Fréttablaðið - 27.08.2013, Page 6

Fréttablaðið - 27.08.2013, Page 6
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir þyrla Landhelgis- gæslunnar sem er í leiguverkefnum erlendis? 2. Hvað heitir sá hluti Reykjavíkur- hafnar þar sem fl est skemmtiferðaskip leggja að? 3. Hvar ætlar vatnsfyrirtækið Iceland Glacier Water að taka þátt í átaki í umferðarmálum? SVÖR Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI SÝRLAND Rannsóknarteymi á vegum Sameinuðu þjóðanna kom í gær á vettvang í úthverfi Damas- kus þar sem fullyrt er að stjórnar- herinn í Sýrlandi hafi beitt efna- vopnum með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Engan sakaði þegar skotið var á bifreið teymisins í gær en bif- reiðin er mikið skemmd. Hópur- inn, sem kom til Sýrlands fyrir rúmri viku til að rannsaka fyrri ásakanir um notkun efnavopna í borgarastríðinu, hélt áfram för sinni þegar búið var að útvega aðra bifreið. Niðurstöður teymisins geta reynst afdrifaríkar þar sem þrýst- ingur á hernaðaríhlutun alþjóða- samfélagsins mun tvímæla- laust aukast ef sannað þykir að stjórnar her Assads forseta hafi beitt efnavopnum. Assad sjálfur þvertekur fyrir allt slíkt. Í viðtali sem birtist í rússneska dagblaðinu Izvestia í morgun segir hann að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu þvættingur sem sprottinn sé af pólitískum rótum. Þrátt fyrir það virðast allmörg ríki vera farin að íhuga alvar- lega að hlutast til um borgara- styrjöldina í Sýrlandi, sem hefur nú þegar kostað á annað hundrað þúsund manns lífið og hrakið milljónir manna, kvenna og barna af heimilum sínum. „Hvað Sýrland varðar eru Bandaríkin að skoða alla mögu- leika,“ sagði Chuck Hagel, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, í samtali við fjölmiðla í gær. Hann útilokaði þó að Bandaríkin færu út í einhliða aðgerðir. Mörg ríki, þar á meðal Frakk- land, Bretland, Ísrael og Þýska- land, hafa hvatt til hernaðar- aðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hafi verið beitt. Utanríkisráðherra Tyrk- lands lýsti því yfir nú í morgun að Tyrkland væri tilbúið í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei, og að hópur rúmlega þrjá- tíu ríkja væri að ræða mögulegar lausnir í þeim efnum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem er helsti stuðnings- maður Sýrlandsstjórnar, sagði í dag að engar sannanir hefðu enn komið fram um hlutverk stjórnar- hersins í árásunum í síðustu viku. Líkti hann framvindu mála nú við aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003 og ítrekaði skoðun sína um að ef utanaðkomandi hernaðaríhlutun byggðist ekki á ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna væri um að ræða skýrt brot á alþjóðalögum. thorgils@frettabladid.is Rannsókn er hafin á efna- vopnaárásinni í Sýrlandi Æ fleiri ríki hvetja til hernaðaraðgerða gegn Assad Sýrlandsforseta, komi í ljós að stjórnarher hans beri ábyrgð á efnavopnaárás sem kostaði hundruð manna lífið í síðustu viku. Skotið var á bifreið vopnaeftirlitsmanna í gær. RANNSÓKN HAFIN Rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum byrjaði á að ræða við lækna á sjúkrahúsi, sem tekið hafði á móti fólki eftir árásina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFLEIÐINGARNAR Ættingjar gráta yfir líkum fórnarlamba eiturefnaárásarinnar í úthverfi Damaskus fyrir helgi. Myndin er frá sýrlensku stjórnarandstöðunni. NORDICPHOTOS/AFP/SHAAM NEWS NETWORK Hvað Sýrland varðar eru Bandaríkin að skoða alla möguleika. Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna 1. TF-Sif. 2. Skarfabakki. 3. Soldánsdæminu Óman. NÍGERÍA, AP Unglingspiltur, þrettán til fjórtán ára, smyglaði sér inn í flugvél á flugvelli í Benin-borg í Nígeríu. Drengurinn faldi sig í hjóla- búnaði vélarinnar og lifði af 35 mínútna langt innanlandsflug til borgarinnar Lagos. Í borginni sáu flugmenn svo drenginn hlaupa frá vélinni, en hann var handtekinn stuttu síðar. Mikill kuldi er í háloftunum og hafa örlög margra sem reynt hafa að gerast laumufarþegar með þessum hætti orðið þau að frjósa í hel. - gb Piltur faldi sig í hjólabúnaði: Lifði af flugið VIÐSKIPTI „Við erum að vinna í því núna að finna út úr því hvaða áhrif þetta hefur á okkur og lágmarka það tjón sem hugsanlega gæti orðið gagnvart okkar starfsmönnum og viðskiptavinum.“ Þetta segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, um gjald- þrot danska verktakarisans Pihl & Søn en fyrirtækið er móðurfélags Ístaks. „Við erum óháð fyrirtæki sem hefur gengið ágætlega en þetta hefur náttúrlega einhver áhrif. Pihl & Søn áttu í erfiðleikum eins og árs- reikningar 2011 og 2012 báru með sér en ég taldi að þeir væru að vinna sig út úr því. Það hefur greinilega ekki tekist.“ Samningaviðræður verktaka- risans við banka stóðu fram á sunnudag en án árangurs, að því er segir í frétt Børsen. Í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu sagði að fyrirsjáanlegt væri að afleiðingar ákvörðunarinnar myndu verða víðtækar. Í maí síðastliðnum var íslenskum forstjóra Pihl & Søn, Halldóri P. Ragnarssyni, sagt upp störfum. Þá var greint frá tapi verktakafyrir- tækisins upp á tæplega 10 milljarða íslenskra króna. - ibs Móðurfélag Ístaks, verktakarisinn Pihl & Søn, óskar eftir gjaldþrotaskiptum: Ístak lágmarkar hugsanlegt tjón HOTEL D´ANGLETERRE Vegna erfið- leika Pihl & Søn voru endurbætur á hótelinu stöðvaðar í júní síðastliðnum. BANDARÍKIN, AP Skógareldarnir við norðurenda Yosemite-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum hafa geisað frá 17. ágúst og eru meðal þeirra allra erfiðustu og stærstu sem orðið hafa í Kaliforníu. Nærri 600 ferkílómetra skóg- lendi hefur orðið eldinum að bráð og þúsundir slökkviliðsmanna eiga í mestu vandræðum með að ráða við hamfarirnar. Fjalllendið er erfitt yfirferðar, skraufþurrt er í veðri og hvassir vindar auka enn á vandann. „Við glímum við erfiðar aðstæður og einstaklega ögrandi veðurfar,“ segir Bjorn Frederickson, talsmaður skógar- eftirlits Bandaríkjanna. - gb Enn brenna skógarnir: Glímt við elda í roki og þurrki ELDARNIR LOGA Í gær var reynt að koma í veg fyrir að lítil fjallaþorp yrðu eldunum að bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAMÁL Þótt nú styttist í lok ágústmánaðar og mörgum finn- ist sem sumri sé tekið að halla er enn fullur gangur í komu skemmtiferðaskipa til landsins. Þannig eru nítján skemmtiferða- skip skráð til hafnar í Reykjavík frá og með næsta sunnudegi allt fram til 1. október, þegar Carnival Legend mun leggja að bryggju. Risaskipin Adventure of the Seas og Cari bbean Princess verða hér 4. og 5. september. Alls eru 83 skemmtiferðaskip skráð hjá Faxaflóa höfnum þetta árið. - gar Sumarið er ekki búið: Enn von á 19 farþegaskipum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.