Fréttablaðið - 20.09.2013, Side 50

Fréttablaðið - 20.09.2013, Side 50
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 Mörkin: 1-0 Ellert Hreinsson (8.), 2-0 Árni Vilhjálmss. (80.), 3-0 Guðjón Pétur Lýðsson (82.). Breiðablik (5-3-2): Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Gísli Páll Helgason 6, Þórður Steinar Hreiðarsson 7, Sverrir Ingi Ingason 7, Elfar Freyr Helgason 7, Kristinn Jónsson 6– Tómas Óli Garðarsson 5 (Andri Rafn Yeoman 5), Finnur Orri Margeirsson 6, Guðjón Pétur Lýðsson 7 (87. Jökull I Elísabetarson -) - Ellert Hreinsson 7, *Árni Vilhjálmsson 8. KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 4 - Haukur Heiðar Hauksson 4, Grétar Sigfinnur Sigurðsson 5, Jonas Grönner 3, Gunnar Þór Gunnarsson 4 (72. Guðmundur Reynir Gunnarsson 5), Jónas Guðni Sævarsson 4, Brynjar Björn Gunnarsson 4 (66. Bjarni Guðjónsson 5), Baldur Sigurðsson 5 - Óskar Örn Hauksson 5, Emil Atlason 4, Gary Martin 4 (63. Kjartan Henry Finnbogason 5). Skot (á mark): 11-4 (6-4) Horn: 2-4 Varin skot: Gunnleifur 4 - Hannes 3 3-0 Kópavogsvöll. 1930 áhorfendur Garðar Ö. Hinriksson (9) Mörkin: 0-1 Sigurður Egill Lárusson (11.), 0-2 Patrick Pedersen (45.). ÍBV (4-4-2): David James 4 (46., Guðjón Orri Sigurjónsson 7) - Arnór Eyvar Ólafsson 6, Matt Garner 6, Eiður Aron Sigurbjörnsson 5, Jón Ingason 5 - Ian Jeffs 5, Tonny Mawejje 6, Gunnar Þorsteinsson 5 (46., Víðir Þorvarðarson 5), Arnar Bragi Bergsson 5 (71., Aaron Spear -) - Gunnar Már Guðmundsson 4, Brynjar Gauti Guðjónsson 5. Valur (4-4-2): Fjalar Þorgeirsson 7 - Jónas Tór Næs 6, Magnús Már Lúðvíksson 6, Matarr Jobe 7, Bjarni Ólafur Eiríksson 6 (80., Lucas Ohlander -) - Arnar Sveinn Geirsson 7 (89., Andri Fannar Stefánsson -), Haukur Páll Sigurðsson 4, Kristinn Freyr Sigurðsson 6, *Sigurður Egill Lárusson 7 - Patrick Pedersen 7, Indriði Áki Þorláksson 6 (87., Stefán Ragnar Guðlaugsson -). Skot (á mark): 7-10 (3-7) Horn: 9-4 Varin skot: James 2, Guðjón 3 - Fjalar 2. 0-2 Hásteinsvöllur 324 áhorfendur Þorvaldur Árnason (7) visir.is Allt um leiki gærkvöldsins visir.is Allt um leiki gærkvöldsins SPORT FÓTBOLTI Knattspyrnustórveld- ið ÍA er fallið úr Pepsi-deildinni. Dvölin í deild þeirra bestu var stutt að þessu sinni eða aðeins tvö ár. Þetta var í fjórða sinn sem ÍA fellur úr efstu deild. Skagamenn hafa ekki riðið feit- um hesti frá viðureignum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir hafa aðeins unnið tvo leiki af nítján og ekki tekið nema eitt stig af þrjátíu mögulegum á útivelli. ÍA er ein- faldlega með lélegasta liðið í Pepsi- deildinni í sumar. „Við ætlum bara að klára þetta mót áður en við hittumst, setjumst niður og förum yfir framhaldið,“ sagði Ingi Fannar Eiríksson, for- maður knattspyrnudeildar ÍA, súr í bragði. Spekingar eru á einu máli um að ÍA hafi einfaldlega ekki sent nógu gott lið til keppni. Hvað finnst for- manninum? „Það er erfitt að meta það almennilega núna. Maður gerir það þegar reiðin rennur af manni. Þá er hægt að greina þetta svo eitt- hvað vit sé í því. Það er ekki hægt að segja neitt núna nema vera bara í bulli.“ Það gekk mikið á hjá Akranesi í sumar. Þórður Þórðarson hætti að þjálfa liðið og í hans stað kom Þorvaldur Örlygsson. Það skilaði liðinu ekki neinu. Er eitthvað sem stjórnin sér eftir? „Við gerðum örugglega fullt af mistökum.“ Ingi Fannar segir að stjórnin sé ánægð með störf Þorvalds þó svo að úrslitin hafi ekki verið góð. For- maðurinn vildi ekki gefa neitt upp um hvort hann yrði áfram með liðið. Sú fiskisaga hefur flogið að Skagamenn ætli sér að reyna að fá Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrr- verandi þjálfara kvennalandsliðs- ins, til þess að taka við liðinu. „Ég held að þetta sé bara eitt- hvað bull. Ég hef ekki heyrt þessa sögu. Ég heyri þær sjaldnast enda vinn ég í banka með tuttugu konum. Við höfum ekkert rætt við Sigurð Ragnar.“ Mikið hefur verið rætt um fram- tíð fyrirliðans, Jóhannesar Karls Guðjónssonar, en orðið á götunni hefur verið að hann muni fara í KR eða FH. Ingi Fannar segir að ekk- ert verði af því. „Hann er samningsbundinn okkur og á eitt ár eftir af samn- ingi. Hann er ekki til sölu. Þetta er fyrirliði liðsins og það er ekki séns að hann fari. Hann fær ekkert að fara,“ sagði Ingi Fannar ákveðinn. henry@frettabladid.is Jói er ekki til sölu Skagamenn segjast ekki vera farnir að leggja línurnar fyrir næsta sumar í 1. deildinni. Menn þar á bæ eru slegnir eft ir að hafa verið sendir niður um deild eft ir 0-5 tap gegn Ólsurum. Skagamenn ætla ekki að selja fyrirliðann sinn. FER EKKI NEITT Skagamenn taka ekki í mál að selja fyrirliðann sinn í vetur. Jóhannes Karl spilar því að óbreyttu í 1. deildinni næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PEPSI DEILDIN 2013 STAÐAN KR 19 15 1 3 45-22 46 FH 20 12 5 3 41-22 41 Stjarnan 20 12 4 4 31-19 40 Breiðablik 20 10 6 4 32-22 36 Valur 20 7 9 4 39-29 30 ÍBV 20 8 5 7 23-22 29 Fram 20 6 4 10 25-33 22 Fylkir 20 5 5 10 28-31 20 Keflavík 20 6 3 11 27-42 21 Þór 20 4 6 10 28-43 18 Víkingur 20 3 8 9 20-28 17 ÍA 19 2 2 15 25-51 8 EVRÓPUDEILD UEFA HELSTU ÚRSLIT TOTTENHAM - TROMSÖ 3-0 1-0 Jermain Defoe (21.), 2-0 Jermain Defoe (29.), 3-0 Christian Eriksen (86.). Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn. MACCABI HAIFA - AZ ALKMAAR 0-1 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (71.). Jóhann Berg og Aron Jóhannsson léku allan leikinn. BETIS - LYON 0-0 VALENCIA - SWANSEA 0-3 0-1 Wilfried Bony (14.), 0-2 Michu (58.), 0-3 Jonathan de Guzmán (62.). ZULTE WAREGEM - WIGAN 0-0 Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn á miðju belgíska liðsins. DYNAMO KIEV- GENK 0-1 0-1 Julien Gorius (62.) LAZIO - LEGIA VARSJÁ 1-0 1-0 Hernanes (53.). STANDARD LIEGE - ESBJERG 1-2 0-1 Mick van Buren (63.), 1-1 Geoffrey Mujangi Bia (73.), 1-2 Mushaga Bakenga (90.). OLÍS-DEILD KARLA AKUREYRI - FRAM 25-18 (9-6) Akureyri - Mörk (skot): Valþór Guðrúnarsson 8 (11), Kristján Orri Jóhannsson 5 (7), Sigþór Heimisson 3 (5), Bjarni Fritzsson 3/1 (6/1), Þrándur Gíslason 2 (4), Gunnar Þórsson 1 (1), Halldór Logi Árnason 1 (1), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (1), Arnór Þorri Þorsteinsson 1 (1), Andri Snær Stefánsson (1), Vladimir Zejak (2), Varin skot: Jovan Kukobat 14 (32, 44%), Fram - Mörk (skot): Sigfús Páll Sigfússon 5 (8), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (4), Sigurður Örn Þorsteinsson 4 (7), Garðar B. Sigurjónsson 2 (5), Ólafur