Fréttablaðið - 20.09.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 20.09.2013, Síða 40
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT „Þessi viðurkenning sýnir okkur að erlend markaðssetning okkar er á heimsmælikvarða. Fyrir markaðs- setningu á áfangastað erum við í sama flokki og Volkswagen, Audi og Hyundai, sem eyða milljörðum í mark- aðsherferðir,“ segir Inga Hlín Páls- dóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um verðlaunin sem markaðsherferð- inni Inspired By Iceland voru veitt við hátíðlega athöfn í Brussel á miðviku- daginn. Herferðin hlaut hin virtu Euro Effie-verðlaun í flokknum afþreying og skemmtun. Verðlaunin voru veitt sérstaklega fyrir heimboð Íslendinga sem voru hluti af herferðinni árið 2011-2012. Er þetta í annað skipti sem Inspired By Iceland eru veitt verðlaun- in. Árið 2011 hlaut herferðin aðalverð- laun fyrir notkun samfélagsmiðla og einnig Grand Prix-verðlaun fyrir her- ferð ársins. Euro Effie eru virtustu og eftirsóttustu fagverðlaunin í auglýs- ingageiranum. Það eru Samtök evr- ópskra auglýsingastofa (EACA) sem standa að veitingu verðlaunanna, sem voru fyrst veitt árið 1954. „Þetta eru ein flottustu og virtustu auglýsingaverðlaun sem hægt er að fá og mikil viðurkenning fyrir alla aðila að herferðinni. Sá hluti herferðarinnar sem verðlaunin eru veitt fyrir gekk út á það að við biðluðum til Íslendinga að bjóða erlendum ferðamönnum heim. Ferða- menn sóttu um heimboðið á samfélags- miðlum okkar og það voru um 200-300 Íslendingar sem tóku þátt í þessum með okkur. Sem dæmi má nefna að kona frá Bjarteyjarsandi bauð ferðamönnum að tína krækling með sér. Forseti Íslands bauð í pönnukökur en skemmtilegt er að segja frá því að mæðgur komu til dæmis sérstaklega frá Seattle í Bandaríkjunum til þess að fá sér kaffi með forsetanum. Jón Gnarr bauð ferðamönnum í sushi í Höfða og svona mætti lengi telja,“ segir Inga Hlín. Spurð út í næstu verkefni Inspired By Iceland segir Inga að alltaf sé unnið með skemmtilegt þema á hverju ári til þess að fá athygli erlendis. „Núna vorum við að byrja vetrarherferð- ina fyrir þetta ár þar sem við biðjum Íslendinga að segja ferðamönnum frá leyndarmálum. Það þarf ekki að vera um náttúru eða staði, það má vera um hlut, safn, uppskrift, sögu eða annað skemmtilegt sem fólk langar til þess að deila og telur að ferðamaðurinn eigi að fá að upplifa um allt land. Tilgang- ur herferðarinnar er að vekja athygli á Íslandi yfir vetrartímann og fjölga ferðamönnum á þeim tíma,“ segir Inga Hlín að lokum. asa@frettabladid.is Fékk hin virtu Effi e- verðlaun í annað sinn Markaðsherferðin Inspired By Iceland hlaut hin virtu Effi e-auglýsingaverðlaun í fl okknum afþreying og skemmtun fyrir Heimboð Íslendinga. Þennan dag árið 1934 fæddist ítalska leikkonan Sophia Loren. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á Ítalíu árið 1949 og fór í kjölfarið á leiklistarnámskeið sem skilaði henni litlum hlutverkum hér og þar. Í kringum 1950 gerði Loren samning við kvikmyndarisann Paramount um að leika í fimm kvikmyndum. Í kjölfarið varð Loren heimsfræg kvikmyndastjarna og sló hún eftirminnilega í gegn í myndunum Houseboat, That Kind of Woman og It Started in Naples. Árið 1962 hlaut Loren Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni La ciaciara og varð þar með fyrsta konan til að fá Óskarsverðlaun fyrir leik á öðru tungumáli en ensku. Loren hefur einnig hlotið Grammy- og BAFTA-verðlaun auk fimm Golden Globe-verðlauna. Hún á tvö uppkomin börn með eiginmanni sínum Carlo Ponti sem lést árið 2007. Í júlí síðastliðnum lék hún í myndinni The Human Voice en það er hennar fyrsta hlutverk síðan hún lék í myndinni Nine árið 2009. ÞETTA GERÐIST 20. SEPTEMBER 1934 Stórleikkonan Sophia Loren fæddist í Róm á Ítalíu. VIÐ ERUM Á HEIMSMÆLI- KVARÐA Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, segir að verðlaunin séu mikill heiður