Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 24
13. desember 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Bless, bless hjá Bless
Mikil tíðindi bárust í gær þar sem
haft var eftir Michael Bless, forstjóra
Century Aluminium, í Viðskiptablaðinu
að hann væri til í að líta á framkvæmdir
til undirbúnings álveri í Helguvík sem
sokkinn kostnað og teldi litlar líkur á
að álverið kæmi til með að rísa að svo
stöddu. Samningar hafi ekki náðst við
orkufyrirtæki og því sé ekki útlit fyrir
það að verkefnið sé nægilega
arðbært til að halda megi
því áfram. Ekki eru nema
nokkrir mánuðir frá því
að Bless lýsti því yfir hér á
landi að framkvæmdir gætu
hafist innan tíðar. Óþolandi
hvað þessir náttúru-
verndarsinnar sem
standa á móti framförum og atvinnulífi
eru alltaf að eyðileggja allt.
Þegar öllu er á botninn hvolft
Að mestu gamni slepptu hefur þessi
rússíbanareið sem Helguvíkurálverið er
verið ótrúleg. Milli þess sem fréttir hafa
borist af lækkandi heimsmarkaðsverði
á áli og deilum um virkjanir og orkunýt-
ingu gengu ásakanir milli „álfólks“
og „eitthvað-annað-fólks“. Svo
boðaði ný ríkisstjórn að nú
fyrst yrði öllum pólitískum
hindrunum rutt úr vegi, en
sannleikurinn er sá að eins
og fjölmiðlar hafa haldið á
lofti er ásteytingarsteinninn
orkuverðið og
ekkert
gerist án þess að sá þáttur leysist milli
Norðuráls og orkufyrirtækjanna.
Á hvern á að hlusta?
Merkilegt er að sjá snúninginn í
kringum plön ríkisstjórnarinnar um að
skera niður barnabætur á næstu fjár-
lögum. Einhver virðist hafa hlaupið fram
úr sér í forystuliði stjórnarinnar í þeim
málum og slíkt kom flatt upp á marga
í hópi stjórnarþingmanna. Í frétt
blaðsins í gær var haft eftir einum
að fregnir af niðurskurðarplönum
hafi komið eins og kjaftshögg,
sérstaklega á framsóknarfólk. Samt
er látið eins og þetta hafi aldrei
staðið til. Á fólk þá ekki að taka sér-
staklega mark á yfirlýsingum fjár-
málaráðherra eða formanns
fjárlaganefndar?
thorgils@frettabladid.is
Nú í október fagna Íslendingar fimm ára
afmæli gjaldeyrishaftanna. Þegar höftin
voru sett á var talað um að þau yrðu til
allt að tveggja ára. Ég var, þá, einn af
þeim bjartsýnu og taldi að innganga í
Evrópusambandið kynni svo sem að vera
nothæf framtíðarlausn fyrir Ísland, en
slík vegferð sem endaði með upptöku evr-
unnar tæki jú miklu lengri tíma en árin
tvö. Síðan þá hefur bjartsýni mín dofnað.
Ekki eru allir á eitt sáttir hvað höftin
kosta okkur, enda kostnaðurinn missýni-
legur og bitnar misjafnlega á stéttum og
atvinnugreinum. Heyrzt hafa tölur um
tugi ef ekki á annað hundrað milljarða
króna á ári, en ekki verður lagt mat á
slíkar tölur hér. En eftir þessi fimm ár
hillir enn ekki undir neina trúverðuga
lausn um afnám haftanna, en upptaka
erlends gjaldeyris án bakstuðnings frá
viðkomandi ríki er líkleg til að mistak-
ast. Undirritaður veit alla vega hvað
hann ætlar að gera við sinn sparnað
daginn sem innistæðum hans verður
breytt í erlenda mynt.
Nú mega menn hafa ýmsar skoðan-
ir á Evrópusambandinu, og í raun fátt
sem er til þess gert að vekja óstjórnlega
hrifningu þegar litið er í þá átt. Áfram-
haldandi hjakk með haftakrónuna vekur
að sama skapi litla hrifningu, og ég á
þá ósk að afkomendur mínir muni lifa í
þjóðfélagi frjálsra viðskipta.
Eina sýnilega lausnin, sem er líkleg til
þess að geta komið okkur út úr höftun-
um, a.m.k. hjá öðrum en þeim sem trúa á
framsóknarjólasveininn, er upptaka evr-
unnar. Umræðan um Evrópusamband-
ið ætti því ekki að snúast um hvort við
eigum að ganga í sambandið eða ekki,
heldur hvort við eigum að vera þar, það
er stundinni lengur en upptaka evrunn-
ar tekur. Íslendingar ættu því að skoða
það alvarlega að verða fyrsta landið
sem segir sig úr Evrópusambandinu, en
það er ákvörðun sem bezt verður tekin
þegar við höfum litast um innandyra.
