Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 20. september 2013 | SKOÐUN | 17
Ímyndið ykkur hvað hægt væri
að byggja upp stórkostlegt sam-
félag, bara ef ríkið vissi allt
um alla: „Áttu í fjárhagsvand-
ræðum? Þú færð aðstoðarmann
sem skipuleggur útgjöldin með
fjölskyldunni. Hefurðu fitnað
mikið að undanförnu? Sundkort
dettur inn um lúguna. Þarftu að
fara með bílinn í skoðun? Það
er búið að panta tíma. Og láta
vinnuveitandann vita. Ekkert að
þakka!“
Það er vinsælt að biðja fólk
um að fórna friðhelgi einka-
lífsins fyrir meint öryggi. En æ
algengara er að menn biðji fólk
um að fórna friðhelginni fyrir
einhver þægindi. Stundum eru
þetta okkar þægindi en oftast
samt þægindi hins opinbera. Til
dæmis: Ef ríkið vill gefa fólki
pening í massavís þá er þægi-
legra að það viti hvað hver eigi
mikinn pening fyrir. Eru ekki
allir fullir skilnings?
Mamma passar
Í flestum sæmilegum ríkjum
getur hið opinbera ekki valsað
inn á heimili fólks án ástæðu.
Vissulega geta lögreglumenn
fengið að koma inn til að rann-
saka glæp, að fengnu leyfi dóm-
ara, en þeir labba ekki bara inn
til að „skoða sig um“ eða sjá
„hvort ekki sé allt með felldu“.
Sömu lögmál ættu að gilda í net-
heimum. Vill einhver skoða net-
notkun grunaðs manns? Þá á að
þurfa dómsúrskurð. Já, það er
vesen en vesen er einmitt lykil-
orðið. Það á að vera vesen að fá
að ganga á mannréttindi fólks.
Og það á ekki að tortryggja
þá sem vilja ekki að gengið sé
á mannréttindin. Þetta snýst
ekki um hver hefur hvað að fela.
Það má heldur ekki gleyma því
að oft er stutt frá hvers kyns
kröfum um ótakmarkað eftirlit
til krafna um bönn. Menn fara
að heimta klámsíur, pókersíur,
niðurhals síur og lokanir á kred-
itkort eftir löndum. Sumum er
illa við að fólk tjái sig nafnlaust
á netinu og vilja banna fólki það.
Allt eru þetta yndislega vondar
hugmyndir.
Mamma hjálpar
En segjum nú að hið opinbera
væri fullkomlega umhyggju-
samt og algjörlega laust við
hvers kyns forsjárhyggjutil-
burði. Væri þá ekki ágætt að
slík undravera hefði fullkomnar
upplýsingar um hagi og áform
allra til að geta gert líf þeirra
sem þægilegast?
Nei, það eru til leiðir til að
láta hluti gerast án þess að hafa
miðlæga gagnagrunna með upp-
lýsingum um allt og alla. Hve
oft hefur einhver ekki getað
fengið bensín á bensínstöð? Eða
ætlað sér að kaupa í matinn en
komist að því maturinn í búð-
inni væri búinn og það kæmi
ekki meiri matur fyrr en á
nýju fjárlagaári? Eða komið að
sumar lokun í bíói? Ha, enginn?
Bíóin vita ekki hver ætlar í
bíó. Matarbúðirnar vita ekki
hvað hver og einn ætlar sér að
borða og hvenær. Bensínstöðv-
arnar vita ekki hver er að fara
út á land. Jú, þessi fyrirtæki
vita eflaust ýmislegt um mark-
aðina sína. En þau vita ekki allt
um alla. Það er alls ekki augljóst
að við fengjum betri bensín-
dreifingu ef við hefðum eitt rík-
isolíufélag sem væri beintengt
við alla bíla landsins. Eða að
ríkismatardreifing yrði betri.
Reynslan sýnir að hún yrði lík-
lega miklu verri.
Frjáls markaður er auðvitað
algjör kaos. Menn keppa í stað
þess að vinna saman. Allir vilja
græða og hugsa bara um sig. En
samt virkar þetta sundurlausa
dreifingarkerfi fáránlega vel.
Ekkert betra virðist vera til.
