Fréttablaðið - 20.09.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 20.09.2013, Síða 18
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | AF NETINU Flestir viðurkenna – a.m.k. í orði kveðnu – að mannréttindi í réttar- ríki byggi á því að grund- vallarreglan „saklaus uns sekur fundinn fyrir dómi“ sé í heiðri höfð og virt í reynd. Samt virðist það vefjast fyrir mörgum, þegar á reynir. Hversu oft heyrum við ekki sagt: „Já – en hann (eða hún) er víst sekur.“ Meiningin er þá gjarnan sú að þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsivert athæfi sé samt um að ræða gjörn- ing eða hegðun, sem þyki ámælis- verð. En getum við þá, hvert og eitt okkar, tekið dómsvaldið í eigin hendur og útdeilt refsingum að eigin geðþótta? Getur ríkið sjálft, eða stofnanir á vegum ríkisvalds- ins, beitt slíku geðþóttavaldi? Vilt þú eiga líf þitt og limi, eða mann- orð þitt og mannréttindi, undir „alþýðudómstólum“ af slíku tagi? Svari hver fyrir sig. Akademían Háskólamálið svokallaða snýst um það að háskólayfirvöld tóku dóms- valdið í eigin hendur. Þau settu ein- stakling í atvinnubann, þrátt fyrir að ákæruvaldið hefði lýst hann sak- lausan af ákærum. Þar sem þetta voru „áður kunnar og haldlausar ásakanir“ hafði háskólinn reynd- ar ráðið viðkomandi einstakling til starfa áður (á haustönn 2009, tveimur árum eftir að saksóknari vísaði kærum frá) athugasemda- laust og við góðan orðstír, að mati nemenda. Og ekki nóg með þetta. Háskólinn brást svona við undir hótun um að ella yrði ekki starfs- friður við þessa æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar. Háskólayfir- völd lúffuðu m.ö.o. fyrir hótun um ofbeldi. Þar með var sett fordæmi, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar – ekki bara fyrir hið akademíska samfélag á Íslandi – heldur fyrir okkur öll. Þetta er því hvorki einkamál háskólans né ein- stakra starfsmanna hans. Þetta er spurning um mannréttindi. Já – en: Nóg um lög og rétt. Eftir standa hin siðferðilegu álitamál. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaða- maður á DV, hefur í tveimur greinum („Vansæmd rektors“, 4. sept. og „Neikvæður femín- ismi“, 6. sept.) treyst sér til að setjast í það dómarasæti. Hann mannaði sig upp í að gagnrýna kennara í kynjafræði við HÍ og skoðanasystur þeirra í blogg- heimum fyrir ofstæki. Og hann gagnrýndi rektor HÍ fyrir skort á andlegu hugrekki – nefnilega fyrir að láta það líðast að háskól- inn fórnaði mannréttindum ein- staklings undir hótun um rof á starfsfriði. Blaðamaðurinn verð- ur því ekki sakaður um hugleysi. Fyrirmyndin? Í framhaldi af þessum skrifum bauð Ingi Freyr undirrituðum blaðaviðtal, sem átti að snúast um iðrun og yfirbót, fyrirgefningu eða forherðingu. Blaðamaðurinn sagð- ist ráða það af viðbrögðum viðmælenda sinna að þótt ég væri að vísu saklaus að lögum efuðust margir um málsbætur mínar; nefni- lega að iðrun mín væri nægilega einlæg (líklega vegna þess að í augum margra væri ég kaldrifj- aður pólitíkus, en sú mann- tegund er sem kunnugt er þekkt að flestu öðru en auð- mýkt). Ég þakkaði fyrir gott boð – en þáði þó ekki. Fyrir því eru að sönnu margar ástæður. Ein er sú að ég á, að fenginni reynslu, bágt með að treysta sanngirni og fagmennsku