Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 8

Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 8
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ➜ Hefur þú einhvern tíma notað kannabisefni? ➜ Hefur þú neytt kannabisefna reglulega? ➜ Hversu oft hefur þú neytt kannabisefna í ár? Já 35,9% Nei 64,1% Já 6,5% Aldrei prófað 64,1% Nei 29,4% 10-19 sinnum 0,4% 20-39 sinnum 3,1% 1-2 sinnum 11,5% 6-9 sinnum 1,4% 3-5 sinnum 1,9% Aldrei 81,7% KANNABISNEYSLA Á ÍSLANDI Lau. 28. sept. 2013 » 14:00 Lau. 28. sept. 2013 » 16:00 Jóhann G. Jóhannsson Tónlist úr Skilaboðaskjóðunni Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigríður Thorlacius og Örn Árnason söngvarar Gradualekórar Langholtskirkju Jón Stefánsson kórstjóri Heillandi, litrík og fjörug tónlistin úr ævintýrasöng- leiknum Skilaboðaskjóðunni verður flutt á upphafstón- leikum Litla tón sprotans. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í nóvem- ber 1993 og fékk fádæma góðar viðtökur. Tónlistin hefur lifað sjálfstæðu lífi utan leikhússins og verður nú flutt í nýrri útsetningu tónskáldsins fyrir Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Skilaboðaskjóðan Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 Save the Children á Íslandi Rúmlega þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 67 hefur prófað kannabisefni á lífsleiðinni, samkvæmt nýrri könnun. Fáir teljast þó til virkra reglulegra neytenda. ➜ Önnur efni ➜ Áfengisneysla síðustu 30 daga Amfetamín 10,8% Kókaín 8,8% Sveppi 6% E-pillu 5% LSD, sýru 2,4% Annað 0,9% Hef aldrei prófað þessi efni 86,6% Drekk ekki 17% Bjór 61,6% Léttvín 55,6% Sterkt 28,9% Heimabrugg 4,3% ➜ Viðhorf til lögleiðingar kannabisefna ➜ Hversu líklegt er að þú munir prófa kannabisefni ef þau verða leyfð með lögum? 2003 Hlynnt/ur Í meðallagi Andvíg/ur 9,3% 3,5% 87,2% Hlynnt/ur Í meðallagi Andvíg/ur 11,3% 10,7% 78% Líklegt Hvorki né Ólíklegt 2,6% 2,6% 94,7% 2003 Líklegt Hvorki né Ólíklegt 4,5% 4,7% 90,7% 20122012 Nokkuð hefur dregið úr andstöðu við lögleiðingu kannabisefna frá því að spurt var um sama efni árið 2003. Rúmlega 13 prósent svarenda segjast hafa prófað önnur vímuefni en kannabisefni, sem er nokkur aukning frá könnuninni árið 2003. Flestir hafa prófað amfetamín. Rúmlega 80 prósent svarenda könnunarinnar segjast hafa drukkið áfengi á síðustu 30 dögum. HEILBRIGÐISMÁL Rúm 80 prósent þeirra sem einhvern tíma hafa neytt kannabisefna neyttu þeirra ekki á síðustu tólf mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Mask- ína gerði fyrir Landlæknisembætt- ið í lok síðasta árs og greint var frá í talnabrunni þess í gær. Í úrtakinu var alls 1.751 einstak- lingur á aldrinum 18-67 ára af öllu landinu. Svarhlutfall var 58,3%. Samkvæmt könnuninni hefur rúmur þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna, sem er aukning upp á um ellefu prósentustig frá árinu 2003. Sveinbjörn Kristjánsson, sér- fræðingur hjá Landlækni, segir að þrátt fyrir þá aukningu sé margt jákvætt að finna í könnuninni. „Það sem kemur okkur hvað mest á óvart er að af þessum 35 pró- sentum sem hafa neytt kannabis- efna einhvern tímann hafa fæstir notað þessi efni á síðustu tólf mán- uðum og eru þar af leiðandi hættir neyslu. Af hinum sem eftir standa hafa langflestir bara prófað einu sinni eða tvisvar síðasta ár og þá erum við með 3-4 prósent sem hafa prófað efnin tuttugu sinnum eða oftar.“ Sveinbjörn segir að samkvæmt þessum tölum megi sjá að hópur fólks sem notar kannabisefni reglu- lega yfir langan tíma sé ekki ýkja stór og standi í stað milli kann- ana. Það sem geti meðal annars skýrt stökkið úr 25% yfir í 36% er að í fyrri úrtökum hafi verið fólk af kynslóðum sem komust aldrei í snertingu við kannabisefni. Sveinbjörn segir að þessi staða sem birtist í könnunum gefi aðra mynd en opinber umræða, þar sem mikið er rætt um sprengingu í notk- un kannabisefna hér á landi. „Þau gögn sem við höfum sýna okkur að kannabisneysla hefur held- ur dalað í grunnskólunum síðustu ár, þrátt fyrir að umræðan gefi til kynna að allt sé að fara á versta veg. Það er nefnilega mjög mikilvægt að gera ekki of mikið úr þessu og tala eins og allir séu að reykja þessi efni því að þá er maður að „normal- ísera“ ástandið og það er hættulegt í sjálfu sér. Ef unglingar fá það á til- finninguna að allir séu að prófa eru þeir líklegri til þess að prófa.“ Sveinbjörn segist alls ekki vera að gera of lítið úr ástandi mála en besta leiðin til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist út í neyslu sé að koma betri upplýsingum til fag- fólks, þar á meðal kennara, og for- eldra sem svo geti rætt málin við börn og unglinga. „Krakkarnir eru skynsamir og hlusta ekki á neinn hræðsluáróður. Þeir vilja upplýsingar og að full- orðna fólkið í kringum þá geti talað við þá um kannabis. Til þess að það sé hægt þurfa foreldrar að geta rætt um málin á skynsamlegan hátt. Það þarf ekkert að mála skrattann á vegginn,“ segir Sveinbjörn. thorgils@frettabladid.is 35% Íslendinga hafa prófað kannabis Ný könnun á kannabisneyslu Íslendinga sýnir að rúmur þriðjungur landsmanna upp að 67 ára hefur neytt slíkra efna á ævinni. Sérfræðingur hjá Landlækni sér hins vegar jákvæð teikn. Mikilvægt sé einnig að gera ekki of mikið úr vandanum. Krakk- arnir eru skynsamir og hlusta ekki á neinn hræðslu- áróður. Þau vilja upplýsing- ar og að fullorðna fólkið í kringum þau geti talað við þau um kannabis. Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.