Við ættum alltaf að vera á
varðbergi þegar ríkið ætlar sér
í massífa upplýsingasöfnun til
að gera líf okkar þægilegra. Í
fyrsta lagi eigum við að standa
vörð um friðhelgi einkalífs-
ins, án þess að skammast okkar
fyrir það. Í öðru lagi er hæpið
að besta leiðin að þægilegu lífi
felist í því að alvitrar, elskandi
stofnanir fái að leika lausum
hala. Dæmin sýna annað.
Að lokum
Nú er búið að ákveða að ráð-
ast í massífar eignatilfærslur
og til að reikna út hvaða eigna-
tilfærsla sé best er búið að
ákveða að safna saman upplýs-
ingum um skuldir allra lands-
manna. Það er byrjun. Reyndar
ekki sérstaklega góð byrjun. Ég
myndi frekar lækka skuldir rík-
issjóðs. En það er bara ég.
Bara ef við vissum allt!
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Undanfarið hafa málefni Landspít-
ala verið endurtekið til umræðu í
fjölmiðlum. Hæst hefur borið bráða-
vanda lyflækningasviðs sem m.a.
stríðir við alvarlegan skort á vinnu-
afli, einkum deildarlæknum en
einnig atgervisflótta sérfræðinga.
Í þessari umræðu hefur ekki farið
jafn hátt að ýmsar aðrar deildir
spítalans eiga undir högg að sækja.
Ein þeirra er myndgreiningardeild
Landspítalans, sem er ein stærsta
deild sjúkrahússins og jafnframt
ein mikilvægasta stoðdeild þess.
Þessi grein er rituð til að vekja
athygli á alvarlegum vanda sem
þar er við að etja. Stór hluti sjúk-
linga sem koma á bráðamóttöku
og nær allir sjúklingar sem leggj-
ast inn á gjörgæslu, á lyflækninga-
svið og skurðlækningasvið Land-
spítala þurfa á myndgreiningu að
halda. Á myndgreiningardeildinni
eru framkvæmdar í kringum 120
þúsund rannsóknir árlega, allt frá
hefðbundnum röntgen myndum af
beinum og lungum til sérhæfðra
segulómana af heila og hjarta.
Á deildina koma einnig sjúklingar
til meðferðar, t.d. á æðaþrengslum
og ósæðargúlum. Starfsemi deild-
arinnar er illu heilli tvískipt, ann-
ars vegar í Fossvogi og hins vegar
við Hringbraut. Þessi skipting hefur
mikið óhagræði í för með sér, bæði
hvað varðar dýran tækjabúnað sem
þyrfti að vera til staðar á báðum
stöðum og einnig hvað varðar mönn-
un deildarinnar og fyrirkomulag
vakta. Skipting deildarinnar hamlar
einnig framþróun í starfi deildar-
innar og nauðsynlegri sérhæfingu.
Álag aukist um 50%
Frá árinu 2008 hefur sérfræðilækn-
um á myndgreiningardeild Land-
spítala fækkað úr 19 í 14. Á sama
tíma hefur fækkað verulega í hópi
deildarlækna en þeir stunda fyrri
hluta sérnáms síns á deildinni. Verk-
efni deildarinnar hafa hins vegar
aukist á síðustu árum og orðið flókn-
ari. Þannig hefur mælanlegt álag á
sérfræðilækna deildarinnar aukist
um 50% á síðustu fimm árum. Ef
heldur fram sem horfir er ljóst að
myndgreiningardeildin mun ekki
geta sinnt þeirri þjónustu sem henni
er ætlað að veita. Slík staða hefur
lamandi áhrif á greiningu og með-
ferð sjúklinga sem koma á bráða-
móttöku eða liggja á gjörgæslu,
barnaspítala, lyf- eða skurðdeild-
um og lengir innlagnartíma. Slíkt
ástand er óásættanlegt fyrir mynd-
greiningardeild LSH.
Erlendis er myndgreining víða
á meðal vinsælustu sérgreina í
læknis fræði, enda í mikilli og
spennandi þróun. Tækninni fleygir
fram og nútímamyndgreining verð-
ur sífellt mikilvægari í þjónustu við
sjúklinga og meðferð sjúkdóma.