Evrópuumræða á villigötum?
EVRÓPUMÁL
Haukur
Eggertsson
iðnaðarverkfræð-
ingur
➜ Nú mega menn hafa ýmsar skoð-
anir á Evrópusambandinu, og í raun
fátt sem er til þess gert að vekja
óstjórnlega hrifningu þegar litið er
í þá átt. Áframhaldandi hjakk með
haftakrónuna vekur að sama skapi
litla hrifningu, og ég á þá ósk að
afkomendur mínir muni lifa í þjóð-
félagi frjálsra viðskipta.
„STÓRSKEMMTILEG
BÓK FYRIR STRÁKA!“
ARI ELDJÁRN GRÍNISTI
EFTIR
HÖFUND
METSÖLU-
BÓKANNA
STELPUR!
BJARNI FRITZSON OG
KRISTÍN TÓMASDÓTTIR
Þ
að þarf nú ekki að koma nokkrum manni á óvart
hvernig möppudýr með excelskjal fyrir sjóndeildar-
hring bregðast við róttækustu aðgerð í heimi í þágu
skuldsettra heimila.
Már seðlabankastjóri og peningastefnunefnd bankans
voru með tóm leiðindi, eins og við mátti búast. Peningastefnu-
nefndin telur líklegt að stóra skuldaleiðréttingin muni auka
verðbólgu og skapa þrýsting á
lækkun krónunnar. Þessu liði
með hagfræðiprófin finnst að
„við útfærslu aðgerðanna ætti
að huga að því með hvaða hætti
megi draga úr neikvæðum
hliðarverkunum þeirra á við-
skiptajöfnuð og verðbólgu
og minnka þannig þörfina á
mótvægisaðgerðum peningastefnunnar“. Píp.
Ekki er seðlabankastjórinn skárri. Hann gerði lítið úr útreikn-
ingum ráðgjafarfyrirtækis með þrjá starfsmenn, sem reiknaði
út fyrir ríkisstjórnina að skuldaniðurfærslan myndi ekki auka
verðbólgu. „Ég ætla ekki að fara í neinn palladóm um þá skýrslu
en við munum auðvitað hafa miklu meiri tíma til að gera þessa
úttekt. Við erum með miklu þróaðra líkan til þess að meta
áhrifin,“ sagði Már af alveg týpískum seðlabankahroka.
Þetta verður að kallast sérkennileg nálgun og bendir til að
Seðlabankinn sé kominn í pólitík, frekar en að passa upp á
verðbólgu og fjármálastöðugleika eins og honum er ætlað. Nú
þarf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að berja í
borðið og endurtaka heitstrengingar sínar: „Við látum ekki Seðla-
bankann stöðva okkur.“
Svo er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Kvenmaður á hans
vegum, með nafn sem byrjar á zetu, sagði í viðtali við Bloom-
berg-fréttastofuna í gær að skuldaleiðréttingaraðgerðirnar væru
misráðnar. AGS finnst enn þá að séu á annað borð til peningar
í ríkissjóði eigi að nota þá til að borga niður skuldir allra skatt-
greiðenda í staðinn fyrir að lækka húsnæðisskuldir sumra.
Þessum talsmanni sjóðsins finnst líka áhætta í því fólgin að pen-
ingarnir sem bankaskatturinn á að skila í ríkissjóð séu enn ekki
í hendi og að kannski komi þeir alls ekki í ríkissjóð ef dómstólar
dæma bankaskattinn ólöglegan. Af öllu má nú hafa áhyggjur.
Svo bætir AGS um betur með því að benda á að með skulda-
lækkunaraðgerðunum muni fólk borga lánin sín hjá Íbúðalána-
sjóði hraðar niður. Þannig muni fjármögnunarvandi sjóðsins fara
vaxandi og skattgreiðendur (allir, ekki bara þessir sem fá skulda-
leiðréttingu) muni þurfa að leggja sjóðnum til enn meiri peninga
á næstu árum.
Vá. Eigum við að þurfa að hlusta á þetta? Hefur Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn nokkurn tímann ráðið Íslendingum heilt eða gert
nokkuð til að hjálpa okkur?
Nú þarf forsætisráðherrann aftur að taka af skarið. Hann þarf
að endurtaka, og kannski bæta aðeins í, ummæli sín frá því að
AGS og OECD gagnrýndu skuldalækkunaráformin: „Hvað hins
vegar OECD varðar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar
stofnanir, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og
þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp.“
Já! Láta þá heyra það, Sigmundur.
Ekki hlusta á varnaðarorð og úrtölur, Sigmundur:
Skammstafanir
og möppudýr
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is