Fréttablaðið - 03.12.2013, Page 16
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána
um 80 milljarða er minni en ætla mætti
af kosningaloforðum Framsóknarflokks-
ins. Þetta var viðbúið. Kosningaloforð-
in voru með þeim hætti að erfitt var
að standa við þau. En 80 milljarðar eru
samt mikið fé og nú á eftir að sjá hvernig
gengur að afla þess og á hversu löngum
tíma. Eðli málsins samkvæmt gagnast
niðurfærsla af þessu tagi best þeim sem
skulda mest, sem ekki er endilega fólkið
sem á í mestu erfiðleikunum með að
standa undir lánum. Margir verða því
fyrir vonbrigðum með aðgerðirnar, enda
þegar búnir að fá niðurfærslu á sínum
lánum. Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar
byggjast á kröfu um réttlæti er ljóst að
enn er mikið verk óunnið.
Aðgerðirnar byggjast á leiðréttingu
á forsendubresti. Verðbólga yfir 4,8%
er talin forsendubrestur. Þetta mun
hafa víðtækar afleiðingar fyrir fram-
tíð verðtryggingar í landinu. Reynslan
af verðbólgu á Íslandi segir okkur að
með reglulegu millibili fari verðbólgan
langt upp fyrir þessi mörk. Hver á að
greiða þann forsendubrest í framtíðinni?
Varla er ríkisstjórnin að gera tillögu um
ríkisábyrgð á skaða vegna verðbólgu
áratugi fram í tímann. Í kjölfarið hljóta
því að fylgja víðtækar tillögur um bann
við verðtryggingu og yfirfærslu verð-
tryggðra lána í óverðtryggð. Að lág-
marki verður að setja þak á verðtrygg-
ingu við 4,8%. Slík aðgerð hefur mikil
áhrif, ekki síst á lífeyrissjóði og vaxta-
stig í landinu. Ég vona að allir geri sér
grein fyrir þessu.
Það er út af fyrir sig ekki erfitt að
banna verðtryggingu. Það hefði ríkis-
stjórnin í raun átt að gera síðasta sumar
um leið og ljóst var að leiðrétt yrði fyrir
forsendubresti. Það er hins vegar erf-
itt að banna verðbólgu og lögfesta lága
vexti. „Heimsmet“ í eftiráreddingum
og hókus-pókus loforð duga skammt
til lengdar. Stóra vandamálið er hærri
raunvextir á Íslandi en í nágrannalönd-
um okkar. Á því fjárhagslega vandamáli
íslenskra heimila hefur ríkisstjórnin því
miður engar lausnir.
Hvað nú?
FJÁRMÁL
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
þingkona Samfylk-
ingarinnar
➜ „Heimsmet“ í eftiráredd-
ingum og hókus-pókus loforð duga
skammt til lengdar. Stóra vanda-
málið er hærri raunvextir á Íslandi
en í nágrannalöndum okkar. Á því
fjárhagslega vandamáli íslenskra
heimila hefur ríkisstjórnin því
miður engar lausnir.
„Magnaðri
lesning en
flestar
skáldsögur.“
Friðrika Benónýsdóttir
Fréttablaðið
Á
kveðið sakleysi íslenzks samfélags glataðist í gær,
þegar lögreglan felldi í fyrsta sinn mann í skotbardaga.
Það hefur aldrei gerzt áður og sjálfsagt vonuðumst við
öll til að til þess þyrfti aldrei að koma. Lögreglumenn
á Íslandi sinna sínum daglegu störfum óvopnaðir, þrátt
fyrir harðari heim, og gera það vonandi áfram þótt þeim tilvikum
hafi fjölgað þar sem þarf að kalla til vopnaða sérsveit.
Atburðurinn í Hraunbænum
er þó ekki til marks um meiri
hörku í glæpaheiminum. Þar
er um að ræða harmleik;
veikur maður hafði ekki stjórn
á gerðum sínum. Það er raunar
umhugsunarefni, sem systir
hins látna veltir upp í samtali
við Fréttablaðið í dag, hvort öll
úrræði heilbrigðiskerfisins til að hjálpa honum hafi verið nýtt.
Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú í höndunum
verður hins vegar ekki annað séð en að viðbrögð lögreglunnar
hafi verið rétt og yfirveguð og komið í veg fyrir að maðurinn ynni
öðrum meiri skaða.
Lögreglan leitaðist við að ná til mannsins með ýmsum leiðum,
reyndi að yfirbuga hann með gassprengjum og hafði einu sinni
hörfað út úr íbúð hans eftir að hann skaut á lögreglumennina.
