Fréttablaðið - 27.08.2013, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2013 | MENNING | 23
Fimm vikur eru í að tíunda RIFF-hátíðin
(Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykja-
vík) hefjist. Hátíðin hefst fimmtudaginn 26.
september og lýkur tíu dögum síðar, sunnu-
daginn 6. október.
Fjölmargar nýjar myndir af öllum
stærðum og gerðum, bæði leiknar og heim-
ildarmyndir, verða á dagskrá. Tíu myndir
hafa verið staðfestar á hátíðina. Á meðal
þeirra eru hin gríska Miss Violence,
sem er hrollvekjandi og hárbeitt drama,
Mistaken for Strangers, sem fjallar um Tom
Bernigner, söngvara hljómsveitarinnar
The National, og bróður hans á tónleika-
ferðalagi, og myndin My Afghanistan – Life
in the Forbidden Zone, sem sýnir almenna
afganska borgara kvikmynda líf sitt á
þriggja ára tímabili.
Miðasalan á hátíðina er hafin á Riff.is.
Hátíðarpassi sem gildir á allar hefðbundnar
kvikmyndasýningar RIFF kostar 9.500 kr
en klippikort sem gildir á átta sýningar og
hægt er að deila kostar 8.000 kr.
Tíu myndir staðfestar á RIFF-hátíðina
Fimm vikur eru í að tíunda RIFF-hátíðin verði haldin í Reykjavík. Fjölbreytt úrval mynda að venju.
MISTAKEN FOR STRANGERS
Myndin fjallar um Tom Berninger úr The National og
bróður hans á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar.
Kevin Spacey hefur varað yfir-
menn sjónvarpsstöðva við því að
iðnaðurinn muni hrynja ef þeir
gefa fólki ekki tækifæri til að
horfa á sjónvarpsþætti hvenær
sem það vill.
Óskarsverðlaunahafinn var
ræðumaður á alþjóðlegri sjón-
varpsráðstefnu í Edinborg þar sem
hann lét þessi orð falla. Spacey
sagðist óttast að sjónvarpsiðnaður-
inn hljóti sömu örlög og tónlistar-
iðnaðurinn og tapa gríðarlegum
fjármunum, nema hann aðlagist
markaðinum. „ Áhorfendurnir vilja
stjórna sjálfir, þeir vilja frelsið.
Sjónvarpsstöðvar sem hunsa
þessar óskir munu dragast aftur
úr. Og ef þær vilja ekki hlusta á
þessar viðvörunarraddir munu
áhorfendur þróast hraðar áfram
en þær,“ sagði hann. „Látið fólkið
fá það sem það vill, þegar það vill
og í því formi sem það vill. Ef
verðið fyrir það er sanngjarnt er
fólkið líklegra til að borga fyrir
það í staðinn fyrir að stela því.“
Fólkið verður
að ráða
KEVIN SPACEY Leikarinn var ræðu-
maður á sjónvarpsráðstefnu í Edinborg.
Ástralska fyrirsætan Robyn
Lawley segir slagorðið „alvöru
konur eru með ávalar línur“ vera
niðrandi og neikvætt.
„Þetta slagorð er mjög ósann-
gjarnt gagnvart grannvöxnum
konum, líkt og systur minni. Að
kalla grannar konur ljótar er
engu réttlætanlegra en að kalla
feitar konur ljótar. Mér finnst
öll þessi umræða um þyngd ýta
undir útlitsáráttu kvenna. Hvað
með að ræða frekar um gáfna-
far og styrk kvenna? Við eigum
að taka á launamismun og öðru
óréttlæti. Þess í stað er endalaust
verið að hamra á því að konur séu
annaðhvort ekki
nógu grannar
eða of grann-
ar,“ sagði
fyrirsætan
í viðtali
við The
Guardian.
Vill umræðu
um gáfnafar
kvenna
ÓSÁTT
Robyn
Lawley er
þreytt á
umræðu
um þyngd
kvenna.
NORDIC-
PHOTOS/GETTY
ÞJÓÐLEIKHÚSKORT
Á VILDARKJÖRUM
Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort
Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum.
Veldu þér fjórar sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins
og settu þær á Leikhúskortið þitt.
Almennt kort 11.900 kr. – fullt verð er 13.900 kr.
Ungmennakort fyrir 25 ára og yngri 5.900 kr. – fullt verð er 7.900 kr.
Gildir á sýningar á miðvikudögum.
Afslátturinn gildir ef greitt er með greiðslukorti frá Arion banka.
Gildir til og með 4. september nk.
Leikhúskortin fást í miðasölu Þjóðleikhússins. Miðasalan er opin alla
daga milli 12 og 18 og síminn er 551 1200.
Þú finnur allt um efnisskrána á leikhusid.is