Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 20.09.2013, Qupperneq 26
FRÉTTABLAÐIÐ Margrét Edda Gnarr. Fataskápurinn. Götutískan. Spjörunum úr og Helgarmaturinn. 6 • LÍFIÐ 20. SEPTEMBER 2013 NAFN Margrét Gnarr. ALDUR 24 ára. STARF Einkaþjálfari. HJÚSKAPARSTAÐA Trúlofuð Birni Þorleifssyni. Á yngri árum æfði hún listdans og skauta. Svo lenti hún í hræðilegu einelti og fór að berj- ast við átröskun. Mar- grét Edda hefur upplifað ýmis- legt um ævina. Hún ákvað þó að taka í taumana, fara í sjálfsskoð- un og byggja sjálfa sig upp bæði líkamlega og andlega. Hún fann sig í taekwondo og í dag er hún með svarta beltið í sportinu. Um síðastliðna helgi varð hún fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur heims- meistaratitilinn í bikinifitness. Til hamingju með titilinn heimsmeistari í bikinifitness 2013. Segðu aðeins frá keppn- inni. „Keppnin er á vegum ISBB, sem er stærsta og þekktasta fit- ness-samband í heimi. Þetta er A-mót sem er heimsmeistaramót en þau stærstu á hverju ári eru þetta mót og Evrópumeistaramót- ið. Það er mjög erfitt að fá keppn- isréttindi og í mörgum löndum eru haldin þó nokkur úrtöku- mót til að fá að taka þátt í þessu. Hægt er að vinna sér inn atvinnu- skírteini og engum Íslendingi hefur tekist það hingað til.“ Hvernig líður þér á sviðinu, ertu aldrei stressuð? „Jú, ég er það, sérstaklega áður en ég fer á svið. Þá þarf ég að vera dugleg að minna sjálfa mig á það hve langt ég er komin. Þegar ég labbaði á svið í úrslitum fann ég fyrir rosa- lega miklum stuðningi frá saln- um sem minnkaði stressið mikið. Hópurinn frá Bretlandi var mjög hrifinn af mér og hin Norðurlönd- in hvöttu mig áfram. Ég fór síðan nánast í „blackout“ þegar fyrsta sætið var tilkynnt á verðlaunaaf- hendingunni. Svo þegar íslenski þjóðsöngurinn var spilaður átti ég ansi bágt með mig því það var svo tilfinningaþrungin stund.“ Hvað fékkstu í verðlaun og hvað þýðir þessi titill fyrir þig? „Ég fékk stóran bikar og risa- medalíu en aðalverðlaunin voru að sjálfsögðu atvinnuskírteinið. Þetta þýðir að nú get ég orðið at- vinnumaður í fitness og verð því fyrsti Íslendingurinn með þessi réttindi. Þá get ég tekið þátt í stærri mótum með öllum stjörn- unum í fitness-sportinu. Þetta hefur verið draumurinn minn síðan ég byrjaði í þessu.“ Hve margar fóru út í keppnina að þessu sinni? „Við vorum fjórar sem fórum en það voru Olga Hel- ena, Auður Jóna og Karen Lind. Karen Lind lenti í 12. sæti. Hún var í rosalega sterkum flokki en það voru margar stjörnur í hennar flokki. Þær voru rosa- lega flottar á sviðinu en þetta var þeirra fyrsta mót svo þær fengu mjög góða reynslu í þess- ari keppni. Ég fór einmitt á HM í fyrra og það hjálpaði mér gríðar- lega mikið núna.“ Í góðu andlegu formi Hvaða lærðirðu af mótinu í fyrra? „Ég hefði örugglega ekki unnið núna hefði ég ekki farið í fyrra og séð hvernig þetta virk- ar. Það er allt öðruvísi standard á þessum evrópsku mótum en hefur verið hér á Íslandi. Íslensk- ar stelpur eru mikið stæltari en gengur og gerist í Evrópu eða bara í Bandaríkjunum. Við höfum ekki haft nóga þekkingu á þess- um flokki, bikinifitness. Við viss- um bara ekki betur. Maður gat bara skoðað myndbönd og mynd- ir, sem geta blekkt mikið. Í fyrra var ég orðin alltof mössuð og fékk ekki mörg stig fyrir það.“ Hvað þurftir þú að gera til að breyta þér og hve langan tíma tók það? „Eftir heimsmeistara- mótið í fyrra keppti ég á bikar- meistaramótinu og köttaði mig ágætlega fyrir það en náði ekki að tóna mig niður. Í hálft ár á eftir reyndi ég að tóna mig niður á eins heilbrigðan hátt og mögu- legt var. Ég vildi alveg keppa á Íslandsmeistaramótinu og fleiri mótum en ég vildi ekki taka allt- of harða niðurtónun. Ég fór því að einbeita mér að brennslu og sleppti lyftingum í tvo mánuði. Svo byrjaði ég í þjálfun hjá Jó- hanni Norðfjörð og hann fékk næringarfræðing til aðstoða mig.“ Það eru sem sagt heilmik- il vísindi á bak við svona kropp? „Já, líkaminn þarf tíma til að jafna sig svo hann fari ekki í sjokk eftir keppni. Sumar stelpur fara að borða það sem þær vilja eftir mót og þyngjast alltof hratt. Ég og þjálfarinn minn erum sam- mála því að manni á aldrei að líða illa. Þá er verið að gera eitthvað vitlaust. Mér hefur aldrei liðið jafn vel og núna í niðurskurði. Ég upplifði mig aldrei utan við mig. Þú þarft fyrst og fremst að vera andlega sterk. Þú ert að koma þér í besta form lífs þíns og ert að fara á svið og láta aðra dæma þig. Það er alls ekki fyrir alla.“ Snertir ekki ólögleg efni Hve lengi varstu búin að undir- búa þig fyrir þessa keppni? „Ég var alveg tvö ár að því, enda var ég rosalega mjó þegar ég byrjaði og þurfti að byrja á því að bæta á mig vöðvamassa. Ég hef haft það að leiðarljósi að fara alls ekki of geyst í hlutina og vildi því byggja þetta upp hægt og rólega. Ég hef aldrei verið að nota nein ólögleg efni til að hjálpa til við það eins og sumir virðast gera.“ Er það satt að „six pack“ er best fenginn með stífu matar- æði? „Að öðlast flottan „six pack“ er rosalega genetískt, því miður, og fer mikið eftir þínum íþrótt- MARGRÉT EDDA GNARR ÞÚ VERÐUR AÐ VERA ANDLEGA STERK Hún er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur heimsmeistaratitil í módelfi tness-keppninni ISBB Womans World Championship. Fitness og taekwondo eiga hug hennar allan þrátt fyrir ýmsa sleggjudóma. Lífi ð ræddi við Margréti Eddu um heimsmeistaratitilinn, fi tness-lífsstílinn, heilbrigt mataræði, eineltið og hvernig það er að vera dóttir borgarstjórans Jóns Gnarr. Margrét Edda Gnarr lifir heilbrigðu lífi og segist nánast búa í Sporthúsinu Uppáhalds MATUR Bleikjan á Nings og jólamaturinn hennar mömmu. DRYKKUR Sítrónukristall. VEITINGAHÚS Nings. VEFSÍÐA www.bodybuilding. com er í miklu uppáhaldi. VERSLUN Kiss í Kringlunni. HÖNNUÐUR Jeremy Scott og Jeffrey Campbell. HREYFING Taekwondo og lyftingar. DEKUR Heima-spaið mitt sem ég geri einu sinni í viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.