Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 4
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
LÖGREGLUMÁL Skotmaðurinn í Árbæ átti langan afbrotaferil að baki
í Noregi. Hann var sendur til Íslands í fylgd norskra lögreglumanna
sumarið 1982. Þau skilaboð fylgdu að honum hefði verið vísað ævi-
langt frá Noregi vegna þjófnaðarmála. Eigi að síður hélt hann aftur
til Noregs, því haustið 1986 kemur lögreglan að honum þar sem
hann er að brjótast inn. Maðurinn var þá vopnaður og dró upp sjálf-
virka skammbyssu og beindi henni að lögregluþjóni. Hann var í kjöl-
farið ákærður fyrir tilraun til manndráps, innbrot, þjófnað og fyrir
að hafa fíkniefni í fórum sínum. - jme, hh
Vísað ævilangt frá Noregi vegna ýmissa afbrota:
Beindi byssu að lögreglu í Noregi
Tvær tegundir af níu millimetra
skotvopnum eru í eigu sérsveit-
ar ríkislögreglustjóra. Annars
vegar er um að ræða léttar vél-
byssur af gerðinni Heckler &
Koch MP5, hins vegar skamm-
byssur af gerðinni Glock.
Flestar sérsveitir heims nota þessar
tegundir skotvopna. Byssurnar sem notaðar
voru í aðgerðum sérsveitarinnar í gær hafa
verið teknar til hliðar á meðan saksóknari
rannsakar málið. - gb
Skotvopnin sem sérsveitin notaði í gær tekin til hliðar:
Verða rannsökuð af saksóknara
LÖGREGLAN „Við vinnum hörðum höndum að því að
styðja okkar fólk,“ segir Ólafur Örn Bragason, sál-
fræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra. Ólafur
getur ekki tjáð sig um einstök mál eins og líðan lög-
reglumannanna sem voru í skothríðinni í Hraunbæ í
gær. Það er þó vitað að það er mjög stór streituþáttur
fyrir lögreglumann þegar maður lætur lífið í aðgerð.
„Við erum með skipulagðan félagastuðning, það er
stuðningur félaganna á milli og virkar sem brú yfir í
fagþjónustu. Alltaf þegar alvarleg atvik eiga sér stað,
til dæmis dauðsföll eða ofbeldi gegn lögreglumönnum,
þá virkjum við þetta kerfi.“ Ólafur Örn segir stuðning
félaganna skipta miklu máli í svona aðstæðum.
„Það er búið að þjálfa upp fjölda lögreglumanna við
að veita félögum stuðning. Þegar erfið áföll hafa orðið,
eins og í gær, þá ljúkum við vöktum með viðrunar-
fundi og þar er farið yfir málið. Þannig veitum við
fyrsta stuðning.“ - epg
Félagastuðningur lögreglumanna mikilvægur:
Dauðsfall í lögregluaðgerð er
mikið áfall segir sálfræðingur
STJÓRNMÁL Áhrif skuldaleiðrétt-
inga á stöðu fólks í greiðsluvanda
voru rædd á Alþingi í gær. Árni
Páll Árnason, formaður Samfylk-
ingarinnar, spurði Bjarna Bene-
diktsson fjármálaráðherra hvernig
ríkisstjórnin hygðist leysa vanda
þeirra sem áfram munu glíma við
greiðsluvanda vegna neikvæðrar
eiginfjárstöðu, þrátt fyrir aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar í þágu skuld-
ugra heimila.
Nefndi Árni sérstaklega þrjá
hópa: fólk með lánsveð, fólk sem
ekki fékk fullnægjandi úrlausn
með 110 prósent leiðinni og þá sem
keyptu á fasteign á versta tíma,
það er tímabilinu 2005 til 2007.
Fjármálaráðherra svaraði því til
að aðgerðirnar gagnaðist öllum
þeim sem vildu leggja eitthvað af
mörkum sjálfir. „Hóparnir, sem
háttvirtur þingmaður er sérstak-
lega að tala um, geta einmitt létt
greiðslubyrðina sína með því að fá
frjálst val og skattalegan hvata til
þess að setja sparnaðinn sinn inn
á húsnæðislán,“ sagði ráðherra.
„Það stóra sem stendur eftir er að
fjármálaráðherra segir að ekki
standi til að gera neitt fyrir þá sem
eru áfram í neikvæðri eiginfjár-
stöðu eftir þessar aðgerðir,“ segir
Árni um svar ráðherra. Í gær lagði
Árni fram skriflega fyrirspurn til
forsætisráðherra í níu liðum um
áhrif aðgerðanna út frá eignum
og tekjum fólks. - eb
Áhrif skuldaaðgerða á stöðu fólks í greiðsluvanda voru til umræðu á Alþingi í gær:
Greiðsluvandinn enn óleystur hjá sumum
ÁRNI PÁLL ÁRNASON
Formaður Samfylkingarinnar vill svör
um vanda þeirra sem eru með lánsveð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SÁLFRÆÐINGUR
RÍKISLÖGREGLU-
STJÓRA Ólafur
Örn Bragason
segir félagastuðn-
ing lögreglumanna
vera mikilvægan
eftir erfið áföll.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKOTVOPN
Glock-skammbyssa
og vélbyssa af gerðinni
Heckler & Koch MP5.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Hafðu það
mjúkt um jólin
100%
Pima bómull
2013-2060 er gert
ráð fyrir að mannfjöldi á Íslandi
verði 430.545 í lok tímabilsins
miðað við 321.857 íbúa 1. janúar
2013.
Lægsti fjöldi landsmanna í spánni
verður 387.597 íbúar 1. janúar 2060,
en samkvæmt hæstu spá 490.976
talsins. Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands
LÖGREGLUMÁL Haraldur Johannes-
sen ríkislögreglustjóri sagði á
blaðamannafundi sem haldinn var
í gær að árásin í Hraunbæ ætti sér
engin fordæmi í Íslandssögunni.
Meðal annars hafi verið haft sam-
band við innanríkisráðherra og
ríkissaksóknara, en gerð verður
rannsókn á aðgerð lögreglunnar.
„Hörmulegur atburður átti sér
stað í nótt sem endaði með því að
maður lést,“ sagði Haraldur.
Þetta er í fyrsta sinn sem maður
deyr af völdum skotvopna í átök-
um við lögreglu. Hann var vopnað-
ur haglabyssu en á fundinum var
ekki hægt að upplýsa hvort hann
var skráður fyrir henni sjálfur.
Aðspurður sagðist Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð-
borgarsvæðinu, ekki geta sagt til
um hvort aðgerðin hafi verið sú
umfangsmesta í sögu lögreglunn-
ar. Hann gat heldur ekki sagt til
um hvort lögreglan hefði áður haft
afskipti af manninum eða hvort
hann hefði verið undir áhrifum
vímuefna.
Stefán staðfesti að mikil hætta
hefði verið á ferðum. „Ég held að
það sé óhætt að segja að þarna hafi
allir verið í mjög mikilli hættu.
Íbúar og þeir lögreglumenn sem
að þessu komu.“ Fram kom að einn
sérsveitarmanna hefði fengið skot
í hjálm og andlit, annar í vesti og
hönd.
Fundað var með lögreglu- og
sérsveitarmönnunum sem komu að
aðgerðinni, að henni lokinni. „Að
sjálfsögðu tekur þessi atburður
mikið á alla sem að koma,“ sagði
Haraldur. „Þeir hafa fengið aðstoð
frá okkar sálfræðingum. Í raun og
veru má segja að við höfum gert
það sem við getum til að tryggja
vellíðan okkar starfsmanna. En að
sjálfsögðu er hugur okkar líka hjá
ættingjum mannsins.“
Allir sérsveitarmennirnir sem
komu að aðgerðinni eru enn við
störf. Skotvopnin þeirra hafa verið
tekin til rannsóknar og hafa þeir
þegar fengið ný vopn. Engir sér-
sveitarmenn fara í frí eftir atburð-
inn. Þeir munu halda áfram störf-
um nema þeir óski eftir öðru.
Ríkissaksóknari mun rannsaka
framgöngu lögreglunnar. Í til-
kynningu lögreglu í gær segir
að við fyrstu sýn Við fyrstu sýn
verður ekki betur séð en sérsveit-
armennirnir hafi farið eftir verk-
lagsreglum. freyr@frettabladid.is
Árásin á sér engin
fordæmi á Íslandi
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að árásin í Hraunbæ eigi sér engin
fordæmi á Íslandi. Fimmtán til tuttugu lögreglumenn komu að aðgerðinni, auk
sérsveitarmanna. Ríkissaksóknari mun rannsaka atburðarásina.
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
10-18 m/s A-til, annars hægari.
HÖRKUFROST fram undan næstu daga og á fimmtudag og föstudag má gera ráð
fyrir tveggja stafa frosttölum víða um land og allt að -20°C inn til landsins. Minnkandi
él á morgun og léttir til syðra en áfram éljagangur um landið norðanvert.
-2°
8
m/s
0°
9
m/s
1°
13
m/s
3°
18
m/s
Á morgun
8-13 m/s, hvassast NV- og SA-til.
Gildistími korta er um hádegi
-10°
-10°
-13°
-15°
-14°
Alicante
Basel
Berlín
17°
6°
4°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
4°
7°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
7°
7°
24°
London
Mallorca
New York
7°
17°
10°
Orlando
Ósló
París
24°
2°
5°
San Francisco
Stokkhólmur
13°
6°
0°
7
m/s
1°
10
m/s
-3°
7
m/s
-1°
8
m/s
-2°
7
m/s
-2°
7
m/s
-5°
10
m/s
-3°
-8°
-4°
-5°
-6°
Á BLAÐAMANNAFUNDI Stefán Eiríksson og Haraldur Johannessen á blaðamanna-
fundinum í gær. Haraldur sagði atburðinn í Hraunbæ hörmulegan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Að sjálfsögðu er
hugur okkar líka hjá
ættingjum mannsins…
Stefán Eiríksson
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu