Fréttablaðið - 15.10.2013, Page 6
15. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hversu margir einstaklingar hafa
farið á atvinnuleysisskrá frá árinu 2008?
2. Með hvaða liði leika knattspyrnu-
konurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og
Þóra Björk Helgadóttir?
3. Hvað heitir ný skáldsaga Kára Valtýs-
sonar?
SVÖR:
1. 62 þúsund. 2. LDB Malmö í Svíþjóð.
3. Afl eiðingar.
SÝRLAND, AP Fjórir af sjö hjálpar-
starfsmönnum voru í gær látn-
ir lausir í Sýrlandi, eftir að hafa
verið í haldi gíslatökumanna frá
því á sunnudag. Þrír þeirra eru
frá Rauða krossinum en einn frá
Rauða hálfmánanum. Enn eru þrír
starfsmenn Rauða krossins í haldi
gíslatökumannanna.
Óljóst er hverjir stóðu að verki
en fólkinu var rænt skammt frá
Sar aqeb í Idlib-héraði norðvestan
til í landinu. Fjórum hinna rændu
var svo sleppt við tyrknesku
landamærin í gær. Rauði krossinn
segir mannrán geta grafið undan
hjálpar starfi í Sýrlandi. - gb
Mannrán ógna hjálparstarfi:
Fjórir gíslanna
lausir í Sýrlandi
VEISTU SVARIÐ?
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
SKIPULAGSMÁL Mikill meirihluti landsmanna er
andvígur því að sveitarfélögin úthluti trúfélög-
um ókeypis lóðum til að byggja trúarbygging-
ar samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar
MMR.
Alls sögðust 71,3 prósent þeirra sem afstöðu
tóku í könnuninni mjög eða frekar andvíg úthlut-
un ókeypis lóða. Um 18,8 prósent sögðust hlut-
laus en tíu prósent sögðust frekar eða mjög fylgj-
andi því að trúfélög fái ókeypis lóðir.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, segir það lengi hafa
verið stefnu sveitarfélaganna að afnema hvers
kyns undanþágur.
„Ég heyrði fréttirnar af þessari könnun og
niðurstöðurnar komu mér ekkert á óvart. Bæði
hefur viðhorf til svona undanþága breyst og svo
er hitt að trúfélög eru umdeildari í dag en þau
voru hér áður,“ segir Halldór.
Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitar-
félaga eru kirkjur og bænahús skráðra trúfélaga
undanþegin fasteignaskatti. Halldór segir að
slíkt hafi einnig átt við um íslenska ríkið en þar
hafi orðið breyting á.
„Fyrir nokkrum árum borgaði ríkið ekki fast-
eignaskatt af sínum eignum nema að litlu leyti.
Framtíðarmúsíkin er að útrýma þessum undan-
þágum,“ segir Halldór. -eh
Formaður Sambands sveitarfélaga segist ekki undrast andstöðu fólks við ókeypis lóðir til trúfélaga:
Lengi viljað útrýma öllum undanþágum
TRÚFÉLÖGIN
GREIÐI SJÁLF
Halldór Hall-
dórsson segir að
skattgreiðendur
eigi ekki að
bera kostnað af
lóðaúthlutunum
til trúfélaga.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ÍTALÍA, AP Kaþólska kirkjan í Róm
harðneitar að taka þátt í að jarð-
syngja og grafa þýska nasistann
Erich Priebke, sem lést í stofu-
fangelsi þar í borg á föstudag.
Priebke varð hundrað ára fyrr
á árinu. Hann var dæmdur í ævi-
langt fangelsi árið 1996 fyrir aðild
að fjöldamorðum þýskra nas-
ista í Ardeatíne-hellunum í Róm.
Priebke var á flótta í nær hálfa öld
áður en hann var framseldur frá
Argentínu. Dóminn afplánaði hann
í stofufangelsi heima hjá lögmanni
sínum, Paolo Giachini. Kirkjan
segir að Giachini verði sjálfur að
sjá um útförina. - gb
100 ára deyr í stofufangelsi:
Jarðsyngja ekki
nasista í Róm
LÖGREGLUMÁL Íslenska utanríkis-
þjónustan kom því til leiðar um
helgina að ungi, íslenski maðurinn
sem gripinn var við kókaínsmygl til
Buenos Aires í Argentínu á fimmtu-
dag var fluttur í skaplegra fang-
elsi, fyrst og fremst ætlað
útlendingum.
Maðurinn, sem
er fæddur árið
19 91, var
handtekinn
á a lþjóða-
flugvellinum
í Buenos Aires
á fimmtudaginn
með fjögur og hálft
kíló af kókaíni í fórum sínum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var hann þá á leiðinni úr
landi, til Alicante á Spáni.
Maðurinn var færður í varð-
hald í almennt fangelsi, þar sem
hann deildi litlum klefa með fjölda
manns. Í samráði við sendiráð
Íslands í Washington gekk Daniel
Koltonski, ræðismaður Íslands í
Argentínu, í það að útvega mann-
inum lögfræðing og fá hann flutt-
an í annað fangelsi, sem gekk eftir.
Þar munu aðstæður vera allt aðrar
og betri.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hefur maðurinn verið í sambandi
við fjölskyldu sína og
auk þess hefur verið
tryggt að aðstand-
endur muni geta
komið til hans fjár-
munum þegar og ef
það reynist nauð-
synlegt fyrir lög-
mannskostnaði og
öðru. Almennt eru
fjármagnsflutning-
ar til og frá Arg-
entínu vandkvæð-
um bundnir vegna
gjaldeyrishafta.
Maðurinn mun hafa farið frá
Íslandi í ágúst síðastliðnum og
síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að
hann væri kominn með vinnu í
Danmörku. Eftir það spurðist lítið
til hans, þangað til hann var hand-
tekinn fyrir helgi.
Alls er óvíst hversu langan tíma
meðferð málsins ytra mun taka en
það gætu þó orðið margir mánuðir.
Að sögn Karls Steinars Valssonar,
yfirmanns fíkniefnadeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa
íslensk lögregluyfirvöld enn ekki
fengið málið inn á borð til sín, þótt
búist sé við að svo verði.
stigur@frettabladid.is
Íslendingnum í Argentínu
komið í skaplegra fangelsi
Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn
með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi.
Undanfarin ár hafa Íslendingar margsinnis verið
handteknir í Suður-Ameríku eða við komuna
þaðan með fíkniefni í fórum sínum, og oft er
Íberíuskaginn upphaf eða endir ferðarinnar.
➜ Júní 2006 Hlynur Smári Sigurðsson hand-
tekinn á brasilískri rútustöð á leið úr landi með
það sem hann hélt vera þrjú kíló af kókaíni, en
reyndist mestmegnis barnapúður. Hlynur hlaut
þriggja ára dóm.
➜ Ágúst 2006 Ingólfur Rúnar Sigurz handtekinn
á Guarulhos-flugvellinum í Sao Paulo með 12,2
kíló af hassi við komuna frá Amsterdam. Hlaut
sex ára og átta mánaða dóm.
➜ Júní 2007 Karl Magnús Grönvold handtekinn
á Guarulhos-flugvelli í Sao Paulo á leið til
Lissabon með tvö og hálft kíló af kókaíni í
fórum sínum. Karl fékk fjögurra ára dóm.
➜ Maí 2009 Ragnar Erling Hermannsson hand-
tekinn á flugvelli í Recife í Brasilíu með sex
kíló af kókaíni á leið til Malaga á Spáni. Ragnar
bíður enn dóms.
➜ Október 2009 Hörður Sigurjónsson, fyrr-
verandi lögreglumaður, handtekinn á Ezeiza-
alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á leið til
Spánar með fimm kíló af kókaíni. Ekkert hefur
frést af dómi yfir honum.
➜ Desember 2009 Ungt par handtekið á
Barajas-flugvellinum í Madríd með fjögur kíló
af kókaíni við komuna frá Perú. Bæði hlutu sex
ára dóm.
➜ Mars 2010 Jóna Denný Sveinsdóttir handtekin
á alþjóðaflugvellinum í Líma í Perú á leið úr
landi með tvö kíló af kókaíni. Sat af sér dóm.
➜ Júlí 2005 Sverrir Þór Gunnarsson handtekinn
í Rio de Janeiro, grunaður um að standa að
smygli á 50 þúsund e-töflum til landsins frá
Lissabon. Fékk 22 ára dóm. Sverrir hefur frá
því um miðjan síðasta áratug búið í Brasilíu, á
Spáni og í Amsterdam.
Mörg dæmi um smygl til og frá Suður-Ameríku
FLUGVÖLLURINN Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er handtekinn fyrir
fíkniefnasmygl á Ezeiza-flugvellinum í Buenos Aires. NORDICPHOTOS/AFP
ERICH PRIEBKE Dæmdur í ævilangt
fangelsi árið 1996. FRÉTTABLAÐIÐ/AP