Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsusamlegt fæði. Eva Signý Berger. Fataskápurinn. Trendnet.is partý og prinsessan. Spjörunum úr og helgarmaturinn.
4 • LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013
Bókin inni-
heldur 100
uppskriftir
sem henta
allri fjöl-
skyldunni.
Þ
etta er búið að spinn-
ast mikið út frá blogg-
inu mínu, en ég byrj-
aði að pósta myndum af
matnum mínum því ég
var sjálf í átaki. Það varð til þess
að fólk tók eftir þessu og ég hef
fengið þó nokkrar fyrir spurnir
síðan,“ segir María Krista sem
nú heldur lágkolvetna matreiðslu-
námskeið í Salti eldhúsi. „Auður
sem rekur Salt eldhús hafði sam-
band því hún sá að fólk var að
sækjast eftir leiðbein ingum með
þessum lágkolvetna hráefnum
sem geta stundum verið svo lítið
flókin. Við hönnuðum svo nám-
skeið saman en fólk lærir heila
fjórtán rétti á námskeiðinu, bæði
veislurétti og bakstur.“
María Krista segist hafa byrj-
að að sanka að sér glúten fríum
og sykurlausum upp skriftum
þegar tvö af þremur börnum
hennar greindust með glúten-
ofnæmi. Fjölskyldan ákvað í
kjölfarið að breyta mataræð-
inu enda þótti líklegt að foreldr-
arnir væri einnig við kvæmir
fyrir glúteni. Nýja fæðinu tók
María Krista fagnandi en hún
var sjálf í átaki með nýjum og
betri lífsstíl. „Þegar strákur-
inn minn fæddist var ég orðin
100 kílóa kerling, í Crocs-skóm
og flíspeysu. Ég ákvað loksins
að taka mig á og léttist um 30
kíló á danska kúrnum á einungis
sjö mánuðum. Í dag reyni ég
að halda fæðinu hveitilausu, án
glútens og sykurlausu.“ María
Krista er menntuð sem grafísk-
ur hönnuður og hefur nóg fyrir
stafni en hún rekur kristadesign.
is og selur vörur sínar meðal
annars í blómabúðir, Epal, Hrím
og Volcano. „Það er svo gaman
að geta samnýtt áhugann á
góðum uppskriftum og vinnuna
mína og því ákvað ég að útbúa
fallega og pena uppskriftastanda
sem innihalda uppskriftir sem
hægt er að kaupa og jafnvel gefa
í gjafir.“ Næstu námskeið í Salt
eldhúsi eru dagana 12. og 19.
október en skráning fer fram á
info@salteldhus.is.
SNICKERS-BITAR
20 gr. kókosflögur
80 gr. hýðislausar möndlur
80 gr. pekanhnetur
20 gr. sesammjöl Funksjonell
½ dl kókosolía
½ dl hnetusmjör
1 tsk. Bourbon vanilluduft eða
vanilludropar
¼ tsk. sjávarsalt
3 msk. Sukrin Melis
10 dropar Via Health Stevíudropar
Ristið á pönnu kókosflögur,
möndlur og pekanhnetur þar til
gylltar, þarf ekki langan tíma.
Blandið saman í skál, kókosolíu og
hnetusmjöri og bræðið í örbylgju-
ofni, má líka nota skaftpott og
hita á hellu. Blandið vel saman og
bætið við sukrin, vanilludufti, salti
og stevíu.
Setjið volgar hneturnar í mat-
vinnsluvél í stutta stund þar til allt
er grófmalað, bætið svo við sesam-
mjölinu og maukið áfram.
Að lokum fer kókosolíublandan út í
og aftur maukað þar til áferðin er
eins og gróft hnetusmjör.
Setjið „deigið“ í þunnan bakka
með smjörpappír og þrýstið út í
hliðarnar.
Frystið í 20 mín. og búið til
súkkulaði á meðan.
Súkkulaðikrem
35 gr. af 85% súkkulaði
2 msk. ósaltað smjör eða 2 msk.
kókosolía
1 msk. Sukrin Melis
5 dropar vanillustevía Via Health
1 tsk. rjómi
Hitið þetta saman í potti eða ör-
bylgju og hrærið vel í til að allt
leysist vel upp.
Takið hnetustykkið úr frysti og
hellið súkkulaðinu hratt og örugg-
lega yfir. Dreifið úr og kælið aftur
í 20 mín.
MATUR LÁGKOLVETNA NÁMSKEIÐ Á SALTI
Matgæðingurinn og grafíski hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir heldur námskeið í Salti eldhúsi.
Í okkar nútímasamfélagi eru
heilsa, hreint fæði og matargerð
efst á baugi hjá mörgum. Spenn-
andi uppskriftir og ráðleggingar
flæða um netmiðlana og möguleik-
arnir eru endalausir. Margir hafa
tileinkað sér lágkolvetna matar-
æðið sem snýst um að minnka kol-
vetnaneysluna og velja meiri fitu
og prótínríkara fæði. Matar æðið
þykir henta vel til að hemja sykur-
hungrið sem læðist að fólki en lík-
aminn notar þá fitu sem orkugjafa
í stað kolvetnis. Ulrika Davidsson,
næringarfræðingur og einn vin-
sælasti matarbloggari Svía. breytti
lífsstíl sínum og léttist um 96 kíló
á lágkolvetna mataræðinu. Hún
hefur nú gefið út bók með 100 upp-
skriftum sem henta fyrir alla fjöl-
skylduna en bókin hefur verið
þýdd á íslensku og heitir Lágkol-
vetna ljúfmeti 100 léttir réttir.
LAMBAHAKKSHLEIFUR MEÐ
RAUÐRÓFUM OG GEITAOSTI
4 skammtar
Gerið tilbrigði við réttinn með því
að skipta lambahakkinu út fyrir
nautahakk eða blandað hakk.
Rauðrófurnar í hverjum skammti
innihalda u.þ.b. 7 g af kolvetnum.
1 hvítlauksgeiri
500 g lambahakk
Salt og svartur pipar
1 tsk. þurrkaðar franskar krydd-
jurtir, Herbes de Provence
BÓKIN LÁGKOLVETNA LJÚFMETI
Ný bók eftir Ulriku Davidsson, næringarfræðing og matarbloggara, er komin í verslanir.
Bókin inniheldur 100 léttar lágkolvetna uppskriftir.
1 egg
½ dl rjómi
4 soðnar rauðrófur
1 msk. hunang
150 g geitaostur
70 g grænt salat
Hitið ofninn í 200 gráður. Saxið
hvítlauksgeirann smátt. Blandið
saman hakki, hvítlauk, salti, pipar,
jurtum, eggi og rjóma í skál. Búið
til aflanga rúllu úr deiginu og
leggið í eldfast fat. Skerið í rúlluna
með fingrunum.
Skerið soðnu rauðrófurnar í litla ten-
inga. Myljið ostinn. Blandið saman
rauðrófum, osti og hunangi í skál
og leggið blönduna í skor urnar.
Fyllið skorurnar aftur með hakki og
setjið í ofninn í u.þ.b. 30 mínútur.
Berið fram með blönduðu salati.
María Krista Hreiðarsdóttir
aðhyllist LKL-lífsstílinn og von-
ast nú til að geta aðstoðað
aðra með námskeiðinu.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU