Fréttablaðið - 20.09.2013, Qupperneq 4
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
1.400.000 kvik-mynda-
húsagestir sóttu almennar
sýningar íslenskra kvikmynda-
húsa á árinu 2012.
Það jafngildir því að hver landsmaður
hafi 4,5 sinnum sótt kvikmyndasýn-
ingar á árinu. Heimild: Hagstofa Íslands.
VARNARMÁL „Þau kusu að koma
ekki inn og það er þeirra val,“ sagði
Knud Bartels, formaður hermála-
nefndar NATO, um hóp mótmæl-
enda sem beið fyrir utan Norræna
húsið í gær þegar hann kom þang-
að til að flytja fyrirlestur um stöðu
og þróun Atlantshafsbandalagsins.
Hann gaf sig á tal við hópinn og
bauð honum að koma inn að hlusta
á fyrirlesturinn og taka þátt í
umræðum.
Hann segir Nato vera opin,
gegnsæ og ábyrg samtök: „Þess
vegna finnst mér fullkomlega eðli-
legt að sýna mótmælendum virð-
ingu og bjóða þeim til þátttöku í
umræðum,“ sagði hann við Frétta-
blaðið. „Það er vegna þess að nýjar
hugmyndir og ný sjónarmið mót-
ast með því að hlusta á þá sem eru
ósammála manni.“
Einn aðstoðarmanna hans, Dan
B. Termanson, gaf sig einnig á tal
við talsmann mótmælenda og segist
hafa átt góðar samræður við hann.
Bartels kom víða við í fyrir-
lestri sínum og svörum við spurn-
ingum úr sal, ræddi meðal ann-
ars um vandamál sem koma upp
vegna hlutverkaskiptingar milli
herstjórnarvalds annars vegar
og borgaralegra stjórnvalda hins
vegar. Þá sagði hann að margvís-
legir erfiðleikar stöfuðu af óljósri
hlutverkaskiptingu milli NATO,
Evrópusambandsins og Sameinuðu
þjóðanna.
Hvað varðar Sýrland og hugsan-
lega aðild NATO að hernaðarað-
gerðum þar tók hann fram í stuttu
spjalli við Fréttablaðið að engin
áform væru um slíkt af hálfu
NATO. „Við höldum auðvitað áfram
að fylgjast mjög vandlega með
ástandinu. Verði óskað eftir frek-
ari aðgerðum mun það ekki gerast
fyrr en NATO-ráðið hefur skoðað
það mjög vandlega.“
Hann sagði engan vafa leika á
því að miklar breytingar væru í
vændum á norðurskautinu vegna
loftslagsbreytinga. Þetta myndi
örugglega hafa mikil áhrif á
öll ríki norðurskautssvæðisins.
„Mörg þessara ríkja eru aðildar-
ríki NATO, sum ekki. En frá sjónar-
hóli NATO viljum við fylgjast með
því hvað aðildarríkin eru að gera.“
Hann sagði NATO tilbúið til að
veita aðildarríkjunum aðstoð en sá
ekki fyrir sér neitt virkt hlutverk
fyrir bandalagið á norðurslóðum.
gudsteinn@frettabladid.is
Segir NATO fylgjast
með norðurslóðum
Knud Bartels sér ekki fyrir sér að NATO hafi miklu hlutverki að gegna á norður-
slóðum á næstunni. Hann segir NATO vera opin og gegnsæ samtök. Þess vegna
hafi hann boðið mótmælendum að taka þátt í samræðum, sem ekki var þegið.
BAUÐ MÓTMÆLENDUM INN TIL VIÐRÆÐNA Danski herforinginn Knud Bartels
ræddi um NATO í Norræna húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Knud Bartels hefur verið formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) frá ársbyrjun 2012.
Bartels er danskur, fæddur árið 1952, og gekk í danska herinn árið 1972.
Starfsferill hans hefur að mestu verið innan danska hersins, þar sem hann
hækkaði í tign jafnt og þétt með árunum.
Frá 2009 til 2011 var hann yfirmaður danska heraflans og helsti
hernaðarráðgjafi dönsku stjórnarinnar.
Knud Bartels og hermálanefnd NATO
STJÓRNSÝSLA „Garðabær hefur
fullan hug á að semja við fyrir-
tækið Sinnum um áframhaldandi
starfsemi fyrirtækisins í Holtsbúð
87,“ segir Guðfinna B. Kristjáns-
dóttir, upplýsingastjóri Garða-
bæjar, í tilefni fréttar Fréttablaðs-
ins um fyrirhuguð kaup bæjarins á
Holtsbúð 87 af St. Jósefssystrum.
Kaupin eiga að verða er húsa-
leigusamningur við hjúkrunar- og
heimaþjónustufyrirtækið Sinnum
ehf. rennur út í mars 2014. „Garða-
bær leigir nú húsið af St. Jósefs-
systrum og framleigir hluta þess
til Sinnum. Engin áform eru um
annað en að endurnýja leigusamn-
ing við fyrirtækið eftir að Garða-
bær verður eigandi hússins svo
það geti haldið áfram starfsemi
sinni í húsinu,“ segir Guðfinna. - gar
Notkun ekki breytt við kaup:
Aldraðir áfram
í Holtsbúð 87
HÚS ST. JÓSEFSSYSTRA Verður áfram
hjúkrunarheimili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÞORLÁKSHÖFN
Ekki opið fram á nótt
Vegna andstöðu íbúa í nágrenninu
hefur bæjarráð Ölfuss synjað veitinga-
staðnum Viking-pizza í Þorlákshöfn
um að lengja afgreiðslutímann og hafa
opið til eitt á nóttunni virka daga og til
klukkan þrjú um helgar.
