Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 19
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á
ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr
Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér
færir Úlfar okkur uppskrift að steiktum
kjúklingabringum með villisveppa-
sósu. Hægt er að fylgjast með Úlfari
elda þessa girnilegu máltíð í kvöld
klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Þættirnir verða svo endursýndir yfir
helgina.
Einnig er hægt að horfa á þá á
heimasíðu ÍNN, inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
LJÚFFENGAR
BRINGUR
Úlfar Finnbjörnsson
galdrar fram góðan
kjúklingarétt.
MYND/STEFÁN
FYRIR 4
800 g kjúklingabringur
frá Holta
4 msk. olía
Salt og nýmalaður pipar
300 g villisveppir, t.d.
furusveppir eða lerki-
sveppir, skornir í báta eða
40 g þurrkaðir sveppir
lagðir í volgt vatn í 20
mínútur.
1 dl púrtvín
½ dl koníak eða brandí
¾ msk. nautakjötskraftur
2½ dl rjómi
Sósujafnari
Kryddið bringurnar með
salti og pipar og steikið í
2 msk. af olíu í tvær mín-
útur á hvorri hlið eða þar
til bringurnar eru orðnar
gullinbrúnar. Setjið þá
bringurnar í ofnskúffu og
bakið við 180°C í 10-12
mínútur eða þar til kjarn-
hiti sýnir 70°C. Steikið
sveppina á sömu pönnu í
2 msk. af olíu í tvær mín-
útur. Kryddið með salti
og pipar. Bætið púrtvíni
og brandíi á pönnuna og
sjóðið niður í síróp. Þá er
rjómanum og kjötkrafti
bætt á pönnuna og látið
sjóða í 1-2 mínútur. Þykkið
sósuna með sósujafnara.
Berið bringurnar fram
með villisveppasósunni
og t.d. steiktum kartöflum
og grænmeti.
STEIKTAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ VILLISVEPPASÓSU
HAUSTRÉTTUR
Nýtíndir íslenskir villi-
sveppir ásamt úrvali af
góðu grænmeti mynda
umgjörð um rétt dagsins
hjá Úlfari Finnbjörnssyni.
MYND/STEFAN
STUÐ Í ÁRBÆ
Menningardagar í Árbæ hefjast á sunnudaginn.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í hverfinu alla
næstu viku; íþróttaviðburði, tónleika, myndlistar-
sýningar og sundlaugarpartí í Árbæjarlaug.
Flott föt fyrir
flottar konur
Stærðir 38-58
dVerslunin Bella onna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Hausverkur Ekki þjást MigreLief
Mígreni.is
MigreLief fyrirbyggjandi fæðubótarefni fyrir fullorðna og börn
eru bara ostar á námsskránni.
skemmtileg afþreying
fyrir hópa, stóra sem smáa!
engar frímínútur og
heldur engin heimavinna.
Nóatúni 17 · Sími 551 8400 · www.burid.is