Magnússon 2 (5), Sveinn Þorgeirsson 1 (6), Arnar Freyr Ársælsson (1), Guðmundur Birgir Ægisson (1), Varin skot: Steffan Nielsen 8 (30/1, 27%), Svavar Már Ólafsson 1 (4, 25%), HK - FH 22-22 (13-16) HK - Mörk (skot): Daníel Berg Grétarsson 8 (11), Atli Karl Bachmann 6 (15), Tryggvi Þór Tryggvason 2 (3), Leó Snær Pétursson 2 (3/1), Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2/1 (8/2), Eyþór Már Magnússon 2 (9), Davíð Ágústsson (2), Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 16/3 (37/6, 43%), Helgi Hlynsson (1/1, 0%), FH - Mörk (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/4 (10/5), Ragnar Jóhannsson 3 (5), Sigurður Ágústsson 2 (2), Ísak Rafnsson 2 (3), Magnús Óli Magnússon 2 (4), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (6/1), Halldór Guðjónsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (3), Valdimar Fannar Þórsson 1 (5), Ásbjörn Friðriksson (4/1), Varin skot: Daníel Freyr Andrés. 23/1 (45/2, 51%), VALUR - HAUKAR 27-22 (10-10) Valur - Mörk (skot): Geir Guðmundsson 6 (11), Elvar Friðriksson 5/2 (6/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (8), Orri Freyr Gíslason 4 (5), Jón Björgvin Pétursson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4/1), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Vignir Stefánsson 1 (2), Sveinn Aron Sveinsson 1 (3), Júlíus Þórir Stefánsson (1), Þorgrímur Smári Ólafsson (2), Varin skot: Hlynur Morthens 13 (27, 48%), Lárus Helgi Ólafsson 1 (9, 11%), Haukar - Mörk (skot): Árni Steinn Steinþórsson 6 (10), Einar Pétur Einarsson 5 (6), Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (4), Sigurbergur Sveinsson 3 (8), Adam Haukur Baumruk 2 (4), Elías Már Halldórsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Matthías Árni Ingimarsson (1), Þröstur Þráinsson (2), Varin skot: Giedrius Morkunas 14 (39/1, 36%), Einar Ólafur Vilmundarson 1 (3/1, 33%). KÖRFUBOLTI Ísland mun eiga tvo leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni í vetur eins og á síðasta tímabili. Þetta kom í ljós í gær þegar Hörður Axel Vilhjálmsson samdi við lið CB Valladolid. Jón Arnór Stefánsson spilar áfram með CAI Zaragoza í vetur en Hörður Axel kemur í staðinn fyrir Hauk Helga Pálsson, sem var lánaður til b-deildarliðsins Breogan á dögunum. „Ég setti mér markmið fyrir fimm árum um að fimm árum seinna yrði ég að spila í ACB-deildinni á Spáni. Hér stend ég eftir endalausa vinnu og endalausar hindranir með samning í höndunum. Þú getur gert nákvæmlega það sem þú vilt með þetta líf, fer allt eftir þínum eigin vilja og trú!“ skrifaði Hörður Axel Vilhjálmsson á fésbókarsíðu sína í gær þegar samningurinn var í höfn. Hörður Axel spilaði með Mitteldeutscher BC í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, þar sem hann var með 9,6 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 23,4 mínútum í leik. Hörður Axel er 25 ára bakvörður sem er uppalinn í Fjölni en spilaði með Njarðvík og Keflavík áður en hann fór út. Fyrsti leikur CB Valladolid verður á útivelli á móti Real Madrid en fyrsti Íslendingaslagur tímabilsins verður ekki fyrr en á milli jóla og nýárs þegar Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza taka á móti Herði og félögum. - óój Setti sér þetta markmið fyrir fi mm árum MARKMIÐINU NÁÐ Hörður Axel Vilhjálms- son. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Breiðablik vann frá- bæran sigur á KR, 3-0, í gær og eyðilagði í leiðinni sigurhátíð KR, sem gat tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn á Kópavogsvellinum. Frábær frammistaða hjá Blikum sem héldu Evrópudraumi sínum á lífi í bili. Líklega ein versta frammistaða KR í sumar en liðið er samt sem áður enn með pálm- ann í höndunum og gæti orðið Íslandsmeistari gegn Valsmönn- um á sunnudaginn. „Við lékum illa alveg frá fyrstu mínútu og út allan leikinn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær. KR-liðið var meira með boltann í leiknum og Blikarnir beittu skyndisókn- um með fimm manna vörn fyrir aftan sig. „Breiðablik lék virki- lega vel í kvöld og átti sigurinn fyllilega skilið. Við gerðum allt of mörg mistök í þessum leik og áttum í raun aldrei möguleika í þessum leik,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa ekki misstigið sig oft í sumar og leikur þeirra hefur oftast nær verið góður en það var eitthvað allt annað uppi á teningnum í gær hjá Vesturbæ- ingum. „Boltinn gekk hægt og liðið spilaði boltanum illa. Ég er samt sem áður óánægðastur með lélegt vinnuframlag hjá mönnum í kvöld.“ Íslandsmeistaratitillinn er samt sem áður enn í sjónmáli og þurfa KR-ingar tvö stig í næstu þremur leikjum gegn Val, ÍA og Fram. „Það er kannski eðlilegt þegar öll umfjöllun alls staðar geng- ur út á það að við séum búnir að vinna þennan titil að það fari kannski inn í hausinn á mönnum en það er bara ekki þannig og við þurfum að sækja þessi tvö stig í það minnsta til að tryggja okkur titilinn.“ Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær í gær, skor- aði eitt mark og lagði annað upp. „Ég hef verið að bæta leik minn jafnt og þétt í sumar og átti fínt kvöld,“ segir Árni. „Núna er bara einn leikur í einu og möguleikar okkar á Evrópu- sæti eru ekki enn farnir. Við þurfum að vinna rest og eigum erfiðan leik gegn Stjörnunni um helgina,“ sagði Árni að lokum. - sáp Súrt tap í stað sigurveislu hjá KR-ingum KR-ingum tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í gær því þeir steinlágu 3-0 á móti Blikum. Alexander Petersson spilaði á ný með Rhein-Neckar Löwen í gærkvöldi þegar liðið gerði 31-31 jafntefli á móti úkraínska liðinu HC Motor Zaporozhye í fyrsta leik liðanna í Meistara- deildinni í handbolta. Úrslitin voru vissulega vonbrigði fyrir Guðmund Guð- mundsson og lærisveina hans en það var gleðiefni fyrir liðið að endurheimta Alexander. Það var vel fagnað í höllinni þegar Alexander kom aftur inn á völlinn, enda er hann algjör lykilmaður í liðinu. Alexander fór í aðgerð á öxl í júní og spilaði nú aftur eftir sextán vikna endurhæfingu. Alexander skoraði tvö mörk í gær en framkvæmdastjórinn Thorsten Storm bjóst ekki við íslenska landsliðsmanninum strax. „Við reiknuðum með honum í október en svona er Alexander Petersson,“ sagði Thorsten Storm í viðtali á heimasíðu Löwen. Alexander sneri aft ur í gær langt á undan áætlun BLIKAR FAGNA Breiðablik sýndi styrk sinn á móti Íslandsmeistaraefnunum úr KR á Kópavogsvellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.