VESTMANNAEYJAR
Slæmt ástand útilistaverka
Ástand og viðhald útilistaverka Vest-
mannaeyjabæjar er sagt ekki gott.
Menningarfulltrúi og tæknideild
bæjarins munu meta ástandið og þörf
á hugsanlegum úrbótum.
DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í
gær dóm héraðsdóms yfir Aroni
Karlssyni, úr tveggja ára fangelsi
í tvö og hálft, fyrir fjársvik við
söluna á stórhýsi við Skúlagötu til
kínverska ríkisins. Þar er sendiráð
Kínverja nú til húsa.
Aron var fundinn sekur um að
hafa blekkt banka sem áttu veð
í húsinu með því að kynna þeim
falskt tilboð og láta þá aflétta veð-
böndum, þegar annað mun hærra
tilboð frá Kínverjunum lá fyrir. - sh
Tveggja og hálfs árs fangelsi:
Dómur yfir
Aroni þyngdur
SAMGÖNGUR Mikill meirihluti
landsmanna, eða 80 prósent, vill
að Reykjavíkurflugvöllur verði
áfram í Vatnsmýrinni, þetta
kemur fram í nýrri skoðana-
könnun MMR. Á landsbyggðinni
sögðust níu af hverjum tíu vilja
óbreytt ástand og átta af hverjum
tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu
utan Reykjavíkur vildu að völlur-
inn yrði áfram í Vatnsmýri.
Heldur færri, eða sjö af hverj-
um tíu íbúum, í Reykjavík sögð-
ust vilja að völlurinn yrði áfram
á sama stað. Afstaða kynjanna til
málsins er ólík, 76 prósent karla
svöruðu játandi en 87 prósent
kvenna. 942 tóku þátt í könnun-
inni. Þar af tóku tæplega 90 pró-
sent afstöðu. - jme
Mikill meirihluti sammála:
Vilja ekki flytja
flugvöllinn
ÞYNGRI DÓMUR Aron fékk tvö ár í hér-
aði en Hæstiréttur taldi það ekki nóg.
STJÓRNMÁL „Vonandi sé ég ykkur
og peningana ykkar á Íslandi,“
sagði Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra og upp-
skar hlátur í lok erindis síns á
Iceland Investment Forum á hótel
Waldorf Hilton í London í gær.
Á ráðstefnunni var til umfjöll-
unar fjárfestingar- og efnahags-
umhverfið á Íslandi í dag. Að
sögn Sigmundar er ríkisstjórnin
samhent í að bæta fjárfestingar-
umhverfi landsins þannig að auka
mætti erlenda fjárfestingu. - óká
Forsætisráðherra í London:
Uppskar hlátur
ráðstefnugesta
STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn í Reykjavík ætla að halda
prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor,
16. nóvember næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í borginni í gærkvöldi.
Flokksmenn hafa síðustu daga deilt um hvernig ætti
að raða á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Stjórn
Varðar hafði ákveðið að láta kjósa um tvær leiðir, leið-
togaprófkjör og hefðbundið prófkjör.
Til að ná sáttum var ákveðið að falla frá hugmynd-
um um leiðtogaprófkjör og halda þess í stað hefðbundið
prófkjör. Í því munu flokksfélagar velja með hefðbundn-
um hætti fulltrúa í sæti á framboðslista. Kjörnefnd sér
síðan um að velja aftari sæti listans líkt og venja hefur
verið. - jme
Sjálfstæðismenn í Reykjavík falla frá hugmyndum um leiðtogaprófkjör:
Prófkjör um miðjan nóvember
ÞÉTT SETIÐ Á meðal þeirra sem mættu til fundarins
voru Kjartan Gunnarsson og ráðherrarnir Illugi Gunnars-
son og Hanna Birna Kristjánsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Veðurspá
Sunnudagur
Fremur hægur vindur
HAUSTLEG HELGI Úrkoma einkum á NV-verðu landinu á morgun en bjart SA- og
A-til. Vindur fremur hægur og snýst í norðanátt á sunnudag. Hiti 2-10 stig.
8°
3
m/s
8°
6
m/s
7°
6
m/s
7°
12
m/s
Á morgun
3-8 m/s
Gildistími korta er um hádegi
8°
7°
7°
6°
4°
Alicante
Basel
Berlín
27°
22°
14°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
16°
17°
17°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
17°
17°
26°
London
Mallorca
New York
17°
27°
25°
Orlando
Ósló
París
31°
17°
21°
San Francisco
Stokkhólmur
19°
16°
6°
4
m/s
8°
3
m/s
10°
4
m/s
8°
6
m/s
7°
5
m/s
9°
5
m/s
2°
6
m/s
8°
4°
5°
10°
7°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Jólaferð til Parísar
5. - 8. desember
Fararstjóri: Laufey Helgadóttir
Verð: 109.900 kr.
á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Komdu með í skemmtilega jólaferð
til Parísar, ljósadýrð aðventunnar
er töfrandi á þessum tíma og mikil
jólastemning er um alla borg.