Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 72
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48
„Málverk mín seljast nú eins og
heitar lummur og lífið leikur við
mig og ég leik mér við lífið. Ég
held að þessi lífsgleði mín sé að
veita mér uppskeru nú um stund-
ir og bóhemalífið að breytast í
gnægðir,“ segir Snorri Ásmunds-
son myndlistarmaður, sem opnar
vinnustofusýningu á vinnustofu
sinni á Nýlendugötu 14, á þriðju
hæð.
„Það er gaman að selja list og
eiga peninga og ég býst við að
selja mikið á næstunni því eftir-
spurnin er mikil,“ segir Snorri
jafnframt, en hann kemur til
með að sýna málverk, teikning-
ar, skúlptúra og fremja gjörn-
inga. „Hingað til hef ég haft tak-
markaðan áhuga á peningum en
lifað í andlegum allsnægtum.
Svo peningar eru eiginlega ný
uppgötvun fyrir mig og ég sé
núna að þeir eru dásamlegir og
veita manni frelsi og unað,“ segir
Snorri, en það er í nægu að snúast
hjá honum þar sem hann kemur
til með að sýna verk sín í Aust-
urríki, á Íslandi, í Þýskalandi og
í Noregi á næstu mánuðum. „Ég
get vel hugsað mér að verða millj-
arðamæringur þó ég muni aldrei
vilja skipta út andlegum alls-
nægtum,“ segir Snorri. - ósk
„Sé núna að peningar
eru dásamlegir og
veita manni unað“
Snorri Ásmundsson heldur sýningu á vinnustofu
sinni í dag og vill að sem fl estir kaupi af honum verk.
„Bóhemalífi ð er að breytast í gnægðir,“ segir Snorri.
GETUR VEL
HUGSAÐ SÉR
AÐ VERÐA
MILLJARÐA-
MÆRINGUR
Snorri myndi
þó aldrei
skipta út and-
legum alls-
nægtum fyrir
milljarðana.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SEAN PENN
MADONNA
Orðrómur þess efnis að Sean Penn og Madonna séu byrj-
uð saman á ný flýgur nú fjöllunum hærra vestanhafs
síðan mynd birtist af parinu í veislu í New York-borg í
september.
Fyrir tveimur vikum fóru þau svo saman til Haítí til
að sinna góðgerðarmálum, en Sean Penn hefur verið
atkvæðamikill í góðgerðarstarfsemi þar í landi. Með
í för var 13 ára sonur Madonnu og fyrrverandi eigin-
manns hennar, leikstjórans Guy Ritchie, og virt-
ist fara vel á með þeim. Rocco hlóð meðal
annars upp mynd af þeim félögum á sam-
félagsmiðilinn Instagram, sem hlaut
gríðarlega athygli.
Madonna, sem er 55 ára gömul, og
Sean, sem er 53 ára, gengu í hjóna-
band árið 1985 en skildu fjórum árum
síðar. Árið 1987 var greint frá því í
fjölmiðlum að Madonna hefði verið
lögð inn á spítala eftir að Sean hafði
lamið hana í andlitið með hafnabolta-
kylfu. Ári seinna var Madonna tekin í
skýrslutöku hjá lögreglunni í Malibu
eftir að Penn hafði bundið hana við
stól á heimili sínu, í níu klukkutíma.
Þrátt fyrir allt hafa þau alltaf haldið
sambandi og verið náin.
Í sumar lét Debi Mazar, leikkona og
góð vinkona Madonnu, hafa það eftir
sér að Sean væri ástin í lífi vinkonu
sinnar.
Penn skildi við eiginkonu sína, Robin Wright Penn,
árið 2010 og Madonna skildi við Guy Ritchie árið 2008.
olof@frettabladid.is
Endurfundir Madonnu
og Seans Penn
Parið eyddi tíma saman á Haítí í síðustu viku, ásamt syni Madonnu, Rocco.
