Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og make up. Margrét Edda Gnarr. Fataskápurinn. Götutískan. Spjörunum úr og Helgarmaturinn. 4 • LÍFIÐ 20. SEPTEMBER 2013 TÍSKA HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN? Nokkrir vel valdir og áhugaverðir karlmenn voru fengnir til að tjá sig klæðaburð sinn og segja frá uppáhaldsfl íkinni sinni. SOKKARNIR Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? „Dagsdaglega er hann nokkuð casual og smart en ég hef mikið dálæti á að klæðast jakkafötum um helgar og þegar færi gefst.“ Af hverju eru þessir sokkar uppáhalds? „Það er svolítið erfitt að velja alveg eina uppáhaldsflík en þessa dagana eru litríkir sokkar í miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega einir fjólubláir.“ Hvar eru sokkarnir keyptir? „Þeir heita Happy Socks og ég keypti þá í Dr. Denim á Laugaveginum.“ LEÐURJAKKINN Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? „Ég klæðist bara því sem mér finnst flott og því sem fer mér vel. Skyrtur, rúllukragabolir, peys- ur og jakkar. Ég kaupi oft frá sömu merkjun- um. Ég á til dæmis allar týpurnar af Farmers Market-buxunum af því að þær passa mér vel. Af hverju er þessi jakki í uppáhaldi? „Hann er í uppáhaldi vegna þess að ég er búinn að eiga hann svo lengi. Ég keypti hann þegar ég var sextán og hann er búinn að ganga með mér í gegnum súrt og sætt. Hann hefur farið með mér fimm sinnum á Hróarskeldu, þrisvar á Old Trafford og hundrað sinnum á Bakkus svona til að nefna eitthvað. Hann var eiginlega fyrsti töffarajakkinn minn og mætti kannski segja að hann hafi markað ákveðið upphaf hjá mér hvað fatavalið snertir. Hvar var hann keyptur? „Ég keypti hann í Spútnik á 17.900 árið 2006. Mér fannst það rosalega mikið þá en hann er alveg búin að borga fyrir sig og rúmlega það.“ RÓBERT RÓBERTSSON STARFAR Á KAFFIHÚSINU KAFFI KOMPANÍIÐ Á KJARVALSSTÖÐUM. BOMSURNAR Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? „Ég á einar góðar brúnar buxur sem ég miða allt út frá. Öll föt sem ég kaupi passa við þær. Með þessu passa öllu föt sem ég á saman og ég þarf því aldrei að eyða tíma fyrir framan klæðaskápinn.“ Af hverju eru bomsurnar flík uppáhalds? „Sorel-bomsurnar eru eins og að vera á 38“ breyttum jeppa, það er ekkert sem stoppar mig. Ég hlakka til vetrarins og sérstaklega asa- hlákudaga þegar ég ryð mér leið eins og loðfíll í gegnum miðbæinn.“ Hvar voru þær keyptar? „Í Ellingsen.“ STEINARR LÁR EIGANDI KÚKÚ CAMPERS HÚSBÍLALEIGUNNAR. EINAR SMÁRASON VARAFORMAÐUR STÚDENTAFÉLAGS HR. „Besta meik sem ég hef notað um ævina er MAC Face and body foundation. Það er engin spurn- ing. Það er svo ótrúlega þunnt og létt, rétt eins og þunnur vökvi. Það er mjög auðvelt að dreifa því jafnt þannig að maður verður aldrei flekkóttur. Ég las einhvers staðar að þeir sem væru með brún augu ættu að prófa gylltan augnskugga svo ég keypti mér MAC honey lust Lustre Eye Shadow þegar ég var í Lond- on í sumar. Þetta er eini augn- skugginn sem ég hef virkilega notað. Ég set þennan á mig þegar ég fer eitthvað sérstakt. Ég er með frekar löng augnhár en Volume million lashes, maskar- inn frá L´Oréal, þykkir vel. Hann er ódýr og mjög góður svo ég hef notað hann mjög lengi. Ég er alltaf með eyeliner á mér og nota þennan, L‘Oréal Carbon Black Lineur Intense (felt tip liquid eyeliner). Hann er eins og penni og mjög auðveldur í notkun. Ég skiptist á að nota bleika Viva Glam Nicki Minaj frá Mac og Chatterbox frá Mac. Þeir eru báðir svona ljósbleikir, sem að mínu mati klæðir mig best. Ég er mjög sjald- an með sterka eða dökka varaliti.“ SNYRTIBUDDAN GYLLTUR AUGNSKUGGI FYRIR BRÚN AUGU Dóra Júlía Agnarsdóttir er í Háskóla Íslands að læra listfræði og er danskennari hjá World Class. Tíska er mikið áhugamál og hana dreymir um starf hjá Vogue. Varalitur, augnskuggi, maskari og eyeliner eru meðal helstu nauðsynjanna. Þessir voru að detta í hús! Gyllti kötturinn Austurstræti 8-10 101 reykjavík S: 534-0005 www.gylltikotturinn.is OPIÐ ALLA DAGA FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.