Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 16
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
„Þetta leiðinlega veður í sumar hefur
komið sér ágætlega þar sem þetta
hefur verið eitt allsherjar vinnu-
sumar hjá mér. Mér telst til að þegar
þessari „törn“ lýkur hafi ég lokið við
fimmtíu nýjar myndir,“ segir listmál-
arinn Hjalti Parelius sem opnaði sína
elleftu einkasýningu í Reykjavík Art
Gallery, Skúlagötu 30, á menningar-
nótt. Sýningin stendur yfir til 7. sept-
ember en á sama tíma er Hjalti upp-
tekinn við að undirbúa aðra sýningu
sem hann opnar á Ljósanótt, 5. septem-
ber, á vinnustofu sinni í Hafnargötu í
Reykjanesbæ, ásamt myndlistarfólk-
inu Óttu og Stefáni Williamson. „Það
er hálfgerð geðveiki að vera búinn að
opna eina sýningu meðan maður er að
klára verk fyrir aðra, en svona er þetta
bara stundum,“ segir Hjalti.
Sýning Hjalta í Reykjavík Art Gall-
ery sem opnuð var á menningarnótt ber
heitið „And now for something comple-
tely different“, eða „Og nú yfir í eitt-
hvað allt annað“ og samanstendur af
fimmtán nýjum verkum í öðrum stíl
en listamaðurinn hefur tamið sér hin
síðari ár. „Hingað til hef ég að mestu
einbeitt mér að troðnum teiknimynda-
verkum í svipuðum stíl og Erró hefur
verið að gera, en hann hefur verið
mín helsta fyrirmynd í mörg ár. Fyrir
þessa sýningu langaði mig að breyta til
en jafnframt að halda þessum sterku
litum sem ég hef svo gaman af. Ég hóf
að kynna mér verk tveggja meistara,
Karls Kvaran og Þorvalds Skúlasonar,
tók formfræðina frá Karli og litafræði
Þorvaldar, og langaði til að sjá hvort
ég gæti lært þeirra tungumál, því hver
listamaður hefur sitt tungumál. Báðir
hafa þeir Karl og Þorvaldur fengist við
óáþreifanlega hluti eins og tilfinningar
en mig langaði til að sjá hvort ég gæti
látið þetta tungumál fjalla um kven-
líkamann. Allar myndirnar á sýning-
unni eru nektarstúdíur,“ útskýrir Hjalti
og bætir við að áherslubreytingin sé í
raun heilar 180 gráður frá því sem áður
var.
„Ég er ekki hættur í teikni myndunum
en það er gaman að ögra sjálfum sér
örlítið með nýjum áherslum og sanna
um leið að maður getur gert fleira en
að mála teiknimyndir,“ segir Hjalti að
lokum. kjartan@frettabladid.is
Kynnti sér tvo meistara
Listmálarinn Hjalti Parelius hefur opnað sína elleft u einkasýningu í Reykjavík Art Gallery.
Samhliða undirbýr hann opnun annarrar sýningar í Reykjanesbæ.
UPPTEKINN Hjalti Parelius hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda opnaði hann sýningu
um helgina og undirbýr aðra sem opnar 5. september.
Elskuleg systir okkar,
DAGBJÖRT GUÐRÍÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur frá Hergilsey,
lést á Hrafnistu, Boðaþingi 5, Kópavogi,
laugardaginn 17. ágúst sl. Útför hennar
fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
28. ágúst kl. 13.00.
Systkini hinnar látnu.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR
(DÚRA)
sjúkraliði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni
sunnudagsins 25. ágúst. Útförin verður gerð
frá Grafarvogskirkju mánudaginn
2. september kl. 13.00.
Þröstur Sigtryggsson
Margrét Þrastardóttir Sigurður Hauksson
Bjarnheiður Þrastardóttir Sigurjón Árnason
Sigtryggur Þrastarson
Þröstur Jóhannsson
Sigtryggur Sigurðsson
Rúna Björg Sigurjónsdóttir
Ellen Sigurjónsdóttir
Árni Sigurjónsson
Þröstur Sigtryggsson
Guðjón Sigtryggsson
Hlynur Sigtryggsson
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR
Skúlagötu 40, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 24. ágúst sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórarinn Gíslason Bryndís Benediktsdóttir
Guðný Gísladóttir Sigurgeir Guðmundsson
Guðmundur Ingi Gíslason Vigdís A. Gunnlaugsdóttir
Hrafnkell V. Gíslason Björg Eysteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR
(DÚNA)
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15.00.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
3. hæðar norður á hjúkrunarheimilinu Eir
fyrir ómetanlegan stuðning, hlýju og umönnun.
