Fréttablaðið - 24.08.2013, Qupperneq 46
| ATVINNA |
MÚRBÚÐIN LEITAR
STARFSMANNA
Múrbúðin óskar að ráða í eftirtalin störf:
Starfsmaður á kassasvæði,
70-100% starf.
Leitað er að einstaklingi til að afgreiða á
kassa og sjá um kassasvæði. Samsvisku-
semi, metnaður og þjónustulund.
Starfsmaður til að sjá um viðgerðir
á vélum og tækjum 5-10 tímar í viku.
Reynsla og geta til að sjá um tækja-
viðgerðir. Tilvalið fyrir eftirlaunaþega!
Umsóknir ásamt ferilsskrá óskast sendar
á netfangið: sala@murbudin.is
GAGNANÖRD
MEÐ XML ÞEKKINGU
Fjármálaeftirlitið óskar
eftir að ráða sérfræðing á
upplýsingatæknisvið til liðs við
öflugt þróunarteymi. Við leitum
að duglegum og lærdómsfúsum
einstaklingi sem hefur brennandi
áhuga á viðskiptagreind og
hagnýtingu gagna.
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND
Upplýsingatæknisvið Fjármálaeftirlitsins sér um þróun eftirlitshugbúnaðar
og rekstur tölvukerfa, ásamt því að þjónusta starfsfólk og eftirlitsskylda aðila
við notkun kerfanna. Einnig hefur sviðið eftirlit með upplýsingatæknikerfum
eftirlitsskyldra aðila og sinnir rannsóknarhlutverki. Samstarf er við bæði
innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir um ýmis verkefni. Í boði er krefjandi
starf í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Starfssvið
• Skilgreining á gagnamódelum, gæðareglum og skemum (XML schema)
• Innleiðing á gagnaskilum til eftirlits með XML og XBRL staðli
• Þróun á gagnaskilakerfi FME
• Þróun á vöruhúsi gagna
• Önnur tilfallandi og tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Viðeigandi háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði eða önnur
sambærileg menntun
• Þekking og reynsla af gagnagrunnum
• Þekking og/eða reynsla af XML
• Reynsla og þekking á aðferðarfræði við mat á gæðum gagna
• Reynsla af fjármálamarkaði er kostur
• Jákvæðni, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
• Áhugi á að vinna í Agile vinnukerfi með góðu teymi sem sífellt
leitar leiða til að bæta sig
Fjármálaeftirlitið er
lykilstofnun í íslensku
efnahagslífi og samfélagi.
Innan þess fer nú fram
mikið uppbyggingar- og
umbótastarf sem miðar að
því að styrkja eftirlit og taka
þannig þátt í að byggja
upp traust og trúverðugt
fjármálakerfi á Íslandi.
Umsjón með ráðningu hafa Jón Andri Sigurðarson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs (jonandri@fme.is)
og Erla Traustadóttir sérfræðingur á mannauðssviði (erlat@fme.is).
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is,
eða á Starfatorgi, www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. september.
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Atvinnuleitendur
Flest auglýst störf í landsfjölmiðlum má
finna á einum stað í lista á vefsíðu STARFs
www.starfid.is
Starfagátt
STARFs
STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og
Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni
um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan
fer fram í fjórum þjónustumiðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs.
Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við
margvísleg vinnumarkaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til
starfa. Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is
KÓPAVOGSBÆR
Sérfræðingur í fjármáladeild
Kópavogsbær óskar eftir sérfræðingi í fjármáladeild.
Fjármáladeild er hluti af stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar, en stjórnsýslusviðið annast öll sameiginleg verkefni fyrir stofnanir bæjarins. Í
fjármáladeild er unnið allt bókhald bæjarins, fjárhagslegar greiningar, áætlanir, ársuppgjör og árshlutauppgjör. Fjármáladeild sér einnig
um innheimtu á kröfum bæjarins, fjármögnun hans og fjárstýringu. Þar er leitast við að nota hagkvæmustu tækni til að tryggja skilvirkni
og öryggi í meðhöndlun gagna. Nú leitum við að samstafsmanni, sem vill takast á við krefjandi verkefni af fagmennsku og jákvæðni með
samhentum hópi lífsglaðra einstaklinga.
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KVH
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2013.
Upplýsingar gefur Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri í síma 570-1500,
eins má beina fyrirspurnum á póstfang: ingolfura@kopavogur.is
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Menntunar og hæfniskröfur
sveitarfélaga kostur.
www.kopavogur.is
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR4