. ágúst 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR S vokölluð lesskimun meðal sjö ára barna í öðrum bekk grunnskóla hefur reynzt prýðilegt tæki til að bæta lestrar- kennslu og grípa inn í til að veita þeim sérstakan stuðning sem þess þurfa snemma á skólagöngunni. Niðurstöður lesskimunarinnar eru birtar árlega og voru nýlega gerðar opinberar fyrir Grunnskóla Reykjavíkur. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær bregður nú svo við að eftir nokkur ár þar sem 65-71 prósent sjö ára barnanna hafa getað lesið sér til gagns dettur hlutfallið niður í 63 prósent. Í fyrra var það 69 prósent. Þetta er versta útkoman síðan árið 2005, en þá hafði verið langt kennaraverkfall og niður- stöðurnar voru útskýrðar með því – enda skiptir kennslan að sjálfsögðu máli í lestri eins og öðrum greinum. Í þetta sinn er ekki hægt að útskýra slaka útkomu með sama hætti og það er því ekki að furða að fræðslu- og tómstundaráð borgarinnar hafi lýst áhyggjum af niðurstöðunum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ bókuðu fulltrúar í fræðsluráði. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagfólkið hjá borginni skoði niður- stöðurnar í sameiningu3. Hitt vekur meiri furðu, að á fræðsluráðs- fundinum í vikunni hafi þurft að samþykkja einróma tillögu minnihlutans um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Nánast samhljóða tillaga minnihlutans var nefnilega samþykkt fyrir tveimur árum, árið sem lesskimunarprófið kom hvað bezt út í grunnskólum Reykjavíkur. Varla er hægt að lesa annað út úr þessu en að gömlu sam- þykktinni hafi verið stungið ofan í skúffu og lítið breytzt í fram- kvæmdinni – sem er sú að skólastjórum er í sjálfsvald sett hvort og hvernig þeir kynna niðurstöðurnar. Þegar skýrslan um lesskimunina í grunnskólum Reykjavíkur er skoðuð, vekur athygli að útkoma skólanna er gríðarlega mis- munandi. Í einum getur aðeins fimmtungur nemenda lesið sér til gagns, í öðrum er hlutfallið vel yfir 90 prósent. Nöfn skólanna eru hins vegar ekki birt þannig að foreldrar geta ekki áttað sig á því hvernig skóli barna þeirra stendur. Skýringarnar á muninum liggja að sjálfsögðu í fleiri þáttum en frammistöðu skólans. Það segir sig sjálft að í skóla þar sem stór hluti nemendanna er til dæmis af erlendu bergi brotinn og foreldrarnir upp til hópa með litla menntun og lágar tekjur eru heimilin verr í stakk búin að styðja börnin í námi en í hverfum þar sem öðruvísi háttar til. Það breytir ekki því að ef enginn samanburður er fyrir hendi, hvorki á milli ára né við aðra skóla, hafa foreldrar ekki hugmynd um hvernig skóli barna þeirra stendur. Þess vegna er mikilvægt að þeir fái upplýsingar um útkomuna. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær að þótt það væri ekki skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu, gæti veiting slíkra upp- lýsinga búið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið upp byggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir Kjartan. Í krafti upplýsinga af þessu tagi eru foreldrar nefnilega betur í stakk búnir að veita skólunum aðhald. Það aðhald á að sjálfsögðu að koma þaðan, frá viðskiptavinum skólanna, en ekki bara frá fagfólkinu á fræðslusviðinu. Foreldrar eiga að sjá samanburð á stöðu skóla: Upplýst aðhald Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Stórlækkað verð á vönduðum fatnaði, útbúnaði og varningi fyrir hestamenn, bændur og aðra dýravini. Gríptu þetta frábæra tækifæri í næstu verslun Líflands. ÚTSALA Í LÍFLANDI ÍS LE N SK A SÍ A. IS L IF 6 53 17 / 08 .1 3 Í síðustu skýrslu Alþjóðagjald-eyrissjóðsins um Ísland birtust ábendingar um kerfisbreyting-ar á nokkrum sviðum í ríkis- rekstrinum: menntamálum, vel- ferðarmálum og búvöruframleiðslu. Viðreisn Íslands snýst reyndar um enn viðameiri kerfisbreytingar. Þeim var hins vegar lítill gaumur gefinn í kosningabaráttunni. Menntamálaráðherra tók ábend- ingum sjóðsins vel, enda þegar tekið frumkvæði að slíkum breyt- ingum. Forsætisráðherra aftók aftur á móti að taka mark á þeim og sagði að útlendingar gerðu sér ekki grein fyrir íslenskri sér- stöðu. Á sama tíma hefu r eng i n ákvörðun ríkis- stjórnarinnar vakið jafn mikla eftirvæntingu um