Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 16
20. september 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteignasali
Verð: 38,9 millj.
Nánari upplýsingar veitir
Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi
jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958
Hvassaleiti 58
VR blokkin
Glæsileg 4ra herbergja
Endaíbúð á 6.hæð
Afþreying
Þjónusta innanhúss
Frábær staðsetning
103 Reykjavík
63+
Lokka að fjárfestingu
„Ríkisstjórn mín skilur að kraftmikið
viðskiptalíf og iðnaður eru undir-
staða vaxtar og velferðar.“ Þetta sagði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra í ræðu á fjárfestinga-
ráðstefnu í Lundúnum í gær og vísaði
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Í niðurlagi ræðunnar sagðist hann
vonast til þess að sjá þá hugsanlegu
fjárfesta sem á hlýddu (og
peningana þeirra) á Íslandi.
Sjá á eftir fólki og fyrir-
tækjum
Hins vegar skýtur eilítið
skökku við að sama dag
skuli Svana Helen
Björnsdóttir, for-
maður Samtaka
iðnaðarins,
rita grein í Fréttablaðið þar sem hún
talar um vaxandi fjölda þeirra fólks
og fyrirtækja í tækni- og hugverka-
iðnaði sem flýja aðstæður hér á landi.
„Þessari þróun þarf að snúa við,“
segir Svana. „Við höfum þegar tapað
allt of mörgum fyrirtækjum og allt of
mörgum dýrmætum einstaklingum
úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa
gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur
er á alþjóðamarkaði, sam-
keppnishæft starfsumhverfi
og virk tengsl við helstu
markaðssvæði.“ Það er
vonandi að flóttafólk-
ið hafi heyrt ræðu
Sigmundar og snúi
umsvifalaust aftur
heim.
„… ekkert á móti múslímum …“
Borgarráð samþykkti í gær að úthluta
Félagi múslíma á Íslandi lóð undir
mosku. Sú ákvörðun var ekki tekin í
flýti. Fjórtán ár eru síðan trúfélögum
í borginni var lofað lóðum en fyrir
einhverjar sakir hefur mál múslíma
tafist miklu lengur en annarra hópa.
Hvernig ætli standi á því? Ég er ekki
að saka alla þá sem hafa dregið fætur
í þessu máli um mismunun, en … hins
vegar hefur umræðan um hugsanlega
mosku opinberað ákveðinn tendens
í almennri orðræðu sem er ef til
vill best lýst með frasanum „ég hef
ekkert á móti múslimum en…“ Nú
ætti þessi skemmtilega lítt-víðsýni
(og óþægilega fjölmenni) hópur
að fá tækifæri til láta ljós sitt
skína, vonandi í síðasta skipti.
thorgils@frettabladid.is
Á fundi Viðskiptaráðs og í viðtali í Við-
skiptablaðinu nýlega kom fram lýsing
Andra Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra H.F. Verðbréfa, á íslenska fjár-
málaheiminum í dag. Sú lýsing vakti
sérstaka athygli mína. Það sem eykur á
þunga orða Andra er að hann er sjálfur
í forsvari fyrir fyrirtæki innan íslenska
fjármálageirans.
Andri fullyrðir að starfsmenn fjár-
málafyrirtækja séu sjálfir enn að „víla
og díla“ með sinn persónulega fjárhag
í þessum útboðum, eins og Andri orðar
það. Andri heldur áfram: „Ekki nóg með
að bankarnir eigi þessi fyrirtæki, láni
þessum fyrirtækjum og kaupi fyrirtæk-
in að einhverju leyti eða aðilar á þeirra
vegum eru starfsmenn bankanna líka að
fjárfesta og taka þátt í þessum útboðum.
Þetta er eitthvað sem mér finnst að við
hefðum átt að læra af reynslunni 2008.“
Þá segir Andri fulltrúa fjármálageir-
ans koma fram með hroka og að hluta-
fjárútboð sem ráðist hefur verið í eftir
hrun séu ekki til þess fallin að auka
tiltrú fólks á markaðnum. Auðvitað er
þetta bara ein rödd og athyglisvert að
heyra frá fleirum innan fjármálaheims-
ins um þessa þróun.
Í kosningabaráttunni í vor lagði ég
áherslu á eftirfarandi í mínum málflutn-
ingi:
Það þarf að skera upp herör gegn
græðgi, sjálfhygli og óheiðarleika og
þeirri áráttu, sem því miður alltof
margir eru haldnir í okkar þjóðfélagi,
að maka krókinn, hvar og hvenær sem
þeir komast í aðstöðu til þess og yfirleitt
alltaf á kostnað annarra. Hér er þörf á
hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni og þar
á Sjálfstæðisflokkurinn að vera í farar-
broddi. Mér hefur fundist mjög gott
að leita í smiðju forystumanna okkar á
fyrri tímum, hvernig litu þeir á málin.
