Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 78
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 54 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar Í tilefni af aldarafmæli Ása í Bæ og 140 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum verða haldnir tónleikar í Hörpu í febrúar. Kristinn R. Ólafsson er hálfbróðir Ása. Hann verður kynnir á tónleikunum. „Við erum ekki sammæðra eins og gefur að skilja, en við erum samfeðra. Á milli okkar er 38 ára aldursmunur. Ég verð 62 á næsta ári en hann hefði orðið hundrað ára. Ég þekkti hann alveg bæri- lega þótt það væri mikill aldurs- munur á okkur.“ Faðir þeirra hét Ólafur Ást- geirsson. „Hann er fæddur 1892 og giftist nokkuð eldri konu, Kristínu Jónsdóttur, sem hann eignaðist fjögur börn með, þar á meðal Ása í Bæ, sem hét Ást- geir Ólafsson. Eftir að Kristín deyr tekur faðir minn svo heljar- stökk og kvænist móður minni sem var 28 árum yngri en hann og sex árum yngri en Ási. Þegar ég fæddist stóð karl faðir minn á sextugu en mamma var 32 ára.“ Bræðurnir Kristinn og Ási ólust upp í Vestmannaeyjum. „Faðir okkar bjó þar alla tíð. Hann var bátasmiður, lundaveiðimaður og sjómaður. Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson héldu uppi líflegu tónlistarlífi í Vestmannaeyjum á árum áður og mörg þjóðhátíð- arlög eru eftir þá félaga.“ Því er viðeigandi að tengja saman ald- arafmæli Ása í Bæ og afmæli Þjóðhátíðar. „En Ási samdi ekki einungis lög og texta, hann skrif- aði líka sex bækur. Í einni þeirra, Skáldað í skörðin, segir hann frá æsku sinni og uppeldi í Eyjum. Þar útskýrir hann að Ási í Bæ var ekkert skáldanafn, hann var kall- aður þetta vegna þess að hann var frá Litla-Bæ í Eyjum. Faðir minn var kallaður Óli í Bæ. Í bókinni er sagt frá heimili ömmu og afa þar sem var mikill söngur og gleði því amma var mjög söngvin.“ Í þeirri bók kemur einnig fram að bræðurnir rekja sig í beinan karllegg til síðasta galdramanns á Íslandi, Ögmundar Ögmunds- sonar í Auraseli í Landeyjum. „Hann var langalangafi okkar. Í íslenskum þjóðsögum er sagt að hann hafi getað veitt vötnum, það er að segja breytt árfarvegum, og lét meðal annars eina ána éta upp túnið hjá presti einum sem viðhafði einhver niðrandi orð um hann. Ástgeir Guðmundsson, afi okkar, sem Ási bróðir er nefndur eftir, ólst upp hjá Ögmundi, sem var afi hans.“ Bjarni Ólafur Guðmundsson skipuleggur tónleikana. „Hann var kallaður Daddi diskó í Eyjum í gamla daga og víðar.“ Tónleikarn- ir fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 8. febrúar á næsta ári. „Þetta verða tvískiptir tónleikar. Haldið verður upp á 100 ára afmæli Ása í fyrripartinum. Þá verða flutt lög og textar eftir hann. Kynningar- myndband um hann verður sýnt. Síðan verður seinni hlutinn tileink- aður Þjóðhátíð Vestmannaeyja, en 140 ár verða liðin síðan fyrsta Þjóðhátíðin var haldin í ágúst á næsta ári.“ ugla@frettabladid.is Hálfb róðir Ása í Bæ Aldarafmæli Ása í Bæ verður fagnað í Hörpu í febrúar. Kristinn R. Ólafsson er hálfb róðir Ása og þó 38 ára aldursmunur sé á þeim þekkti Kristinn hann vel. KYNNIR Kristinn verður kynnir á tónleikunum í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÁSI Í BÆ Hefði orðið 100 ára á árinu. Ég veit þú kemur í kvöld til mín Göllavísur Grásleppuvalsinn Maja litla Í verum ➜ Nokkrir textar Ása í Bæ PHILOMENA SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK SPARBÍÓ AKUREYRI EMPIRETOTAL FILM VARIETY USA TODAY LOS ANGELES TIMES FROSINN 3D 3, 5:30 FROSINN 2D 3, 5:30 HUNGER GAMES 2 8, 11 PHILOMENA 5:50 FURÐUFUGLAR 2D 3:50 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. S.B. - FBL T.V. - Bíóvefurinn.is 5% NÁNAR Á MIÐI.IS PIONEER KL. 6 - 8 MANDELA KL. 10 THE HUNGER GAMES 2 KL. 6 - 9 Miðasala á: og FROSINN 2D FROSINN 3D THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR CAPTAIN PHILIPS FURÐURFUGLAR 2D KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 - 6 KL. 5 - 6 - 8 - 9 - 11 KL. 5 - 8 - 11 KL. 8 - 10.30 KL. 9 KL. 3.30 PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES HROSS Í OSS KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG YFIR 32.000 MANNS Í AÐSÓ KN! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „TANGLED“ OG „WRECK-IT RALPH“ Og íþróttamaður ársins 2013 er … Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. Sem nýr félagi í Samtökum íþróttafréttamanna fékk ég að setja saman minn lista yfir þau tíu sem sköruðu fram úr á árinu. Markmiðið var einfalt: setja saman hinn fullkomna lista. Það skyldi sko enginn sjá ástæðu til að gagnrýna mitt val. ÍÞRÓTTAÁRIÐ 2013 var ótrúlega gott og þó það sé vel þekkt staðreynd er með ólíkindum hve margt glæsilegt íþrótta- fólk við Íslendingar erum svo heppnir að eiga. Bara sú staðreynd að Ísland, litla Ísland, á heimsmeistara og Evrópumeist- ara í fleiri en einni grein segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Svo mikil breidd er í íslensku íþróttalífi að mögu- legt er að enginn þeirra sem skipuðu efstu þrjú sætin í kjörinu í fyrra hafni í tíu efstu sætunum í ár. AFREK hinnar 17 ára Anítu Hin- riksdóttur á Evrópu- og heims- meistaramótum ungmenna fóru ekki fram hjá neinum. Kvenna- landsliðið í knattspyrnu fór í átta liða úrslit á Evrópumótinu og karla- landsliðið var níutíu mínútum frá því að tryggja sér þátttökurétt á sjálfu heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Knap- inn Jóhann Rúnar Skúlason og spjótkast- arinn Helgi Sveinsson urðu heimsmeist- arar og Auðunn Jónsson Evrópumeistari í kraftlyftingum. Ísland eignaðist tvo Evr- ópumeistara í handbolta kvenna, Þýska- landsmeistara í handbolta karla og körfu- boltafólk náði sínum besta árangri. HVORT sem horft er á afrek hér heima eða erlendis er ljóst að engin leið er að setja saman hinn fullkoma tíu manna lista. Hvert afrek er litið ólíkum augum enda er samanburður afar erfiður. Að bera saman frábært framlag einstaklings í hópíþrótt og annars í einstaklingsíþrótt er á tíðum eins og að bera saman epli og appelsínur. VALIÐ verður gagnrýnt. Hver svo sem stendur uppi með bikarinn eftirsótta þá verða fjölmargir fulltrúar og stuðnings- menn annars íþróttafólks ósáttir. Íþrótta- fólks sem stóð sig virkilega vel á árinu og hefði einnig verið vel að titlinum komið. Vonandi er að fleiri taki þann pól í hæð- ina að hrósa og fagna með þeim er titilinn hreppir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.