Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 23
 | FÓLK | 3HEILSA ARNA MARÍA SMÁRADÓTTIR Hvernig leið þér áður en þú fórst í detox? Ég var ósátt við sjálfa mig og komin á þann stað að ég varð að gera eitthvað. Ég átti erfitt með að tileinka mér heilbrigð- ari lífsstíl og burðaðist með þungar byrðar lífsreynslu sem ég er enn að vinna úr. Lífið þaut áfram og mér fannst ég vera að missa af því. Ég var með verki um allan líkamann, var hætt að þola nána snertingu og alltaf þreytt. Á andlega sviðinu lék ég leikrit út á við; var glaða Pollýanna sem alltaf sýndi brosið en reið og döpur hið innra. Ég hafði litla stjórn á tilfinningum mínum og var iðulega illa haldin af mígreni. Hefur þú einhverja sjúkdóma? Ég er með vefjagigt og nánast alla hennar fylgikvilla; síþreytu, þunglyndi og mígreni. Breyttist lyfjanotkun í kjölfar detox-með- ferðar? Já, ég hef tekið verkja- og mígrenilyf í ára- raðir og flogaveikislyf vegna vefjagigtar. Einnig þunglyndislyf. Ég var ákveðin í að minnka eða hætta á lyfjunum áður en ég fór með Jónínu til Pól- lands og minnkaði lyfjainntökuna smátt og smátt. Mér leið strax betur og er lyfjalaus í dag. Lærðirðu mikið af þessari reynslu? Ég lærði fyrst og fremst að vera sátt við sjálfa mig. Í dag líður mér dásamlega, ég hreyfi mig á hverjum degi og borða eingöngu það sem ég má. Svefninn er góður og ég vakna úthvíld. Það var áskorun að fara ein til Póllands en mér kom á óvart hve hugarfarið breyttist fljótt. Ég fann viljann til að taka til í eigin lífi, læra að hlusta á líkamann og hjálpa honum að lækna sig, en einnig að lifa í núinu og njóta þess vera ég sjálf, sátt í eigin skinni. Hvað tókstu með þér heim eftir detox-með- ferðina? Ég er nýkomin heim eftir tveggja vikna dvöl í Póllandi þar sem ég hreinsaði líkama, huga og sál með ótrúlegri konu sem var ávallt til staðar, stóð þétt við bakið á sínu fólki, gaf því góð ráð og hvatti það til að lifa fyrir daginn í dag. Ég kom heim allt önnur kona; fimm kílóum léttari, laus við verki, mígreni og þreytu. Í dag tek ég engin lyf og er að kynnast tilfinningum mínum upp á nýtt. Ég er lif- andi sönnun þess að detox-meðferðin virkar. ÁSTHILDUR BJ. SNORRADÓTTIR Hvernig leið þér áður en þú fórst í detox? Áður en ég fór í meðferðina var ég eigin- lega komin í þrot. Síðasta ár hafði verið mjög erfitt vegna persónulegra aðstæðna og mikils álags, sem hafði þau áhrif að ég þyngdist mikið og streita olli því að ég átti erfitt með svefn og ég var með mikla vöðvabólgu og sogæðabólgu. Þetta hafði auðvitað líka mikil áhrif á andlega líðan. Hefur þú einhverja sjúkdóma? Það er mikið um hjartasjúkdóma í minni fjölskyldu og ég var komin með hækkaðan blóðþrýsting og er á blóð- þrýstingslyfjum. Breyttist lyfjanotkun í kjölfar detox-með- ferðar? Blóðþrýstingur lækkaði mikið og ég gat minnkað notkun á blóðþrýstingslyfjum. Ég hafði líka tekið inn svefnlyf en hætti því alveg í meðferð- inni. Einnig léttist ég um rúmlega sjö kíló og vöðva- bólga og sogæðabólga lagaðist mikið. Lærðirðu mikið af þessari reynslu? Ég lærði um mikilvægi þess að hugsa betur um sjálfa mig og leggja meiri áherslu á slökun, rétt mataræði og hreyfingu. Auðvitað vissi ég mikið um þetta áður en meðferðin í Póllandi hjálpaði mér að ná betri tökum á lífi mínu, læra slökun og gerði mér ljóst mikilvægi þess að hreyfa mig á hverjum degi, rækta mig andlega og hugsa jákvætt. Hvað tókstu með þér heim eftir detox-með- ferðina? Ég tók með mér vitund um það að við erum það sem við borðum og hrein fæða er það besta sem við setjum ofan í okkur. Einnig að ég þarf að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu og get haft mikil áhrif á heilsu mína og vellíðan með réttum ákvörðunum varðandi lífsstíl og andlega vellíðan. Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í detox-meðferðinni og nú er bara að halda áfram með breyttan lífsstíl þannig að árangurinn sem ég náði verði viðvarandi. ÁRANGUR FYRIR LÍKAMA OG SÁL DETOX JÓNÍNU BEN KYNNIR Á hausti og vetri komanda stendur Jónína Ben fyrir lúxus detox- og dekurmeðferðum í samvinnu við heimilislækni á Hótel Örk í Hveragerði og í Gdansk í Póllandi. Árangurinn er einstakur eins og vitni bera vott um. JÓNÍNA BEN Margir upplifa ýmis óþægindi eða jafnvel langtímaveikindi án þess að vita af hverju þau stafa. Oft er um fæðuóþol að ræða. Boðið verður upp á óþolsmælingar sem hjálpa fólki að þekkja og finna hvaða fæðu- tegundir hafa slæm áhrif á heilsu og líðan. Þessar mælingar hafa hjálpað mörgum að losna við höfuðverk, þembu, þreytu, svefn- leysi og fleira sem engar skýringar eru á, en þó sér í lagi vefjagigt og bólgur. ÓÞOLSMÆLINGAR MEÐ BLÓÐSÝNI DETOX 2013 OG 2014 13.-27. september á Hótel Örk 15.-29. nóvember á Hótel Örk 3.-17. janúar á Hótel Örk 14.-28. febrúar á Hótel Örk 12.-26. apríl páskaferð til Gdansk, Póllandi 24. maí til 7. júní, Gdansk, Póllandi (unglingahópur) 24. maí til 7. júní, Gdansk, Póllandi 23. ágúst til 6. september, Gdansk, Póllandi 15.- 29. nóvember á Hótel Örk Skráning hjá joninaben@nordic- health.is eða í síma 8224844 Æ FLEIRI FÁ FRÍA TANNLÆKNAÞJÓNUSTU Samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi 15. maí síðastliðinn. Markmið samningsins er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Tannlæknaþjónusta barna verður innleidd í áföngum. Í upphafi tók samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna. Þann 1. september munu 3, 12, 13 og 14 ára börn bætast við. Í áföngum munu öll börn falla undir samninginn. Þau börn sem samningurinn tekur ekki strax til eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Samningurinn mun aftur á móti taka til allra barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki undir aldursmörk samningsins á hverjum tíma. S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Opið hús kynningarvika 27.-31. ágúst 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. Skráning í síma 553 82825 helstu ástæður þess að iðka heilsu qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þar sem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.