Eftir að ráðizt var til inngöngu í annað sinn og maðurinn hafði
skotið lögregluþjón í höfuðið var ekki um annað að ræða en að
skjóta á móti. Það er í fyrsta sinn í sögu sérsveitar lögreglunnar
sem það gerist, en sérsveitarmennirnir eru þjálfaðir til að taka
slíkar ákvarðanir á ögurstundu.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði á blaðamanna-
fundi í gær að lögreglan vildi koma á framfæri samúðarkveðjum
til ættingja mannsins sem lézt. Margir hugsa til þeirra eftir
þennan hörmulega atburð. Það er hins vegar líka fyllsta ástæða til
að hugsa fallega til lögreglumannanna, sem urðu að taka þá erfiðu
ákvörðun að skjóta á móti. Þeir sinntu skyldu sinni og gerðu það
sem þeir hafa verið þjálfaðir til að gera, en þó þarf varla að fara í
grafgötur um að þeir eru í áfalli og þurfa á stuðningi að halda.
Um leið er sjálfsagt að bregðast við eins og lögregluyfirvöld
hafa gert og óska eftir ýtarlegri rannsókn saksóknara á málinu.
Lögmæt valdbeiting lögreglu verður alltaf að vera háð ströngum
skilyrðum. Þegar hún leiðir til dauða manns er enn mikilvægara
en ella að allt sé uppi á borðinu um það hvernig lögreglan beitir
sínum vandmeðförnu valdbeitingarheimildum.
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur fyrir löngu sannað gildi
sitt. Tilvist hennar hefur í raun komið í veg fyrir að almennir
lögreglu menn þyrftu að bera skotvopn við almenn skyldustörf.
Það hversu lítt umdeild störf hennar hafa verið, þrátt fyrir
krefjandi verkefni, bendir til að vel hafi tekizt til með þjálfun og
viðbúnað sveitarinnar.
Þótt atburðurinn í Hraunbæ í gær sé afskaplega sorglegur og
þótt hann sé á engan hátt tengdur vaxandi hörku í undirheim-
unum, eru fumlaus vinnubrögð sérsveitarinnar til marks um að
hún sé vel í stakk búin að takast á við erfiðar aðstæður.
Rétt viðbrögð lögreglu í erfiðum aðstæðum:
Harmleikurinn
í Hraunbænum
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Opið og gegnsætt
Stjórnarandstaðan vældi eins
og stunginn grís á Alþingi í gær
eftir kynningu ríkisstjórnarinnar á
skuldaleiðréttingum um helgina.
Hún kvartaði yfir því að aðgerðirnar
hefðu ekki verið kynntar minni-
hlutanum. Steingrímur J. Sigfússon
sagðist engan áhuga hafa á hinni
áróðurs kenndu framsetningu, heldur
vildi hann komast í gögn og láta
sannfærast um að þessar leiðrétt-
ingar taki til 80% heimila í
landinu. Bjarni Benediktsson
fjármála ráðherra svaraði því
til að tillögurnar hefðu verið
kynntar opinberlega fyrir al-
þjóð rúmum sólarhring eftir
að þær voru kynntar í
ríkisstjórn. „Það er
nú eiginlega ekki
hægt að halda á málum með opnari
og gegnsærri hætti,“ sagði Bjarni.
Vandlifað í leyndinni
Steingrímur ætti mögulega að rifja
upp að hann lék sama leikinn við Ice-
save-samningana hina fyrri, sem fóru
mjög leynt þar til samningsniður-
staða lá fyrir. Þá kvartaði einmitt nú-
verandi forsætisráðherra, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, yfir því að svo
mikil leynd væri yfir málinu og krafð-
ist þess að það væri tekið fyrir á
Alþingi tafarlaust. Já, það er
alltaf vandlifað í stjórnarand-
stöðunni á þinginu.
Sniðug taktík
Það er samt að mörgu leyti
skiljanlegt að
stjórnarand-
staðan sé ósátt. Framkvæmd leið-
réttingaloforðanna gæti verið til þess
fallin að tryggja stjórnarflokkunum
stjórn landsins næstu kjörtímabil.
Leiðréttingarnar verða líklegast
framkvæmdar á nokkurra ára
tímabili, þar á meðal fram yfir næstu
alþingiskosningar. Það kann að vera
ólíklegt, eins og mál standa núna, að
kjósendur muni þora að kjósa aðra
flokka en þá sem hafa útfært þessar
leiðréttingar. Stjórnarflokkarnir munu
líklegast keyra á þá taktík
að öðrum flokkum sé ekki
treystandi til að klára málið.
Þá væri líklegt að stjórnmála-
fræðinemar framtíðarinnar
muni læra um þessa útfærslu
ríkisstjórnarinnar um langa
framtíð.
fanney@frettabladid.is