siðgæðisvarðarins sjálfs. Hvaða ástæðu hef ég til þess? Til dæmis þessa: Í einni og sömu greininni þótti honum við hæfi að hrúga saman eftirfarandi hrakyrðum um mína persónu: „Graðmenni“, „pervert“, „dónakarl“, „brotamað- ur“. Þarna er meiðyrðamál í hverju orði. Illmælgi Inga Freys lýsir ekki bara aumkunarverðum skorti á mannasiðum. Maður, sem sér ekk- ert aðfinnsluvert við ritsóðaskap af þessu tagi, gengisfellir um leið málflutning sinn, hafi hann eitt- hvað málefnalegt fram að færa. Hann sér flísina í auga bróður síns, en ekki bjálkann í eigin auga – svo talað sé á ritningarmáli. Önnur ástæða þess að ég afþakk- aði gott boð var að í símtalinu kom í ljós að rannsóknarblaðamannin- um hafði láðst að kynna sér aðal- atriði málsins – nema bara frá annarri hliðinni. Það skýrir vænt- anlega hvers vegna hann gerir sig beran að sleggjudómum, sem eng- inn fótur er fyrir. Dæmi: Hann fullyrðir að ég hafi „áreitt stúlku með klúrum bréfum og dónatali, þegar hún var barn“. Hann gefur m.ö.o. í skyn að ég sé barnaníðing- ur. Þetta eru ekki bara tilefnislaus ósannindi heldur gróft persónu níð. Annað tilefni til meiðyrðamáls í einni og sömu greininni. Ætli þessi sjálfskipaði siðgæðisvörður DV – ef nefna má þetta tvennt í sömu andránni – hafi aldrei heyrt getið um siðareglur Blaðamannafélags Íslands? Iðrunin Úr því sem komið er get ég bara beðið þá lesendur, sem vilja heldur hafa það sem sannara reynist, að kynna sér gögn málsins og máls- vörn mína milliliðalaust. Máls- vörn mína er að finna á heimasíðu minni (www.jbh.is). Sérstaklega vek ég athygli á greininni „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“ (16.03.12). Meðal þess, sem varð- ar aðalatriði málsins, má tilgreina eftirfarandi: ■ Kynferðisleg áreitni þýðir á mæltu máli ofbeldi. Gagnvart börnum kallast það barnaníð. Það er glæpsamlegt athæfi – næsti bær við morð – að viðlögð- um þungum refsingum. Lögmað- ur minn veit ekki dæmi þess að sendibréf milli tveggja fullveðja einstaklinga flokkist undir kyn- ferðislega áreitni samkvæmt íslenskum lögum. Bók má láta ólesna og bréf má endursenda, að skaðlausu. Rannsóknarspurn- ing ákæruvaldsins í því máli, sem hér um ræðir, var einung- is sú hvort efni bókar og einka- bréfs, sem henni fylgdi, gæti „sært blygðunarkennd“ viðtak- andans. Og viðtakandinn var sautján ára – ekki á barnsaldri, svo að það sé á hreinu. Það er skelfileg tilhugsun að eiga æru sína undir fjölmiðlum, sem eru jafn óvandir að meðulum og hér er lýst. Almenningsálitið – dóm- stóll götunnar – dregur dám af því. ■ Meginatriði þessa máls leiðir hugann að sígildum spurning- um um iðrun og fyrirgefningu. Þótt efni bréfs hafi hvorki rétt- lætt ákæru né leitt til sakfell- ingar getur það samt þótt óvið- urkvæmilegt. Viðtakandi getur líka átt rétt á afsökunarbeiðni. Þetta er kjarni málsins, að því er varðar iðrun og fyrirgefningu. ■ Í flestum kynferðisbrotamál- um er vandinn sá að reynt er að þagga mál niður, halda þeim leyndum, pukrast með þau, hylma yfir. Gerandinn reynir að komast upp með afneitun og for- herðist. Í þessum punkti skilur á milli feigs og ófeigs. Fæst kom- umst við í gegnum lífið án þess að okkur verði einhvern tíma á í messunni. Heilagir menn eru