Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. september 2013 | FRÉTTIR | 13
Fylgi
Gullin dögun fékk sjö prósent
atkvæða í síðustu kosningum, sem
haldnar voru sumarið 2012, og er
með 18 fulltrúa á gríska þjóð-
þinginu.
Samkvæmt skoðanakönnunum
hefur fylgið verið að styrkjast
jafnt og þétt og mælist nú allt upp
í 17 prósent. Gullin dögun gæti
því orðið þriðji stærsti stjórnmála-
flokkur Grikklands yrði gengið til
kosninga á næstunni, setji morðið
á Fissas ekki strik í þann reikning.
Stefna
Gullin dögun er flokkur harð-
skeyttra þjóðernissinna sem vilja
losa Grikkland við útlendinga
til að verja gríska þjóð gegn því
að blandast aðkomufólki. „Við
berjumst fyrir Grikklandi sem til-
heyrir Grikkjum,“ segir í stefnu-
skrá flokksins.
Forystumenn Gullinnar dögunar
hafna sjálfir öllum tengslum við
nasisma en fjölmiðlum og fræði-
mönnum ber saman um að skyld-
leikinn sé það mikill að undan
þessari tengingu verði ekki vikist.
Aðferðir
Aðferðir flokksmanna minna
töluvert á aðferðir þýskra nasista
á millistríðsárunum. Liðsmenn
Gullinnar dögunar hafa ítrekað
orðið uppvísir að ofbeldi gegn
útlendingum, minnihlutahópum
og pólitískum andstæðingum
sínum.
Þeir sjást iðulega ganga um
götur vopnaðir bareflum og
ógna hverjum þeim sem hefur
útlenskulegt útlit eða vogar sér
að mótmæla orðum þeirra
eða gjörðum. Þeir hafa valdið
meiðslum og eignaspjöllum.
GULLIN DÖGUN
ER ÞRIÐJI STÆRSTI
FLOKKURINN
VÍGALEGUR Liðsmaður Gullinnar
dögunar stendur í fylkingarbroddi sam-
flokksmanna sinna.
NJÓTTU VEL MEÐ HIMNESKRI HOLLUSTU
Náðu þér í frítt veglegt uppskriftahefti við vörulínu
Himneskrar Hollustu í öllum helstu matvöruverslunum.
Yggdrasill heildsala | yggdrasill.isHeilbrigð skynsemi
Byrjaðu daginn á
Himneskri Hollustu
DÓMSMÁL Pillar Securitisation,
þrotabú Kaupþings í Lúxemborg,
hefur að sögn belgískra fjölmiðla
krafið knattspyrnumanninn Eið
Smára Guðjohnsen um fimm millj-
ónir evra, eða um 811 milljónir
króna.
Belgíski fjölmiðillinn De
Morgen greindi frá því í gær að
skuldin væri vegna lána sem Eiður
Smári tók vegna fjárfestinga hér
á landi á árunum fyrir efnahags-
hrunið.
De Morgen segir að þrotabú
bankans hafi hvatt Eið til að greiða
skuldina en að tilraunir þess efnis
hafi ekki skilað árangri.
Málið er sagt hafa tekið nýja
stefnu í janúar á þessu ári þegar
Eiður hóf að spila fyrir belgíska
knattspyrnufélagið Club Brugge.
Þá gat bankinn dregið málið fyrir
belgíska dómstóla, sem gerðu
Eiði skylt að greiða hluta af laun-
um sínum hjá Club Brugge upp í
skuldina.
Forsvarsmenn Club Brugge
segja í viðtali við De Morgen að
Eiður hafi verið fórnarlamb falls
Kaupþings banka. - hg
Þrotabú Kaupþings í Lúxemborg sagt fá hluta af launum Eiðs Smára:
Eiður krafinn um 800 milljónir
LIÐSMAÐUR CLUB BRUGGE Eiður er
sagður greiða hluta af launum sínum
upp í skuldina. NORDICPHOTOS/GETTY
DANMÖRK Dönsk sveitarfélög
geta sparað sér jafngildi tuga
milljarða íslenskra króna með því
að nota nútímatækni við fundar-
höld. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu frá ráðgjafafyrirtæki
einu sem DR segir frá.
Þar segir að sveitarfélögin
verji um 140 milljörðum íslenskra
króna til fundarhalda. Meðal
annars fara drjúgar fjárhæðir í
ferðalög milli fundastaða, sem
mætti koma í veg fyrir með því að
nýta sér fjarfundabúnað. - þj
Bruðl í danskri stjórnsýslu:
Tugmilljarðar
til spillis í fundi