Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 32
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR
Hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Miðtúni 60, Reykjavík,
lést 10. desember sl. Útför hennar fer fram
frá Áskirkju miðvikudaginn 18. desember nk. kl. 15.00.
Helgi H. Jónsson
Pétur Már Jónsson Hugrún Jónsdóttir
Sturla Jónsson Helga Harðardóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, unnusti, sonur og bróðir,
BIRGIR GUÐNASON
Laugateigi 6,
lést sunnudaginn 8. desember. Jarðsett
verður frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
17. desember kl. 13.00. Blóm og kransar
afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans
er bent á styrktarsjóð Umhyggju.
Rúnar Örn Birgisson
Guðný Sara Birgisdóttir Friðrik Björn Árnason
Hrund Jónsdóttir
Bára Þorsteinsdóttir Guðni Magnússon
Guðni Guðnason Sigurbjörg Hauksdóttir
Bryndís Guðnadóttir Þorsteinn Marinósson
Ástkær sonur minn,
bróðir, mágur og frændi,
GUÐJÓN BJÖRGVIN
KARLSSON HLEIN
Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu laugardaginn 7. desember.
Úför hans verður frá Garðakirkju mánudaginn 16. desember
kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hlein.
Söfnunarreikningur 0113-26-7052, kennitala 680172-0139.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlein fyrir einstaka umönnun á
liðnum árum.
Þórunn Ragnarsdóttir
Sigurbjörg Karlsdóttir
Gísli S. Karlsson
Sigurgeir Karlsson
Maira Amanco
börn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
OLGA ÞORBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR
frá Tungufelli,
sem lést 6. desember, verður jarðsungin frá Lundarkirkju
laugardaginn 14. desember klukkan 12.00.
Börn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
Birkihvammi 21, Kópavogi,
lést laugardaginn 7. desember á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför hennar
fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00.
Inga Þóra Gunnarsdóttir Halldór Jóhannesson
Snorri Steinberg Gunnarsson
Guðfinna Rósa Gunnarsdóttir
Halldóra Gunnarsdóttir Einar Vilberg Þórðarson
Sævar Gunnarsson Fe Daro Abellon
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
BERGÞÓR REYNIR BÖÐVARSSON
Fífilgötu 2, Vestmannaeyjum,
lést þriðjudaginn 19. nóvember sl. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sigurlaug Vilmundardóttir
Marta Bergþórsdóttir Ásgeir Sverrisson
Böðvar Vignir Bergþórsson Bryndís Guðjónsdóttir
Ólafía Bergþórsdóttir
Vildís Bergþórsdóttir Birgir Tómas Arnar
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur vináttu, hlýhug og samúð
við andlát okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
AUÐAR GÍSLADÓTTUR
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13-E
á Landspítalanum og starfsfólk og heimahjúkrunarþjónusta að
Skólabraut 3 fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Pála H. Jónsdóttir Walter Jónsson Ferrua
Álfhildur H. Jónsdóttir Þorlákur Guðmundsson
Dagbjört Jónsdóttir Sigurður Konráðsson
Þórhallur Birgir Jónsson Ásthildur Alfreðsdóttir
Guðbrandur Jónsson Dóra Sólrún Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Fullbúinn og kominn
í kirkjugarð á
aðeins 130.000 kr
Einnig fáanlegur í öðrum litum
Nýtt orgel var vígt í Hallgrímskirkju í
Reykjavík þennan mánaðardag árið 1992.
Það var stærsta hljóðfæri á Íslandi á þeim
tíma.
Orgelið er um 17 metrar á hæð, vegur um
25 tonn og í því eru 5.200 pípur. Smíði
þess kostaði um 100 milljónir króna.
Upphæðarinnar var að miklu leyti aflað
með almennum samskotum og margar
fjölskyldur tóku sig saman um að borga
eina og eina pípu. Einnig létu margir
minningargjafir um ástvini renna í orgel-
sjóðinn.