LAGERSALA
GJAFAVÖRUR
Tilvalið að kaupa
fallegar jólagjafir
á ótrúlegu verði
OPIÐ:
13-18 virka daga
og 12-16 á laugardag
Erum í
SÍÐUMÚLA 3
í næsta húsi við
SAMSUNG Setrið
í sama húsi og
PÓSTHÚSIÐ
Facebook: Village á Íslandi
MYNDIN SEM GAF ORÐRÓMI UM ENDURFUNDI BYR
UNDIR BÁÐA VÆNGI Myndin er tekin 24. septem-
ber síðastliðinn, þegar Madonna og Steven Klein héldu
secretprojectrevolution-veislu í Gagosian-galleríinu í New
York. AFP/NORDICPHOTOS
STJÖRNUPAR
Madonna og Sean
Penn koma af
æfingu á leikritinu
Goose and Tom
Tom í ágúst 1986.
AFP/NORDICPHOTOS
1984 Sean Penn trúlofaðist
leikkonunni Elizabeth
McGovern sem hann lék
á móti í kvikmyndinni
Racing With The Moon.
1987 Einhvern tíma á
milli þess sem Madonna
og Sean Penn stóðu í
skilnaði og tóku aftur
saman, nýtti Madonna
tækifærið og byrjaði með
John F. Kennedy jr.
1985 Sean Penn giftist
Madonnu. Sambandið var
stormasamt. Penn sat
meðal annars í fangelsi í
33 daga árið 1987 fyrir
að ráðast að ljósmyndara
sem reyndi að mynda
hjónin. Síðar í hjónaband-
inu var Penn ákærður fyrir
heimilisofbeldi. Þau skildu
endanlega árið 1989.
1988 Í því sem fjölmiðlar
lýstu sem tilraun til þess
að vekja umtal, á sínum
tíma, byrjaði Madonna
með grínistanum og
söngkonunni Söndru
Bernhard. Þær voru
saman í um það bil ár.
1990 Penn kynntist Robin Wright, sem
hann svo giftist árið 1996.
Þau eignuðust tvö börn
saman, Dylan Frances og
Hopper Jack. Samband
Penns við Wright var
einnig stormasamt, en
þau sóttu um skilnað árið
2007 sem þau drógu síðar
til baka. Þau skildu endan-
lega að skiptum í júlí 2010,
en höfðu þó búið hvort í
sínu lagi um nokkurt skeið.
1998-2008 Madonna var kynnt fyrir
kvikmyndaframleiðandanum og
leikstjóranum Guy Ritchie
í gegnum hjónin Sting og
Trudie Styler. Í ágúst árið
2000 eignaðist parið soninn
Rocco. Í desember sama ár,
nokkrum dögum fyrir jól,
gengu Guy og Madonna
í hjónaband í kastala í
Skotlandi. Átta árum síðar,
í október 2008, skildu þau
opinberlega. Orðrómur þess
efnis að Madonna hefði átt
í leynilegu sambandi við
hafnaboltastjörnuna Alex Rodriguez hefði
verið ástæða skilnaðarins.
2009 Sean Penn átti í um
árs löngu sambandi við
Sports Illustrated-fyrir-
sætuna Jessicu White.
Hún var 24 ára gömul
þegar sambandið hófst.
2009 Madonna, sem var 52
ára, kynntist fyrirsætunni
Jesus Luz, sem var 22 ára
á þeim tíma, í mynda-
töku. Þau voru saman í
um það bil eitt ár.
2011 Sean Penn og Scarlett
Johansson áttu í stuttu
sambandi eftir skilnað
Johansson við leikarann
Ryan Reynolds. 24 ára
aldursmunur er á þeim
Scarlett og Sean Penn.
2011 Madonna sást með
franska dansaranum
Brahim Zaibat, sem er
24 ára. Þau hafa sést
saman af og til síðan.