Jón Þorláksson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði til dæmis: „Sá sem vill
leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálf-
an sig verður að gjöra það með því fyrst
og fremst að leitast við að fullnægja sem
bezt þörfum annarra.“
Ég hvet bæði Alþingi og ríkisstjórn að
setja fjármálastofnunum þær leikregl-
ur í eitt skipti fyrir öll sem duga til þess
að við stefnum ekki þjóðarhag í hættu á
nýjan leik eins og 2008.
Að „víla og díla“
FJÁRMÁL
Elín Hirst
alþingismaður
➜ Hér er þörf á hugarfarsbreytingu
hjá þjóðinni og þar á Sjálfstæðis-
fl okkurinn að vera í fararbroddi.
S
igmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hét
okkur því á dögunum að í undirbúningi væru „róttækustu
aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu
skuldsettra heimila“.
Þarna er ef eitthvað er tekið enn dýpra í árinni en
Framsóknarflokkurinn gerði í kosningabaráttunni. Það væri synd
að segja að ríkisstjórnin reyndi að dempa væntingar fólks um
peningagjafirnar sem eru í vændum.
Samt er málið allt enn þá
sveipað óvissu. Frosti Sigurjóns-
son, formaður efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis, sagði á
þingi fyrr í vikunni að hann teldi
að þeir sem hefðu þegar fengið
leiðréttingu á lánum sínum, til
dæmis með 110% leiðinni, ættu
ekki að fá fulla skuldaleiðrétt-
ingu á við aðra. Sem er út af fyrir sig rökrétt ef gæta á einhvers
jafnræðis. Það sama hlýtur þá að eiga við um þá sem hafa ekki
þurft á 110% leiðinni að halda en samt samið við bankann sinn um
höfuðstólslækkun – eða hvað? Það hefur enginn sagt okkur skýrt.
Raunar er ótalmargt í óvissu um það hvernig skuldaniðurfell-
ingin verður útfærð. Hún gagnast alveg klárlega ekki öllum heim-
ilum í landinu. Ekki til dæmis þeim sem eiga skuldlaust húsnæði,
sem er um það bil þriðjungur fjölskyldna. Ekki heldur þeim sem
búa í leiguhúsnæði, sem er ríflega fjórðungur. Og varla þeim sem
tóku myntkörfu lán og hafa þegar fengið ríflega leiðréttingu sinna
mála. Það er stór hópur. Hætt er við að vonbrigðin verði mikil
þegar í ljós kemur hversu lítill hópur mun í raun njóta róttækustu
aðgerða í öllum heiminum – og að tekjuhæstu hóparnir, sem
skuldsettu sig mest, munu að öllum líkindum fá stærstu peninga-
gjafirnar.
Þessi partur af málinu er í óvissu. Sama má segja um það hvaða
áhrif er líklegt að skuldaniðurfærslan muni hafa. Frosti Ólafsson,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið í
gær og gagnrýndi hversu ógagnsæ umræðan um málið væri. Ein
af höfuðástæðum þess væri sú beina tenging sem hefði verið búin
til milli uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna og skuldaniður-
færslunnar. Eins og Frosti bendir á er sú tenging óþörf og felur
í sér hættu á að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfunum
veikist, þar sem fyrir fram er búið að ráðstafa hugsanlegum
ávinningi af samningum í hina stórkostlegu skuldaniðurfellingu.
Hagfræðingar hafa bent á hættuna á því að skuldaniðurfelling
myndi hafa þenslu- og verðbólguhvetjandi áhrif, öfugt við það sem
myndi gerast ef ávinningi ríkisins af samningum við kröfuhafa
yrði til dæmis varið til að borga niður skuldir ríkissjóðs. Eins
og Frosti Ólafsson bendir á liggur ekki fyrir nein almennileg
greining af hálfu stjórnvalda á efnahagslegum áhrifum skulda-
niðurfellingarinnar.
Ítrekuð loforð um róttækustu aðgerðir í heimi, án skýrrar
útfærslu og greiningar á afleiðingunum, búa til óvissu sem sízt af
öllu er þörf á í íslenzkum þjóðarbúskap við núverandi aðstæður.
Það er engin leið að verjast þeirri hugsun að þetta geti orðið
stórkostlegasta klúður í heimi.
Margt óljóst um útfærslu og áhrif skuldalækkunar:
Róttækasti óvissu-
þáttur í heimi
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is