Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 46
FRÉTTABLAÐIÐ Aníta Briem. Skart og förðun. Hönnun og nudd. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 10 • LÍFIÐ 13. DESEMBER 2013 28 vikna kúla. 32. vika. Barnið vex og dafnar. Komin 16 vikur á leið. 30. vika og falleg kúla. 36. vika. 25 vikna kúla. Líkaminn tilbúinn að framkvæma Varðandi fæðinguna, hvort held- urðu að verði fyrir valinu, nátt- úruleg fæðing eða hyggurðu á keis- ara eins og svo margar konur velja í dag? „Náttúrulega alla leið. Það hljómar kannski masókismalega en ég myndi alls ekki vilja missa af þessari upplifun. Hún sneri lengst af með hausinn upp og ég hafði miklar áhyggjur af að þurfa að fara í keisara en eftir löng samtöl og samningaviðræður við hana og alls konar daglegar apastöður sneri hún sér loksins. Nú er hún alveg þar sem hún á að vera, í viðbragðs- stöðu, litla jólabarnið mitt. Ég ætla að fæða á Cedars Sinai-spítalan- um en þeir eru sagðir vera með einhverja bestu fæðingaraðstöðu í heiminum. Ég er bara spennt að upplifa stund fyrir stund öll þessi kraftaverk sem líkami minn ætlar að fara að framkvæma.“ Anita var á Íslandi í sumar að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Fólk- ið í blokkinni. Þá gafst henni tæki- færi til að tilkynna fjölskyldunni góðu fréttirnar. „Íslendingar hafa miklu heilbrigðari hugsunarhátt gagnvart barneignum og fjölskyldu og ég naut þess virkilega að vera heima í þennan tíma.“ Eftir tök- urnar á Íslandi var förinni heit- ið til Ástralíu að sinna öðru verk- efni en fjármögnunin á verkefninu dróst og því eru tökur áætlaðar á næsta ári. „Ég gerði mitt besta til að þykjast vera vonsvikin við leik- stjórann í símann en var dauðfeg- in því það byrjaði að sjá á mér ein- mitt um þetta leyti, svona nokkr- um vikum eftir tökurnar á Fólkinu. Ég hefði þurft að gefa það frá mér ef tökur hefðu haldist í sumar.“ Á næsta ári hefur Anita ráðið sig í þrjú verkefni en vill njóta þess að kynnast litla englinum sínum fyrstu mánuðina. Hafa framtíðardraumarnir breyst nú þegar þú ert að fara að takast á við stærsta hlutverk lífs þíns, að vera móðir? „Já, ég hef verið mjög hugsi um umhverfi ð. Langar að hún geti eytt ári hér og þar á Íslandi. Los Angeles er spenn- andi borg að mörgu leyti en hún er best þegar hún er jöfnuð út með ís- lenskri menningu svo hún litla dótt- ir mín fái alltaf jarðtengingu og fi nni í sálinni hvaðan hún kemur. Ég vil áorka hlutum sem hún getur verið stolt af. Mikilvægi þess að hún sé stolt af mömmu sinni heldur mér vakandi á nóttunni.“ Íslensk jól í útlöndum Gætir þú hugsað þér að fl ytja aftur til Íslands nær fjölskyldunni? „Ég myndi vilja eyða meiri tíma heima nær fjölskyldunni, sér- staklega með litlu stelpuna mína. Ég veit ekki hvort ég myndi fl ytja til frambúðar. En lífi ð er alltaf að koma mér á óvart. Alltaf þegar mér fi nnst ég vita hvað kemur næst, snýst allt á haus og nýr kafl i byrjar sem ég bjóst aldrei við. Vinnan er alltaf að fara með okkur um allar trissur og okkur hjón- unum fi nnst gaman að ferðast og við erum ekki föst í einu umhverfi . Ég ólst upp í svoddan rokk og ról lífsstíl með foreldrum mínum að þannig líður mér best. Og þannig langar mig að kynna heiminn fyrir dóttur minni.“ Hvernig verða jólin hjá ykkur? „Jólin okkar verða ósköp friðsæl og róleg vona ég. Við verðum bara tvö og bíðum eftir litla jólaenglin- um okkar. Höfum verið á haus að gera upp nýja húsið okkar en von- andi getum við gírað aðeins niður í friðarjól núna. Mamma kom með malt og appelsín í síðustu heim- sókn svo það situr alveg heilagt í ísskápnum til aðfangadagskvölds. Svo er ég að vonast eftir íslensk- um jólamolum í pakkanum sem er á leiðinni frá mömmu.“ Verða þau mikið öðruvísi en á Íslandi? „Við höfum alltaf haldið mjög íslensk jól. Það er vissulega meira sólskin hér en ég geri allt- af aðventukrans og kveiki á kert- um á hverjum sunnudegi og hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1 á Þorláks- messu eins og mamma gerir allt- af. Svo hlustum við á klukkurnar hringja inn jólin klukkan 18 á að- fangadagskvöld og messuna sem fylgir. Næst borðum við jólamat- inn sem er venjulega hangikjöt og uppstúf en það má víst ekki vera á matseðlinum í ár. Svo eru kort- in lesin og pökkunum sinnt áður en við göngum inn í nóttina með jóla- disk Karlakórs Reykjavíkur. Mér fi nnst hátíðleikinn vera afar mikil- vægur á jólum. Taka smástund til að staldra við og þakka fyrir allt sem ég hef.“ „Ég er bara spennt að upplifa stund fyrir stund öll þessi kraftaverk sem líkami minn ætlar að fara að framkvæma.“ Ég var hrædd um að þeir myndu halda að ég myndi vera svona amerísk mamma sem missir áhugann á vinnunni. Fólk hér veit ekki hvers konar sjálfstæði og töggur eru í íslensku kvenfólki. Meðgangan í myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.