fásénir nú til dags. En ef við brjótum af okkur, þá reyn- ir á, hvort við erum menn til að horfast í augu við okkur sjálf og þann, sem brotið er á; hvort við iðrumst gerða okkar og biðjum á þeim forsendum um fyrirgefn- ingu. ■ Viðbrögð mín, þegar ég gerði mér ljóst að mér hefði orðið alvarlega á, voru að játa brot mitt fyrirvara- og fortakslaust. Ég ástundaði hvorki þöggun né yfirhylmingu. Ég skammaðist mín, leitaði ásjár og baðst fyrir- gefningar. Ég viðurkenndi að efni bréfsins væri ósæmilegt. Ég áttaði mig á því að viðtak- andinn hafði engar forsendur til að skilja bókina og að bréfið átti ekkert erindi við hann. ■ Ég skrifaði afsökunarbréf til við- takanda og fjölskyldu, þar sem ég bauðst til að gera allt sem í mínu valdi stæði til að bæta fyrir glöp mín. Ég bauðst til að hitta fjölskylduna til að bera fram afsökunarbeiðni mína aug- liti til auglitis. Ég bauðst til að ræða við hvern þann, sem fjöl- skyldan kysi sér til fulltingis, (sálfræðinga, félagsráðgjafa eða aðra milligöngumenn) til þess að sannleikurinn í málinu yrði leiddur í ljós og misskilningi, tortryggni og grunsemdum eytt. (Niðurlag greinarinnar birtist á morgun) Um fl ísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna MANNRÉTTINDI Jón Baldvin Hannibalsson fv. ráðherra ➜ Þarna er meiðyrðamál í hverju orði. Illmælgi Inga Freys lýsir ekki bara aumkunarverðum skorti á mannasiðum. Ríkisstjórn hinna ríku, eingöngu Ég heyrði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segja frá því í útvarpinu í gær að engar líkur væru á að hægt yrði á næstunni að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í læknisaðgerðum. Rödd hans var full af sorg, eins og þetta væri honum afar sárt. Það væru bara engir peningar til. En hvernig skyldi standa á því? Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert hingað til? Hún hefur létt álögum af allra ríkasta fólki landsins, sægreifunum, sem einmitt um þessar mundir greiða sér milljarða og aftur milljarða í arð af því sem á að heita sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Hún hefur líka létt öðrum álögum af ríkasta fólki landsins, með því að sleppa því að framlengja auð- legðarskattinn sem hefði fært illa stöddum ríkiskass- anum nokkra milljarða. Hún hefur afnumið tekjutengingar ellilífeyrisbóta. Ekki skal ég amast mikið við því en það er þó athyglis- vert að sú aðgerð kemur fyrst og fremst best stadda gamla fólkinu að gagni. Önnur afrek hefur þessi ríkis- stjórn ekki unnið í velferðarmálum. Og hún hefur í undirbúningi (er það ekki örugglega?) svo miklar afskriftir af íbúðalánum að öll heimsbyggðin hefur aldrei séð annað eins. Setjum nú svo að það takist. Hverjum kemur það þá helst að gagni? Jú– þeim tekjuhæstu! http://blog.pressan.is/illugi/ Illugi Jökulsson Mjódd l Salavegur l Hverafold l Grandi l Akureyri l Höfn Grindavík l Reykjanesbær l Borgarnes l Egilsstaðir l Selfoss Nicotinell fæst núna í öllum verslunum Nettó 1.199kr/pk - Fruit 799 kr/pk Nýtt í Nettó! NÝTT NÝTT KORTATÍ MABIL KOMIÐ Í HLÝJUNA OG KÆTIST MEÐ OKKUR Útgáfuhóf í safnaðarheimili Neskirkju föstudaginn 20. sept. kl. 17.30 64 uppskriftir Vettlingaprjón er ný og stórglæsileg bók eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.