Fréttablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 31
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
315. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR
Á bílasýningunni í Frankfurt
í síðasta mánuði sýndi Ford
Vignale-bíl sinn, sem er lúxusút-
gáfa af Mondeo-bílnum. Hann
verður sá fyrsti sem Ford mun
kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni.
Ford ætlar greinilega ekki að
eftirláta þýsku lúxusbílafram-
leiðendunum Audi, BMW og
Mercedes Benz, sem og Lexus,
Infi nity og Acura frá Japan, alveg
þennan markað. Ekki er ljóst hve
margar bílgerðir Ford ætlar að
bjóða undir þessum merkjum en
þessir bílar verði á sama verðbili
og ST-kraftabílar Ford. Þessir
bílar eiga samt að draga að an-
nars konar markhóp, sem sækist
eftir miklum gæðum og lúxus í
bílum sínum. Ford segir að þessi
hópur bílkaupenda tilheyri efsta
15 prósenta laginu í verðbili bíla.
Vignale-bílar Ford verða víst 10
prósentum dýrari en Titanium-
útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur
núverandi bíla Ford. Um 500
söluaðilar Ford í Evrópu munu
selja Vignale-útfærslurnar og
áætla Ford-menn að sala þeirra
verði um tíu prósent af sölu
allra Ford-bíla í Evrópu, en um
fi mm prósent heildarsölunnar í
heiminum.
Ford ætlar
á lúxusbíla-
markaðinn
Regn - snjór - krap
Er bíllinn þinn klár fyrir veturinn?
Nýr og fullkominn tölvuhugbúnaður og hágæða ný efni í þvottastöðvum Löðurs.
Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn
Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi
Rain-X ekki bara fyrir framrúðuna.
Rain-X fylgir öllum bílaþvotti í
svamp burstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 og er
fáanlegur á snertilausu þvottastöðvum Löðurs
á Grjótahálsi 8 og Fiskislóð 29.
Löður kynnir
Mælaborðið í Honda
Accord er smíðað í
einu lagi til þess að
koma í veg fyrir að í
því hrikti. Innrétting
bílsins hefur tekið
stórstígum framförum
frá síðustu kynslóð.
Öll stjórntæki eru
einföld og skiljanleg.
Ford Mondeo Vignale.