Þrátt fyrir það hefur orðið fækkun
deildarlækna í framhaldsnámi við
myndgreiningardeildina. Þetta veld-
ur verulegum áhyggjum af framtíð
sérgreinarinnar hér á landi. Ljóst er
að sá skortur á mannafla og aðstöðu
sem nú er til staðar er ekki til þess
fallinn að stuðla að nýliðun, enda
hætt við að kennsla og vísindastörf
sitji á hakanum við slíkar aðstæð-
ur, líkt og gæða- og öryggismál.
Það mikla álag sem hvílir á herðum
þeirra sérfræðinga sem eru í vinnu
eykur hættuna á því að fleiri úr
þeirra röðum segi upp störfum eða
minnki starfshlutfall sitt.
Næg vinna er í boði hér heima,
m.a. á einkastofum. Íslenskir
sérfræðingar í myndgreiningu
eru eftir sóttur starfskraftur í
nágrannalöndum okkar, sérstaklega
í Noregi og Svíþjóð, enda menntaðir
við bestu háskólasjúkrahús erlend-
is. Einnig hafa framfarir í flutningi
rafrænna gagna (fjarlækningar)
leitt til þess að auðvelt er að flytja
myndir á netinu og eru íslenskir sér-
fræðingar í auknum mæli farnir að
lesa úr myndgreiningarrannsóknum
frá erlendum sjúkrahúsum heima
hjá sér. Samkeppnin um starfs-
krafta þessara sérhæfðu lækna er
því hörð og í þeirri samkeppni fer
Landspítali því miður halloka.
Ófullnægjandi endurnýjun
Ofan á manneklu bætist að endur-
nýjun tækja er ófullnægjandi. Flók-
inn tækjabúnaður úreldist á fáein-
um árum og há bilanatíðni eldri
tækja getur skapað hættu fyrir
sjúklinga. Fullkomin myndgreining-
artæki eru forsenda þess að hægt
sé að bjóða upp á bestu læknismeð-
ferð, t.d. við greiningu og meðferð
slasaðra, við greiningu sjúkdóma
í hjarta, heila, lungum og melting-
arfærum og við undirbúning flók-
inna skurðaðgerða. Flestar deildir
sjúkrahússins eru því afar háðar
þjónustu myndgreiningardeildar,
sem þarf að hafa nægilega mönnun
og fullnægjandi tækjabúnað til að
geta veitt þessa sérhæfðu þjónustu.
Þessari óheillaþróun sem að ofan
er lýst verður því að snúa við hið
snarasta. Þótt nýlegar yfirlýsing-
ar heilbrigðisráðherra og stjórn-
enda LSH um aðgerðir til að bæta
stöðu lyflækningasviðs séu mikil-
vægt skref í rétta átt, er ljóst að þær
leysa ekki vanda myndgreiningar-
deildar, sem er í raun orðinn bráða-
vandi. Meira þarf að koma til. Ann-
ars er hætt við frekari áföllum, sem
hafa lamandi áhrif á aðrar deildir
sjúkrahússins sem eru þegar í miklu
ölduróti og mega ekki við frekari
ágjöfum.
Pétur Hannesson
yfi rlæknir á myndgreiningardeild LSH og
klínískur dósent í myndgreiningu
Maríanna Garðarsdóttir
sérfræðingur og aðjúnkt í myndgreiningu og
formaður Félags íslenskra röntgenlækna
Brynjólfur Mogensen
yfi rlæknir á LSH og dósent í bráðalækningum
Gísli H. Sigurðsson
yfi rlæknir á LSH og prófessor í svæfi nga- og
gjörgæslulækningum
Ásgeir Haraldsson
yfi rlæknir á LSH og prófessor í barna-
lækningum
Guðmundur Þorgeirsson
yfi rlæknir á LSH og prófessor í lyfl ækningum
Tómas Guðbjartsson
yfi rlæknir á LSH og prófessor í skurð-
lækningum
Myndgreining á Landspítala í kröppum sjó
Það á að vera vesen
að fá að ganga á
mannréttindi fólks.
➜ Ef heldur áfram sem
horfi r er ljóst að myndgrein-
ingardeildin mun ekki geta
sinnt þeirri þjónustu sem …
Vítamín sem mæta þörfum allra á heimilinu
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA LITLAR TÖFLUR NÝTT OG BETRA BRAGÐ SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS
Icepharm
a