Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 6
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við eigum enn svolítið í land ef við ætlum að ná hlutfallinu upp í það sem það var á árunum fyrir hrun og al- menningur á töluvert inni. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar 1. Hvað heitir Hafnfi rðingurinn sem hefur safnað 1.550 þúsund krónum fyrir foreldra langveikra barna? 2. Hvaða breski leikari tók viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra fyrir podcast- þætti sína á netinu? 3. Þróunaraðstoð Íslands er að mestu bundin við þrjú af fátækustu ríkjum Afríku. Hvaða þrjú ríki eru það? SVÖR: 1. Örvar Þór Guðmundsson. 2. Russel Brand. 3. Malaví, Mósambík og Úganda. Besta þýdda barnabókin 0-12 ára D Y N A M O R E Y K JA V ÍK LEGGUR SPILIN Á BORÐIÐ! Í þessari áhugaverðu og opinskáu bók hlífir Steingrímur J. Sigfússon hvorki sjálfum sér né öðrum. Ísland reist úr rústum hrunsins. Dramatísk átök á bak við tjöldin. Einstök innsýn í heim íslenskra stjórnmála. Gerir upp hitamál síðustu ára. Þungbærar deilur við samherja. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður skráir. ★★★★ „Gott innleg g í nauðsynlegt mat á atburðum lið inna ára.“ HEIMIR MÁR PÉTURSSON , FRÉTTABLAÐ IÐ VIÐSKIPTI „Hlutafjárútboð N1 staðfestir það sem við höfum séð í öðrum útboðum á árinu, að áhugi almennings á hlutabréfamark- aðinum er að aukast og hann er að koma aftur inn á markaðinn,“ segir Magnús Harðarson, for- stöðumaður viðskiptasviðs Kaup- hallarinnar. Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk síðast- liðinn mánudag. Um 7.700 áskrift- ir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. „Þessi mikli fjöldi, og það hversu lítið kom í hlut hvers og eins, sýnir hvað áhuginn var mik- ill,“ segir Magnús og bendir á önnur dæmi um mikla eftirspurn í hlutafjárútboðum fyrr á árinu. Mikil þátttaka er að sögn Magnúsar ekki eina vísbending- in um að almennir fjárfestar sæki í auknum mæli inn á hlutabréfa- markaðinn. Sú þróun sést einnig í tölum um hlutabréfasjóði sem Seðlabanki Íslands tekur saman. „Þegar maður lítur á verð- bréfamarkaðinn í heild þá hafa heimilin fylgt öðrum inn á mark- aðinn og rúmlega það. Eign- ir hlutabréfasjóða voru í árslok 2012 rúmlega 38 milljarðar en voru komnar í um 71 milljarð í lok október. Þar af hefur bein eign heimilanna í þessum sjóðum farið úr tæplega níu milljörðum í árslok 2012 í 16,4 milljarða í lok október.“ Bein eignaraðild íslenskra heimila á hlutabréfamarkaðinum er að sögn Magnúsar á milli fimm og sex prósent af heildinni. Árið 2002 var hún um sautján prósent og á mánuðunum fyrir efnahags- hrunið um ellefu og hálft prósent. „Við eigum enn svolítið í land ef við ætlum að ná hlutfallinu upp í það sem það var á árunum fyrir hrun og almenningur á töluvert inni.“ Spurður hvort auka þurfi enn frekar trú almennings á hluta- bréfamarkaðinum segir Magnús að þar sé enn verk að vinna við að bæta úr áhrifum hrunsins. „Ég held að menn hafi lært ýmislegt á þeim útboðum sem hafa verið haldin hingað til og menn séu að reyna að vanda sig þar,“ segir Magnús. haraldur@frettabladid.is Áhugi almennings á hlutabréfum eykst Niðurstöður hlutafjárútboða sýna að áhugi almennra fjárfesta á hlutabréfamark- aðinum er að aukast. Tölur um hlutabréfasjóði sýna sömu þróun. Bein eignaraðild íslenskra heimila á markaðinum er á milli fimm og sex prósent af heildinni. KAUPHÖLLIN Íslensk heimili eiga á milli fimm og sex prósent af hlutabréfa- markaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. SKIPULAGSMÁL Búið er að malbika hjólastíga fyrir framan Bíó Paradís og verslunina Sjáðu á Hverfis- götu í Reykjavík. Í gær var sandað og þjappað yfir snjóbræðslulagnir svo vegfarendur eigi enn greiðari aðgang að verslun og þjónustu á Hverfis- götu. „Við erum rosalega ánægð með þetta og erum bjartsýn á framtíðina,“ segir Gylfi Björnsson, versl- unarstjóri Sjáðu, spurður út í bætt aðgengi. „Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en vonandi fer þetta aðeins að liðkast til.“ Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að mikil áhersla sé lögð á að gera gönguleiðir og akstursleið- ir eins greiðar og kostur er. Gangandi vegfarendur komist alla götuna og leiðir séu greiðar í bílastæða- hús, bæði Traðarkot og Vitatorg. Í dag verður opnað fyrir bílaumferð af Laugavegi niður Vatnsstíg og áfram niður Hverfisgötu. Einnig munu starfsmenn Reykjavíkurborgar hefjast handa við að setja upp jólaljósaskreytingar við Hverfis- götu. Verslunarmenn hafa gagnrýnt borgina fyrir seinkun framkvæmda en til stóð að þeim lyki í nóvember. Framkvæmdir eru styst á veg komnar á gatna- mótum Hverfisgötu og Frakkastígs en þar var orðið við óskum um að hefja framkvæmdir síðar en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Endanlegum frágangi á gatna- mótunum lýkur í janúar. - fb Hjólastígar hafa verið malbikaðir fyrir framan Bíó Paradís og Sjáðu: Bætt aðgengi á Hverfisgötunni HVERFISGATA Miklar gatnaframkvæmdir hafa verið á Hverfisgötu að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÉLAGSMÁL Samtök myndrétt- hafa á Íslandi, SMÁÍS, hafa borg- að skuld vegna skoðunarkerfis NICAM fyrir aldurs- og inni- haldsmerkingar á kvikmyndum og tölvuleikjum. Greint var frá því í byrjun árs að SMÁÍS hefði notað kerfið í leyfisleysi, þegar þeir borguðu ekki. Fráfarandi framkvæmda- stjóri SMÁÍS, Snæbjörn Stein- grímsson, sagði málið vandræða- legt, en sagði málið snúast um vanskil, ekki ólöglega notkun. - hva Samtök myndréttarhafa: Hafa borgað skuld sína SAMGÖNGUR Strætó hefur fengið leikskólabörn til þess að senda inn jólamyndir, sem eru límdar utan á strætisvagnana. Börn í einum leikskóla í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fá heimsókn frá Strætó. Krakkarnir á leikskólanum í Sólborg í Reykjavík fengu fyrstu heimsóknina í morgun. Jólasveinn var með í för og skemmti krökk- unum á meðan þau fóru ferð um hverfið, sungu jólalög og skreyttu strætisvagninn að innan. - jme Börn teikna myndir sem skreyta strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu: Jólasveinninn skemmtir í strætó KÁTT Á HJALLA Krakkarnir í Leik- skólanum Sólborg skemmtu sér konunglega þegar þau fengu jóla- sveininn í heim- sókn og fengu að fara einn rúnt um hverfið sitt með honum í strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.