Fréttablaðið - 03.12.2013, Page 32
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Okkar kæri bróðir, mágur og frændi,
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
dömuklæðskeri og bankastarfsmaður,
Grettisgötu 32,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi
laugardagsins 23. nóvember. Bálför fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 4. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðni Guðjónsson Barbara Stanzeit
Guðlín Kristinsdóttir
Jóna S. Sigurðardóttir Helgi Þór Guðmundsson
Ástkær móðir mín,
tengdamóðir, amma og stjúpamma,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
fv. hjúkrunarkona
Hamraborg 26, Kópavogi,
lést föstudaginn 30. nóvember á
Hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 6. desember kl. 13.00.
Jónas Ingimarsson
Vilborg Davíðsdóttir
Sigrún Ugla Björgvinsdóttir
Katrín Vilborgardóttir Gunnarsdóttir
Matthías Már Valdimarsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÁRNÍNA ÁRNADÓTTIR
Skarðshlíð 13c, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
28. nóvember. Útför hennar fer fram frá
Glerárkirkju föstudaginn 13. desember
kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri og
Dvalarheimilið Hlíð.
Ingvi Rafn Flosason
Árni Guðnason Amalía Guðnason
Anna Guðrún Guðnadóttir Rúnar Egilsson
Berglind S. Guðnadóttir Indriði Jóhannsson
Jóhannes Rafn Guðnason
Karlína Sigríður Ingvadóttir Marinó Marinósson
ömmu- og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNHILDAR HELGU
GUÐMUNDSDÓTTUR
Aratúni 32, Garðabæ.
Gunnar Gunnlaugsson
Gunnar Gunnarsson Harpa Karlsdóttir
Irma Mjöll Gunnarsdóttir Guðjón G. Bragason
Drífa Lind Gunnarsdóttir Davíð Ketilsson
Þuríður Elín Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginkona mín,
HALLDÓRA BERGÞÓRSDÓTTIR
Litlahjalla 1,
lést á heimili sínu laugardaginn
30. nóvember.
Andrés Andrésson
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
UNNUR KRISTINSDÓTTIR
Háaleitisbraut 41, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember.
Aðalheiður Valgeirsdóttir Erlendur Hjaltason
Sigríður Valgeirsdóttir Einar Olavi Mäntylä
Emil Hannes Valgeirsson Arna Björk Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Móðir okkar,
ELÍN JÓNSDÓTTIR
sem lést 25. nóvember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. desember
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Elínbjört Jónsdóttir
Petra Jónsdóttir
Arnþrúður Jónsdóttir
Hermann Jónsson
Faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURGEIR HALLDÓRSSON
áður bóndi Öngulsstöðum
Eyjafjarðarsveit,
lést föstudaginn 29. nóvember.
Jarðsett verður frá Munkaþverárkirkju
laugardaginn 7. desember kl. 13.30.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson Ragnheiður Ólafsdóttir,
Halldór Sigurgeirsson Sigríður Ása Harðardóttir
Jóna Sigurgeirsdóttir Lúðvík Gunnlaugsson
Snæbjörg Sigurgeirsdóttir Friðrik Friðriksson
og fjölskyldur.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
„Mér finnst gaman að halda veislur
en ekki fyrir sjálfa mig og ég lagði
það í hendurnar á eiginmanni mínum,
Magnúsi Val Pálssyni og börnunum
þremur, hvað gert yrði í dag svo ég bíð
bara spennt!“ segir Jóna Guðrún Jóns-
dóttir, kennari í Háteigsskóla, sem
er fimmtug í dag. Hún minnist þess
ekki að hafa haldið stórveislu á eigin
afmæli. „En ég verð örugglega vakin
með söng og góðgæti. Það er regla á
mínu heimili.“
Jóna Guðrún er menntuð sem leik-
ari, kennari og leiðsögumaður og
kveðst hafa ástríðu fyrir því öllu. „Ég
er þannig manneskja að mér finnst allt
skemmtilegt sem ég er að gera í það og
það skiptið,“ segir hún og er staðráðin í
að verja afmælisdeginum í sínu starfi.