fyrir markaðsherfer- ðina Inspired By Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GRÉTAR GUÐMUNDSSON raffræðingur, Miðhúsum 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. september sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. september klukkan 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sesselja Ólafía Einarsdóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna veikinda og andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR Strandaseli 8, Reykjavík. Kristján B. Gíslason Guðríður Gestsdóttir Álfgeir Gíslason Guðný Sigrún Eiríksdóttir Ragnar Gíslason Valgerður Torfadóttir Sigfinnur Steinar Gíslason Ásdís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Árnatúni 4, Stykkishólmi, lést 14. september. Hún verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 21. september kl. 14.00. Jónína K. Kristjánsdóttir Bernt H. Sigurðsson Kristján J. Kristjánsson Svandís Einarsdóttir Þóra M. Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÓLÖF SNORRADÓTTIR frá Stóru-Gröf, sem lést 11. september sl. verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 23. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag heyrnar- lausra. Jens Evertsson Ingibjörg Stefánsdóttir Snorri J. Evertsson Stefanía Jónsdóttir Jóhanna Evertsdóttir Gylfi B. Geiraldsson Stefán Evertsson Oddný S. Magnúsdóttir Karlotta Evertsdóttir Sverrir Elefsen Tómas Evertsson Sunna Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS Þ. ÞÓRHALLSSONAR Neshaga 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landakoti fyrir góða umönnun í veikindum hans. Þorbjörg Ólafsdóttir Jón M. Benediktsson Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir Necmi Ergün Júlíus Heimir Ólafsson Vigdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LÁRU FJELDSTED HÁKONARDÓTTUR. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Svanhildur J. Thors Örn Oddgeirsson Þórdís Jónsdóttir Leifur Gíslason Sigrún G. Jónsdóttir William S. Gunnarsson Sigurður Jónsson Finnbjörg Konný Hákonardóttir Guðlaug Jónsdóttir Guðmundur Ólafsson Katrín Fjeldsted Jónsdóttir Magnús Ásmundsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR KARLSSON geðlæknir, Hofsvallagötu 49, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum 10. september sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 23. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á góðgerðasamtök. Guðrún Ingveldur Jónsdóttir Karl Ásgeirsson Monika Gürke Jón Ásgeirsson Anna Birna Jónasdóttir Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir Katerina Prochazkova Ástríður Jónsdóttir Daphne Ósk Karlsdóttir Kjartan Andreas Karlsson Ásgeir Egill Jónsson Arnar Jónsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÓHANNS ANTONÍUSSONAR fyrrverandi útgerðarmanns, frá Fáskrúðsfirði. Guðný Kröyer Ester Jóhannsdóttir Albert Már Steingrímsson Hilmar Jóhannsson Guðrún Helgadóttir Björn Jóhannsson Halldóra Þorgeirsdóttir Sigfús Jóhannsson Kristín Guðjónsdóttir Kolbrún Jóhannsdóttir Ólafur F. Óskarsson barnabörn, barnabarnabörn og langafabörn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU LAUFEYJAR STEFÁNSDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 20. september, kl. 15.00. Skafti Þ. Halldórsson Sigríður Hagalínsdóttir Brynjólfur Gíslason Gerður Þórisdóttir Hafdís Inga Gísladóttir Gunnar Einarsson Vigdís Braga Gísladóttir Hlynur Ívar Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON Þorlákshöfn, áður í Kópavogi, lést sunnudaginn 8. september. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. september kl. 13.00. Helga Harðardóttir Kolbrún Sigurðardóttir Kristinn Briem Hörður Sigurðarson Hrefna Friðriksdóttir Fjalar Sigurðarson Arna Sigrún Sigurðardóttir Sváfnir Sigurðarson Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir Erpur Sigurðarson Yael Nadaf barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.