Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson,
sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
LÍFLEGT Í
TJARNARBÍÓI
● LEIKLIST
Sýningum GRAL-hópsins á
Eiðurinn og eitthvað eftir Guð-
berg Bergsson, er að ljúka í
Tjarnarbíói.
Grindvíska atvinnuleikhúsið er
þó ekki á förum úr Tjarnarbíói
því um síðustu helgi endur-
frumsýndi hópurinn fjölskyldu-
leikritið Horn á höfði við
mikinn fögnuð yngstu kynslóð-
arinnar. Tvísýnt var um hvort
yrði af sýningunni þar sem
aðalleikarinn, Víðir Guðmunds-
son, missteig sig illilega á
lokaæfingunni. Sýningin tókst
þó vonum framar.
Næstu sýningar á Horni á höfði
verða á sunnudaginn og 6.
október.
Sýningin Eiðurinn og eitthvað
verður sýnd um helgina og
miðvikudaginn 25. október en
það eru síðustu sýningar.
Listin að velja – ráðstefna um heilsu og holdafar
fer fram í Salnum í Kópavogi í dag. Félag fagfólks
um offitu stendur fyrir henni og eru fjölmörg
áhugaverð erindi á dagskrá. Fyrir hádegi mun
fagfólk sem stundar rannsóknir á offitu kynna
þær og niðurstöður sínar en eftir hádegi verða
fjölbreyttir fyrirlestrar á dagskrá sem eru ætlaðir
öllum sem hafa áhuga á heilbrigðum lífsstíl.
Þær Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í nær-
ingarfræði á menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í
sama fagi á heilbrigðisvísindasviði, flytja til að
mynda erindi sem ber yfirskriftina Kúrar og
kolvetni – heilsa eða hætta? klukkan 14.30. „Við
ætlum að ræða líf með og án kolvetna í sinni víð-
ustu mynd en kolvetnasnauðir kúrar hafa verið
ofarlega á baugi að undanförnu. Við ætlum að
horfa sérstaklega á frúktósann eða ávaxtasykur-
inn og taka fyrir hvort hann sé tengdari offitu
en annar sykur. Þá komum við inn á kolvetna-
snauðu kúrana, föstur og nýjar norrænar nær-
ingarráðleggingar sem verða kynntar í byrjun
október.“
En gera kolvetnin okkur feit? „Þetta snýst allt
um samsetningu, magn og gæði. Við þurfum
til að mynda mörg að auka trefjaneysluna en
til þess að ná því markmiði þarf að innbyrða
kolvetnarík matvæli. Fólk þarf því að geta fetað
einhvern meðalveg og lært bæði að temja sér
hóf og huga að gæðum matvæla. Umfram allt
leggjum við þó áherslu á að fólk leiti eftir ein-
staklingsmiðuðum ráðleggingum hjá fagfólki í
heilbrigðisstéttum. Það sama hentar ekki öllum
og það er meira en að segja það að ætla í sífellu
að hlaupa á eftir nýjum og nýjum kúrum og gera
hlutina alveg upp á eigin spýtur. Þetta er flókn-
ara en svo og þarf að skoða út frá öllum hliðum.
Það er engin töfralausn til,“ segir Anna Sigríður.
Hún segir allflesta kúra snúast um að sleppa
einhverju; annaðhvort ákveðnum fæðutegund-
um eða að sleppa því að borða yfirleitt. „Þeir
miða þó að því sama og hefðbundnar ráðlegg-
ingar fyrir fólk sem vill léttast – að það nái að
fækka hitaeiningum. Spurningin er hins vegar
hvernig fólk ætlar að halda út og skapa sér lífs-
stíl sem hentar,“
Meðal annarra erinda á ráðstefnunni má
nefna fyrirlestur Guðlaugs Birgissonar, sjúkra-
þjálfara á offitu- og næringarsviði Reykjalundar,
um langtímaárangur af offitumeðferð á Reykja-
lundi og erindi Tryggva Þorgeirssonar, læknis
og lýðheilsufræðings, Skynsemin ræður – eða
hvað? Nánari upplýsingar er að finna á www.ffo.
is. Ráðstefnan stendur frá 9 til 16.30 en ýmist
er hægt að sækja hana allan eða hálfan daginn.
Skráning fer fram á ffo@ffo.is eða í síma 697-
4545.
KÚRAR OG
KOLVETNI
HEILSA EÐA HÆTTA? Félag fagfólks um offitu
stendur fyrir ráðstefnunni Listin að velja í Salnum
í Kópavogi í dag. Næringarfræðingarnir Anna
Sigríður Ólafsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir
fjalla þar um kúra og kolvetni en auk þess verða
fjölmörg önnur erindi á dagskrá.
ÞAÐ SAMA HENTAR
EKKI ÖLLUM
Anna Sigríður og Ingi-
björg leggja umfram
allt áherslu á að fólk
leiti eftir einstaklings-
miðuðum ráðleggingum
hjá fagfólki í heilbrigðis-
stéttum. „Það sama
hentar ekki öllum og
það er meira en að
segja það að ætla í
sífellu að hlaupa á eftir
nýjum og nýjum kúrum
og gera hlutina alveg
upp á eigin spýtur.
Þetta er flóknara en
svo og þarf að skoða út
frá öllum hliðum. Það
er engin töfralausn til,”
segir Anna Sigríður.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS