Fréttablaðið - 15.10.2013, Síða 19

Fréttablaðið - 15.10.2013, Síða 19
JÓLAHLAÐBORÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2013 Kynningarblað Matur, skemmtiatriði, borðsiðir og uppskriftir. Slippbarinn á Icelandair hótel Reykjavík Marina „Jólin eru öðruvísi hjá okkur. Matseðillinn okkar er ekki beinlínis hefðbundinn jólamatseðill. Við erum ekkert í reykt- um og söltum mat heldur leggjum áherslu á létt og ferskt og óhefðbundið. Hér fær enginn bjúg,“ segir Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumeistari á Slippbarnum á Icelandair hótel Reykjavík Marina. Jóhannes segir Slippbarinn kærkomið skjól í yfirþyrm- andi jólaösinni og þar finni allir eitthvað við sitt hæfi. Mat- urinn er útbúinn af framúrskarandi kokkum en Bjarni Sigur- óli Jakobsson, matreiðslumaður á Slippbarnum og Jóhannes Steinn, hafa báðir hampað titlinum matreiðslumaður ársins. „Við bjóðum upp á mikið stuð og gífurlega góðan jólamat. Við vorum í fyrsta skipti með jólahlaðborð í fyrra og því var mjög vel tekið. Það verður því með sama sniði í ár en þó með nokkrum viðbótum. Hlaðborðið verður bæði í hádeginu og á kvöldin og við byrjum 29. nóvember. Eftir það verður það öll hádegi og kvöld fram á Þorláksmessu. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi hjá okkur og mjög sniðugt fyrir hópa að kíkja til okkar í hádeginu. Við erum til dæmis með frábært jólapúns sem kokteilmeistararnir okkar sérblanda af einstakri snilld. Púnsið setur algjörlega punktinn yfir i-ið á jólunum“ full- yrðir Jóhannes. Borðapantanir í síma: 560 8080 – nánari upplýsingar: www.slippbarinn.is Boðið verður upp á sushi meðal annars á jólahlaðborði VOX. MYND/ICELANDAIR HOTELS Haldið í hefðirnar á Satt Restaurant. MYND/ICELANDAIR HOTELS Öðruvísi jól á Slippbarnum. MYND/ICELANDAIR HOTELS Satt Restaurant á Icelandair hótel Reykjavík Natura. „Við höldum fast í hefðirnar á Satt Restaurant enda áralöng hefð fyrir jólahlaðborði hér á hótelinu. Þetta eru þriðju jólin okkar síðan við tókum við rekstrinum og við byggjum á því gamla og góða en þó með nýjum áherslum. Við skiptum hlaðborðunum okkar niður og bjóðum meðal annars upp á síldarborð, hangikjötsborð, heilsuborð, eftirrétta borð og svo framvegis. Salur- inn er skreyttur með íslenskum jurtum og viði úr norðlenskri náttúru en Laufey Skúladóttir frá Stóru- Tjörnum sér um skreytingarnar fyrir okkur,“ segir Hrafnhildur Steindórsdóttir, veitingastjóri á Satt Restaurant á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Jólahlaðborðin hefjast fimmtudaginn 14. nóvem- ber og verða öll fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld og svo alla daga fram að jólum frá 5. des- ember. Hádegisjólahlaðborð er einnig á sínum stað. „Gestirnir okkar koma ár eftir ár og bóka yfirleitt strax aftur fyrir næsta ár. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona syngur fyrir gesti eins og hún hefur gert undanfarin ár og á sunnudögum fáum við jólasvein í heimsókn í hádeginu. Það er eitthvað fyrir alla fjölskylduna hér á Satt,“ segir Hrafnhildur. Borðapantanir: 444 4050 – allar nánari upplýsingar: www.sattrestaurant.is Jólin á Icelandair Hotels Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á jólahlaðborðum veitingastaða Icelandair Hotels. Á Slippbarnum eru farnar óhefðbundnar leiðir á meðan gamalgrónar hefðir fá að njóta sín á veitingastaðnum Satt. Í hátíðarsal Hilton er boðið upp á glæsilegar jólakræsingar með nýjum og skemmtilegum útfærslum og dansleik. Jóladýrðin á Hilton Reykjavík Nordica og VOX Restaurant „Í hátíðarsal Hilton munum við bjóða upp á jóla- mat með breyttum áherslum frá því sem áður hefur verið. Það verður ekki eitt stórt og langt hlaðborð eins og fólk á að venjast, heldur fleiri smærri borð og skemmtilegri útfærslur á matnum sjálfum. Við munum til dæmis bjóða upp á sushi á jólahlað- borðinu sem við höfum ekki gert áður,“ útskýrir Páll Hjálmarsson, veitingastjóri á VOX Restaurant á Hilton Reykjavík Nordica. „Þá verðum við einnig með jóladansleik í fyrsta skipti nú í ár frá 22. nóvember til 14. desember. Pálmi Sigur hjartarson píanóleikari og Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona verða með okkur eins og undan farin ár og skemmta gestum meðan á borð- haldi stendur. Þegar líður á kvöldið bætist Eyþór Ingi Gunnlaugsson í hópinn með hljómsveit og skemmtunin breytist í dansleik. Dansinn dunar svo fram eftir.“ Á VOX Restaurant verður sérstakur jólamatseðill í boði frá 18. nóvember fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð á að- ventunni. Sem fyrr verður jólahádegishlaðborð á virkum dögum og jólabrunch um helgar. Borðapantanir: 444 5050 – nánari upplýsingar: www.vox.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.