„Það er svo gaman í vinnunni, yndis-
leg börn sem ég er að kenna,“ lýsir hún
og kveðst kenna 5. bekk og líka í val-
fagi á unglingastigi. „Ég byrjaði hér
við Háteigsskóla í haust eftir sex ára
hlé en hafði verið hér í þrjú ár áður,
flutti svo suður með sjó og kenndi við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í sex ár.
Er fædd og uppalin í Keflavík og kann
vel við mig þar, enda mikil Suðurnesja-
manneskja, ættuð þaðan í báðar ættir.“
Leiklistarferill Jónu Guðrúnar
er æði fjölbreyttur þegar að er gáð.
Beðin að rifja upp eftirlætisverkefni
á því sviði svarar hún: „Mér fannst til
dæmis rosalega gaman að leika í Kirsu-
berjagarðinum og fleiri stykkjum með
leikhópnum Frú Emilíu í Loftkastalan-
um. Svo var ég líka í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu um tíma og lék í Himnaríki
eftir Árna Ibsen. Undanfarin ár hef ég
verið svolítið í kvikmyndum og sjón-
varpi, myndunum Foreldrum og Maður
eins og ég og þáttunum Dagvaktinni,
Fangavaktinni og Fóstbræðrum svo
dæmi séu tekin.“ Hún segir gaman að
geta sinnt leiklist og kennslu í bland og
jafnvel samþætta þær greinar. Kveðst
gera talsvert af því í skólanum. „Bæði
kenni ég leiklist í sérstökum tímum
og nota hana í öðrum kennslustundum
þegar tækifæri er til,“ segir hún og
lýsir því nánar. „Í stað þess að krakk-
arnir séu með bækur og blöð leyfi ég
þeim að spinna út frá námsefninu.“
Á tímabili kveðst Jóna Guðrún hafa
talsvert stundað leiðsögn, aðallega með
hollenska hópa en minna hafa gert af
því upp á síðkastið. „Það hefur bara
verið svo mikið að gera í öðru.“
gun@frettabladid.is
Verður örugglega vakin
með söng og góðgæti
Jóna Guðrún Jónsdóttir, leikari, kennari og leiðsögumaður, er fi mmtug í dag. Eft ir morgun-
glaðning ætlar hún að sinna sínum yndislegu nemendum eins og á hverjum öðrum degi.
AFMÆLISBARNIÐ Jónu Guðrúnu finnst gaman að geta sinnt leiklist og kennslu í bland og
jafnvel samþætta þær greinar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nýtt hjarta var grætt í mann í Höfða-
borg í Suður-Afríku þennan dag
árið 1967 af hjartaskurðlækninum
Christian Barnard. Aðgerðin var gerð á
spítalanum Groote Schuur í Höfðaborg
og var sú fyrsta sinnar tegundar í
heiminum.
Maðurinn sem aðgerðin var gerð á
hét Sewis Washansky og var 53 ára.
Hann var suðurafrískur kaupmaður
sem var langt leiddur af hjartasjúk-
dómi. Nýja hjartað var úr 25 ára konu,
Denise Darvall, sem lést í bílslysi.
Eftir uppskurðinn fékk Washansky
lyf sem héldu ónæmiskerfinu niðri
svo að líkaminn hafnaði ekki hjartanu.
Af þeim sökum sýktist Washansky af
lungnabólgu og lést átján dögum síðar.
Nýja hjartað hafði hins vegar starfað
eðlilega þessa átján daga.
ÞETTA GERÐIST: 3. DESEMBER 1967
Hjarta var grætt í mann í fyrsta sinn
MERKISATBURÐIR
1818 Illinois verður 21. ríki Bandaríkjanna.
1825 Tasmanía verður sjálfstæð nýlenda Breta.
1917 Goðafoss strandar við Straumnes norðan við Ísafjarðar-
djúp.
1970 Verslunarmiðstöðin Glæsibær tekin í notkun í Reykja-
vík.
1973 Pioneer 10. sendir fyrstu nærmyndirnar af Júpíter til
jarðar.
1990 Miðneshreppur fær kaupstaðaréttindi og nefnist þá
Sandgerðisbær.
1999 NASA missir samband við Mars Polar Lander áður en
hann fer inn í lofthjúp Mars.