Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 24
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsusamlegt fæði. Eva Signý Berger. Fataskápurinn. Trendnet.is partý og prinsessan. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 4 • LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013 Bókin inni- heldur 100 uppskriftir sem henta allri fjöl- skyldunni. Þ etta er búið að spinn- ast mikið út frá blogg- inu mínu, en ég byrj- aði að pósta myndum af matnum mínum því ég var sjálf í átaki. Það varð til þess að fólk tók eftir þessu og ég hef fengið þó nokkrar fyrir spurnir síðan,“ segir María Krista sem nú heldur lágkolvetna matreiðslu- námskeið í Salti eldhúsi. „Auður sem rekur Salt eldhús hafði sam- band því hún sá að fólk var að sækjast eftir leiðbein ingum með þessum lágkolvetna hráefnum sem geta stundum verið svo lítið flókin. Við hönnuðum svo nám- skeið saman en fólk lærir heila fjórtán rétti á námskeiðinu, bæði veislurétti og bakstur.“ María Krista segist hafa byrj- að að sanka að sér glúten fríum og sykurlausum upp skriftum þegar tvö af þremur börnum hennar greindust með glúten- ofnæmi. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að breyta mataræð- inu enda þótti líklegt að foreldr- arnir væri einnig við kvæmir fyrir glúteni. Nýja fæðinu tók María Krista fagnandi en hún var sjálf í átaki með nýjum og betri lífsstíl. „Þegar strákur- inn minn fæddist var ég orðin 100 kílóa kerling, í Crocs-skóm og flíspeysu. Ég ákvað loksins að taka mig á og léttist um 30 kíló á danska kúrnum á einungis sjö mánuðum. Í dag reyni ég að halda fæðinu hveitilausu, án glútens og sykurlausu.“ María Krista er menntuð sem grafísk- ur hönnuður og hefur nóg fyrir stafni en hún rekur kristadesign. is og selur vörur sínar meðal annars í blómabúðir, Epal, Hrím og Volcano. „Það er svo gaman að geta samnýtt áhugann á góðum uppskriftum og vinnuna mína og því ákvað ég að útbúa fallega og pena uppskriftastanda sem innihalda uppskriftir sem hægt er að kaupa og jafnvel gefa í gjafir.“ Næstu námskeið í Salt eldhúsi eru dagana 12. og 19. október en skráning fer fram á info@salteldhus.is. SNICKERS-BITAR 20 gr. kókosflögur 80 gr. hýðislausar möndlur 80 gr. pekanhnetur 20 gr. sesammjöl Funksjonell ½ dl kókosolía ½ dl hnetusmjör 1 tsk. Bourbon vanilluduft eða vanilludropar ¼ tsk. sjávarsalt 3 msk. Sukrin Melis 10 dropar Via Health Stevíudropar Ristið á pönnu kókosflögur, möndlur og pekanhnetur þar til gylltar, þarf ekki langan tíma. Blandið saman í skál, kókosolíu og hnetusmjöri og bræðið í örbylgju- ofni, má líka nota skaftpott og hita á hellu. Blandið vel saman og bætið við sukrin, vanilludufti, salti og stevíu. Setjið volgar hneturnar í mat- vinnsluvél í stutta stund þar til allt er grófmalað, bætið svo við sesam- mjölinu og maukið áfram. Að lokum fer kókosolíublandan út í og aftur maukað þar til áferðin er eins og gróft hnetusmjör. Setjið „deigið“ í þunnan bakka með smjörpappír og þrýstið út í hliðarnar. Frystið í 20 mín. og búið til súkkulaði á meðan. Súkkulaðikrem 35 gr. af 85% súkkulaði 2 msk. ósaltað smjör eða 2 msk. kókosolía 1 msk. Sukrin Melis 5 dropar vanillustevía Via Health 1 tsk. rjómi Hitið þetta saman í potti eða ör- bylgju og hrærið vel í til að allt leysist vel upp. Takið hnetustykkið úr frysti og hellið súkkulaðinu hratt og örugg- lega yfir. Dreifið úr og kælið aftur í 20 mín. MATUR LÁGKOLVETNA NÁMSKEIÐ Á SALTI Matgæðingurinn og grafíski hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir heldur námskeið í Salti eldhúsi. Í okkar nútímasamfélagi eru heilsa, hreint fæði og matargerð efst á baugi hjá mörgum. Spenn- andi uppskriftir og ráðleggingar flæða um netmiðlana og möguleik- arnir eru endalausir. Margir hafa tileinkað sér lágkolvetna matar- æðið sem snýst um að minnka kol- vetnaneysluna og velja meiri fitu og prótínríkara fæði. Matar æðið þykir henta vel til að hemja sykur- hungrið sem læðist að fólki en lík- aminn notar þá fitu sem orkugjafa í stað kolvetnis. Ulrika Davidsson, næringarfræðingur og einn vin- sælasti matarbloggari Svía. breytti lífsstíl sínum og léttist um 96 kíló á lágkolvetna mataræðinu. Hún hefur nú gefið út bók með 100 upp- skriftum sem henta fyrir alla fjöl- skylduna en bókin hefur verið þýdd á íslensku og heitir Lágkol- vetna ljúfmeti 100 léttir réttir. LAMBAHAKKSHLEIFUR MEÐ RAUÐRÓFUM OG GEITAOSTI 4 skammtar Gerið tilbrigði við réttinn með því að skipta lambahakkinu út fyrir nautahakk eða blandað hakk. Rauðrófurnar í hverjum skammti innihalda u.þ.b. 7 g af kolvetnum. 1 hvítlauksgeiri 500 g lambahakk Salt og svartur pipar 1 tsk. þurrkaðar franskar krydd- jurtir, Herbes de Provence BÓKIN LÁGKOLVETNA LJÚFMETI Ný bók eftir Ulriku Davidsson, næringarfræðing og matarbloggara, er komin í verslanir. Bókin inniheldur 100 léttar lágkolvetna uppskriftir. 1 egg ½ dl rjómi 4 soðnar rauðrófur 1 msk. hunang 150 g geitaostur 70 g grænt salat Hitið ofninn í 200 gráður. Saxið hvítlauksgeirann smátt. Blandið saman hakki, hvítlauk, salti, pipar, jurtum, eggi og rjóma í skál. Búið til aflanga rúllu úr deiginu og leggið í eldfast fat. Skerið í rúlluna með fingrunum. Skerið soðnu rauðrófurnar í litla ten- inga. Myljið ostinn. Blandið saman rauðrófum, osti og hunangi í skál og leggið blönduna í skor urnar. Fyllið skorurnar aftur með hakki og setjið í ofninn í u.þ.b. 30 mínútur. Berið fram með blönduðu salati. María Krista Hreiðarsdóttir aðhyllist LKL-lífsstílinn og von- ast nú til að geta aðstoðað aðra með námskeiðinu. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.