Þóra Kristinsdóttir Árni Ingólfsson
Guðrún Kristinsdóttir Jóhann Guðmundsson
Erna Kristinsdóttir Elías Bragi Sólmundarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BORGHILDUR SVANLAUG
ÞORLÁKSDÓTTIR
frá Veiðileysu,
lést á deild 3B, Hrafnistu Hafnarfirði,
föstudaginn 23. ágúst sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
María Sveinbjörnsdóttir Steen Jörgensen
Trausti Sveinbjörnsson
Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir Þórir Steingrímsson
Ásta Sveinbjörnsdóttir
Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir
Erla Sveinbjörnsdóttir Grétar Páll Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, systir,
mágkona og frænka,
ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR
frá Bakka á Seltjarnarnesi,
Suðurgötu 56, Siglufirði,
lést 12. ágúst sl. á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 31. ágúst
kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman
sem styrkir brjóstakrabbameinsrannsóknir,
www.gongum saman.is eða síma Krabbameinsfélagsins
540-1990.
Björn Jónasson
Rakel Björnsdóttir Thomas Fleckenstein
María Lísa Thomasdóttir Björn Thomasson
og aðstandendur hinnar látnu.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir,
afi og langafi,
FINNUR SVEINBJÖRN BJÖRNSSON
flugvirki,
Sléttuvegi 17,
sem lést föstudaginn 16. ágúst að
Droplaugarstöðum verður jarðsunginn
miðvikudaginn 28. ágúst frá Bústaðakirkju
og hefst athöfnin kl. 13.00.
Valdís Ella Finnsdóttir Jónas Ólafsson
Ólafur Jónasson Finnur Jónasson
Elvar Finnur Grétarsson Heiðar Kristján Grétarsson
Hannar Sindri Grétarsson Tindur Bergmann Heiðarsson
Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir og bróðir,
JÓN KRISTINSSON
Fannafold 119, 112 Reykjavík,
lést laugardaginn 24. ágúst á líknardeild
Landspítalans.
Sigríður Eysteinsdóttir
Eysteinn Sigurðsson Elísabet Árnadóttir
Pjetur Sigurðsson
Sólveig Kristinsdóttir
Faðir minn, sambýlismaður og bróðir,
FRIÐGEIR STEFÁNSSON
Guðrúnargötu 2,
lést 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskapellu 28. ágúst kl. 13.00.
Halldór Friðgeirsson
Marilene Ramos Pinto
Anna, Guðrún og Borghildur Stefánsdætur.
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu stuðning og vináttu vegna andláts
ástkærs sambýlismanns, föður, sonar,
bróður og tengdasonar,
PÁLS STEINDÓRS
STEINDÓRSSONAR
flugstjóra,
Pílutúni 2, Akureyri.
Sérstakar þakkir fá ættingjar, vinir, samstarfsmenn, Bílaklúbbur
Akureyrar, vélhjólamenn og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn
fyrir þá virðingu sem þeir sýndu honum
við útför hans.
Sigríður María Hammer
Guðný Birta Pálsdóttir
Sara Elísabet Pálsdóttir
Guðný Pálsdóttir Hafþór Rósmundsson
María Elísabet Behrend Bjarni Debess Hammer
systkini og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVAVAR BRAGI BJARNASON
Grænlandsleið 40, áður Villingaholti II,
er látinn. Jarðarförin auglýst síðar.
Lóa Svavarsdóttir Maniscalco Robert Maniscalco
Margrét Svavarsdóttir Magnús Narfason
Elvar Ingi Ágústsson
Guðmundur Gunnlaugsson
Hafdís Svavarsdóttir Emil Hilmarsson
Sigfús Bergmann Svavarsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi og afi,
DANÍEL HALLDÓRSSON
bifreiðastjóri og verslunarmaður,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 26. ágúst. Útförin verður
auglýst síðar.
Aðstandendur.
Hjartkær frænka okkar,
LÁRA JÓHANNESDÓTTIR
frá Herjólfsstöðum,
síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík,
lést á Hrafnistu föstudaginn 23. ágúst.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 30.
ágúst kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn, Jóhannes og Lárus Viggóssynir.