nýja hugsun í ríkisrekstrinum og sérstök kerfis- breytinganefnd þingmanna sem for- sætisráðherra skipaði. Spurningin sem fjölmiðlar hafa ekki leitað svara við er þessi: Hvort var for- sætisráðherra alvara þegar hann skipaði nefndina eða þegar hann afneitaði ábendingum sjóðsins? Fjárveitingar til Landspítalans hafa á hverju ári eftir hrun verið skornar svo niður að öryggislínan er í uppnámi. Það er mikið rætt; hefur valdið þungum áhyggjum en mætt skilningi. Á sama tíma hafa framleiðslustyrkir í land búnaði verið að fullu verðtryggðir. Það hefur gerst umræðulaust. Af þessu má draga þá ályktun að landbúnaðarkerfið standi mögu- lega nær hjarta þjóðarinnar en heil- brigðiskerfið. Þeirri sterku stöðu fylgir rík ábyrgð. Ábyrgð fylgir því að standa næst hjartanu Skýrsla Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins er sennilega fyrsta ábendingin til stjórnvalda um að taka landbúnaðinn með við endurskoðun á útgjöldum ríkisins. Þó að engin stefna verði mótuð í þá veru gæti landbúnaðarkerfið eigi að síður lent í svipuðum hremm- ingum á næstu árum eins og heil- brigðiskerfið. Ástæðan er tvíþætt: Verðmæta- sköpun í þjóðarbúskapnum er ekki nægjanleg. Engar vísbendingar eru um meiriháttar umskipti í þeim efnum á næstu árum. Og haldi þrengingar ríkissjóðs áfram af þeim sökum er ekki unnt að stóla á óbreytta afstöðu þjóðar- innar til þessara tveggja opinberu útgjaldakerfa. Verðmætasköpun er eina örugga lausnin fyrir bæði kerfin. Til þess að vekja vonir í þeim efnum þarf aftur verulegar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum í heild. McKin- sey-skýrslan segir mestalla söguna um það mikla viðfangs- efni. Til viðbótar þeim tillögum er grundvallar breyting á peninga- kerfinu óhjákvæmileg. Meirihluti útflutnings lands- manna kemur frá fyrirtækjum sem nota ekki krónuna í bókhaldi sínu og gera upp í erlendri mynt. Sjávar útvegurinn telur ekki þörf á að fleiri njóti sömu aðstöðu. Land- búnaðurinn metur stöðu sína trygg- ari í krónuhagkerfinu meðan hann fær óskerta framleiðslustyrki. Á móti er áhættan sú að fyrr en nokkurn varir gæti velviljuðu ríkis valdi orðið um megn að ráða við framleiðslustyrkjakerfið óbreytt vegna of lítils vaxtar útflutningstekna. Auðlindaskattur sjávarútvegsins stendur tæpast undir því og erfitt að hækka hann. Hverjir aðrir geta þá borgað? Áhættan Auðlindir sjávar eru full-nýttar og með lagabreyting-um sem standa óhaggaðar eftir komu nýs ráðherra hafa leiðir til hagræðingar þrengst. Vaxtar- möguleikar í orkufrekum iðnaði eru síðan takmarkaðir. Útflutn- ingsvöxturinn þarf því einkum að verða í nýrri atvinnustarfsemi. Hún sprettur ekki upp í þeim mæli sem þörf er á nema samkeppnishæfni landsins gjörbreytist. Til þess þarf Ísland að búa við jafn stöðuga og gjald- genga mynt og samkeppnislöndin. Samtök atvinnulífsins líta svo á að ríkisstjórnin hafi enn ekki sent skilaboð um kerfisbreytingar í þeim efnum sem glæða vonir. Annar möguleiki sem byggir á kerfisbreytingum er að tryggja Íslandi aðild að væntanlegu við- skiptasamstarfi Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna. And- staða ríkisstjórnarinnar við aðild að Evrópusambandinu útilokar þann möguleika. Ósanngjarnt er að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki þegar komið meiri hraða á hjól atvinnulífsins. Það tekur mörg ár. Á hinn bóginn er sú gagn- rýni réttmæt að andstaða hennar við kerfisbreytingar sem fylgja dýpra og virkara vestrænu sam- starfi og stöðugum gjaldmiðli getur leitt til þess að hjólin fari einfaldlega ekki að snúast jafn hratt og þörf krefur þótt horft sé til lengri tíma. Alvarlegast er að ríkisstjórnin vill ekki leyfa þjóðinni að taka ákvörðun um hvort halda eigi þess- um sóknarfærum opnum. Hætt er því við að bið geti orðið á endur- reisn heilbrigðiskerfisins og tími niðurskurðar í landbúnaðar kerfinu gæti verið nær en ýmsir ætla. Í ljósi þess mikla velvilja sem landbúnaðurinn nýtur ætti sú mynd sem við blasir að vera umhugsunarefni fyrir forystu- menn hans. Það er svo líka til íhug- unar að án vaxtar á nýjum sviðum gæti krafan um óraunhæfa skatt- lagningu á sjávarútveginn þyngst á ný. Sóknarfærin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.