Þýska fyrirtækið Klais Orgelbau smíðaði
hið volduga hljóðfæri og forstjórinn,
Hans-Gerd Klais, kom til landsins við
afhjúpun orgelsins sem fór fram 22.
október. Hann lagði eyrun við leik Harðar
Áskelssonar organista og lýsti því síðan
yfir að hljómurinn væri eins og vonast
hefði verið til.
Hallgrímskirkja er 74,5 metra há. Útlit og
gerð orgelsins taka mið af byggingarstíl
kirkjunnar. Orgelhúsið er tilkomumikið,
enda á fjórum hæðum, smíðað úr eik
og með tvöfaldan glervegg að baki. Gera
þurfti nokkrar breytingar á kirkjunni til að
hljómur orgelsins yrði fallegur.
ÞETTA GERÐIST: 13. DESEMBER 1992
Nýtt orgel vígt í Hallgrímskirkju
„Ég er svo mikið jólabarn. Ég elska þennan tíma í
kringum jólin,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söng-
kona, en hún heldur sína árlegu jólatónleika, Á hátíð-
legum nótum, í Háskólabíói í kvöld og á morgun
klukkan átta.
„Þetta er fimmta árið í röð sem ég held tónleikana.
Þeir verða með svipuðu móti og áður - ég hef reynt að
hafa þá dálítið hátíðlega, eins og titillinn ber með sér,
en aðallega vil ég bara að fólki líði vel,“ útskýrir Sig-
ríður, en hún hefur meðal annars gefið út eigið jóla-
lag í samstarfi við Pál Óskar, sem heitir Jólin koma
með þér, og eina mest seldu jólaplötu á Íslandi, sem
heitir Desember, sem er einmitt tuttugu ára í ár.
„Ég tala á milli laga og segi sögur og reyni að koma
fólki í jólastemninguna,“ segir Sigríður jafnframt,
en hún kemur til með að syngja lög á við Mót Betle-
hem, Jólin koma með þér, Senn koma jólin, Brú yfir
boðaföllin, Ave Maria og fleiri klassískar jólaperlur í
bland við nýrri jólalög.
„Ég vil að fólk hlæi og skemmti sér,“ segir hún.
Ásamt Sigríði koma þau Egill Ólafsson, Guðrún
Gunnarsdóttir og Valgerður Guðnadóttir fram.
„Ég er með alveg frábært lið söngvara með mér,“
segir Sigríður um gesti tónleikana í ár.
„Ég hlakka rosalega til,“ bætir hún við.
Uppáhaldsjólalagið sitt segir Sigríður vera Ó, helga
nótt. „Það er í algjöru uppáhaldi,“ segir Sigríður, sem
kemur einnig til með að syngja uppáhaldsjólalagið á
tónleikunum.
Miðar á tónleikana seldust upp um miðjan októ-
ber. „Því miður gefst ekki tími í aukatónleika í ár, en
ef eftirspurning verður svona mikil á næsta ári líka
er aldrei að vita hvað verður úr,“ segir Sigríður að
lokum. olof@frettabladid.is
Sigga Beinteins á
hátíðlegum nótum
Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins eru haldnir í Háskólabíói í kvöld og á morgun.
Á HÁTÍÐLEGUM NÓTUM Í FIMMTA SINN Sigríður
kemur fram á jólatónleikunum ásamt Agli Ólafssyni,
Guðrúnu Gunnarsdóttur og Valgerði Guðnadóttur.
Fréttablaðið/Arnþór
MERKISATBURÐIR
1937 Japanski herinn hertekur Nanjing í Kína.
1947 Breski togarinn Dhoon strandar undir Látrabjargi og er
tólf mönnum bjargað við mjög erfiðar aðstæður.
1981 Wojciech Jaruzelski lýsir yfir herlögum í Póllandi.
1992 Vígt er nýtt orgel í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Það er
stærsta hljóðfæri Íslands og vegur um 25 tonn. Smíði þess kost-
ar um 100 milljónir króna.
1996 Fyrsta skóflustunga er tekin að Grafarvogslaug.
2006 Þrír ítalskir verkamenn slasast við gerð Kárahnjúkavirkjun-
ar þegar tvær járnbrautarlestar skella saman.