Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 21
AU G L Ý S I N G : K V I K K Þ J Ó N USTA N K Y N N I R Volkswagen hefur framleitt R-útgáfu af Golf-bílnum í háa herrans tíð, en þetta er alöflugasta gerð bílsins og ávallt mun öflugri en GTI-gerð hans. Nýr Golf R verður sýndur almenningi í bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir hálfan mánuð. Þetta er  órða kynslóð R-bílsins og nú með 296 hestafla vél sem aðeins hefur tveggja lítra sprengirými og er  ögurra strokka. Fyrsta kynslóðin var með 237 hestafla vél, önnur 247 og sú þriðja 261 hestafl. Því hefur aflaukningin á milli kynslóða aldrei verið meiri en nú, eða 35 hestöfl. Bíllinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið en eyðir samt bara 6,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 250 km/klst. Sem fyrr verður bíllinn með Haldex- órhjóladrifi , en það hafa allar kynslóðir hans verið. Hann má fá með sex gíra beinskiptingu eða sex gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Golf R stendur 2 sentimetrum neðar en hefðbundinn Golf, en aðeins 0,5 cm neðar en Golf GTI. Kaupendur geta valið á milli fallegra 18 og 19 tommu felga undir bílinn. Lítið er enn uppgefi ð um innra byrði bílsins en þó munu líklega bjóðast Nappa-leðursæti og Alcantara-klædd sæti. Nýr Golf R er 296 hestafla Bíllinn er fi mur í akstri og búinn alls kyns þægindum. Samkeppnis- aðilarnir Audi og BMW mættu að mati reynsluöku- manns fara að vara sig. manni kleift að sleppa stýrinu í nokkrar sekúndur í langakstri og bíllinn heldur teinréttri línu. Í heildina litið er þessi nýi E-Class bíll ferlega vel heppnaður bíll sem í grunnútfærslu kostar ekki svo ýkja mikið, eða 7.790.000 kr. Reynsluaksturs bíllinn með öflugari dísilvél og fjórhjóla- drifi er reyndar kominn upp í 10.080.000 kr. Samkeppnisbíl- arnir Audi A6 og BMW 5-línan mega vara sig á þessu ágæta útspili Mercedes Benz. Kvikk þjónustan er rótgróið fyrirtæki sem býður upp á alla almenna pústþjónustu auk minniháttar bílaviðgerða. Fyrirtækið var stofnað árið 1992 og fagnaði því 20 ára afmæli á síðasta ári. Sigurður Hall- dórsson, stofnandi, aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir fyrir- tækið þó fyrst og fremst sérhæfa sig í viðgerðum og þjónustu í tengslum við pústkerfi bifreiða. „Við bjóðum upp á fjöl- breytta þjónustu á þessu sviði og getum þjónustað alla hefðbundna fólksbíla, jeppa og breytta bíla.“ Að sögn Sigurðar á fyrir- tækið pústkerfi á lager fyrir flesta bíla og því geti starfsmenn þjónustað flesta bíl- eigendur bæði hratt og örugglega. „Yfir- leitt eigum við viðkomandi varahluti á lager hjá okkur. Það er helst með þessa stærri jeppa, suma ameríska og breytta bíla að við þurfum að sérsmíða fyrir þá.“ Góð tengsl við birgja Í þeim tilfellum sem þarf að sérsmíða lausnir eru varahlutir ekki til á landinu. „Það er ákveðið vandkvæði fólgið í því að vera með alla þessa flóru bíla á landinu. Þeir hafa ólíkar vélar og boddílag og yfir- leitt hver með sitt pústkerfi. Það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli upp á lager hald að gera. Síðan sýnist mér við Ís- lendingar vera með allar gerðir fjórhjóla- drifinna bíla sem hafa verið framleiddar. Það getur skapað vandamál því í sumum tilfellum er vandkvæðum bundið að fá varahluti í þá hér í Evrópu.“ Í þeim til- fellum þurfa starfsmenn Kvikk þjónust- unnar að sérsmíða lausnir en njóta góðs af birgjum sínum í Bretlandi og Portúgal. „Þeir eru viljugir til að taka til fram- leiðslu ný kerfi eftir sýnishornum sem við sendum þeim, sem hefur gengið vel upp hingað til og aukið framboð okkar.“ Stórir í innflutningi Kvikk þjónustan er auk þess stór aðili í innflutningi og endursölu á pústkerfum. „Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar gerðir bifreiða. Við flytjum inn kerfi frá Fabriscape í Portúgal og Euroflo og Klarius í Bretlandi. Þetta eru allt viður- kenndir framleiðsluaðilar í Evrópu og gæðavörur. Auk þess erum við að byggja upp lager af ballanstangarendum, stýris- endum, spindilkúlum og spyrnum. Einnig má nefna að við seljum svo kallaða TPMS skynjara (e. tyre pressure monitor system) og tölvur til að forrita þá fyrir dekkjaverk- stæði. Einnig er hægt að kaupa skynjara hjá okkur sem við forritum í viðkomandi bíl eftir gamla skynjaranum.“ Viðskiptavinir geta sjálfir pantað púst- viðgerðir á heimasíðu Kvikk þjónustunnar, á www.kvikk.is, og valið þann tíma sem hentar þeim best. Allar nánari upplýsingar má finna á www.kvikk.is. GÓÐ GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Í FARARBRODDI Þegar kemur að sérhæfingu í viðgerðum og þjónustu í tengslum við pústkerfi búa fáir yfir jafnmikilli reynslu og starfsmenn Kvikk þjónustunnar. Fyrirtækið hefur tvær starfsstöðvar, eina í Reykjavík og aðra minni í Hafnarfirði. Reynslumiklir starfsmenn Kvikk þjónustunnar, Hörður Ottó Friðriksson til vinstri og Arnar Sigurðs- son. MYND/GVA Arnar Sigurðsson, einn eigenda fyrirtækisins, lítur undir bíl viðskiptavinar. Brynjar Gylfason er  ær. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 327. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR ● Ytra sem innra útlit ● Akstursgeta ● Lítil eyðsla ● Hávær dísilvél ● Hegðun aflstýris ● Sóllúga of aftarlega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.