Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 74

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 74
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 50 FLOTTAR BRÚÐUR Þorleifur Einarsson hefur lagt talsvert á sig við brúðugerð og hann hefur búið til alls15 brúður. MYND/SKJÁSKOT ÚR ÞÁTTUM „Við erum rosalega ánægð með við- tökurnar og stolt af þessu þriggja sería safni,“ segir Þorleifur Einars- son, leikstjóri, brúðugerðarmaður og einn handritshöfunda barnaefn- isins Daginn í dag. Þriðja serían af barnaefninu var frumsýnd við góðar undirtektir í Sambíóunum í Egilshöll fyrir skömmu fyrir full- um bíósal. Um er að ræða alíslenskt barna- efni sem skrifað er af Þorleifi, Guðna Má Harðarsyni og Guðmundi Karli Brynjarssyni en báðir þeir síðarnefndu eru prestar í Linda- kirkju. Fyrsta serían var ódýrt til- raunaverkefni sem þó stendur enn fyrir sínu en þættirnir hafa þróast heilmikið síðan árið 2010. „Ég sagði strax já við Guðna, þegar hann bað mig að vera með. Það er svo gefandi að að vinna með þessar erkisögur vestrænnar menn- ingar, sem miðla góðum gildum og siðferði, og færa þær í nútímalegt samhengi íslenskra barna í dag “ segir Þorleifur. En það var ekki dans á rósum að koma efninu út. „Þetta er 95 prósent fjármagnað styrkjalaust og það leggjast allir á eitt við að framleiða efnið. Það vinna allir verkefnið af ástríðu, hugsjón og eldmóði,“ bætir Guðni Már við. Þorleifur bjó til allar brúð- urnar sem fram komu í þáttunum en þær eru alls um fimmtán. „Þar sem fjármagnið var nú ekki mikið til að moða úr, þá, eins og máltakið segir, kennir neyðin naktri konu að spinna. Ég kunni ekkert í brúðugerð en náði þó að nýta myndlistarbak- grunn minn, YouTube- myndbönd og aðstoð móður minnar til að búa brúðurnar til,“ útskýrir Þorleifur, sem notaði meðal annars borðtenn- iskúlur, plastskeiðar og ýmislegt annað forvitnilegt við gerð brúð- anna. Salan á fyrsta disknum, Daginn í dag eitt, gekk mjög vel, sem varð til þess að Skálholtsútgáfan gat spennt bogann aðeins. „Við renndum blint í sjóinn með fyrsta diskinn en hann seldist mjög vel og gátum við því lagt aðeins meira í diska tvö og þrjú sem teknir voru upp á sama tíma sumarið 2012. Einnig vorum við líka að svara mikilli eftirspurn,“ bætir Guðni Már við. Efni þáttanna er fjölbreytt en þeir fjalla um krakkana Hafdísi og Klemma sem leikin eru af Haf- dísi Mariu Matsdóttur og Jóel Inga Sæmundssyni, sem rata í skrautleg ævintýri sem kallast á við þema hvers þáttar. Atburðarásin er síðan brotin upp með vinsælum sunnu- dagaskólalögum. „Það kom okkur mikið á óvart hversu breitt aldursbil þessir þætt- ir spanna en við vitum til þess að krakkar á aldrinum tveggja til þrettán ára hafi gaman af þáttun- um,“ bætir Þorleifur við. Ásamt leikatriðum, brúðum og söng, sér Gunnar Júlíusson um að teikna myndir sem eru svo hreyfðar af Atla Þór Einarssyni svo úr verða alíslenskar teiknimyndir, þema hvers þáttar, er byggt á dæmisög- um Jesú. gunnarleo@frettabladid.is Íslenskt barnaefni slær í gegn Daginn í dag 3 kom út um liðna helgi en framleiðsla barnefnisins er alíslensk. Tónlistin leikur stórt hlutverk í þáttunum en Óskar Einarsson útsetur sönglögin. Ásamt Óskari leikur sönglögin frábær hljómsveit sem skipuð er þeim Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara, Friðriki Karlssyni gítarleikara, en þeir eru báðir úr hljómsveitinni Mezzoforte, og Brynjólfi Snorrasyni trommuleikara. Helgi Reynir Jónsson sér um aðra tónlist í þáttunum. Daginn í dag-seríurnar hafa selst mjög vel en sjö þúsund diskar af fyrstu tveimur seríunum hafa selst og hefur efnið verið leigt um 42 þúsund sinnum á VOD-leigum. ➜ Skemmtilegar staðreyndir GAMAN SAMAN Hér eru höfundar og leikarar þáttanna. F.v. Jóel Ingi Sæmunds- son (Klemmi), Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, Hafdís Maria Matsdóttir, Þorleifur Einarsson leikstjóri, Guðni Már Harðarson handritshöfundur og Guðmundur Karl Brynjarsson handritshöfundur. MYND/ATLI ÞÓR EINARSSON Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Verð: 890.000 kr. Volkswagen Polo Comfortline MBE17 Skráður október 2007, 1,4i bensín, beinskiptur Ekinn 140.000 km. Tilboð: 2.090.000 kr. Volvo S40 SE BKP97 Skráður mars 2008, 2,4i bensín, sjálfskiptur Ekinn 123.000 km. Ásett verð: 2.290.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖR NOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til og með 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair NOTAÐIR BÍLAR Í GÓÐU ÚRVALI Vertu með! Glæsilegur, öruggur og vel búinn Hvert myndir þú fara? Sparneytinn og vel búinn Hagstætt verð og vel búinn Í ábyrgð Tilboð: 2.390.000 kr. Citroën C3 Exclusive MRN04 Skráður apríl 2012, 1,6i bensín, sjálfskiptur Ekinn 42.000 km. Ásett verð: 2.590.000 kr. „Við vildum tengja jólahátíðina við þessa hátíð í Seinfeld-þáttun- um sem heitir Festivus. Sú hátíð er fyrir fólk sem er á móti neyslu- væðingu jólanna og er slagorðið „Festivus for the rest of us“. Þetta er líka bara hátíð fyrir aðdáend- ur þáttanna,“ segir hönnuðurinn Bobby Breiðholt, einn af þeim sem stendur á bak við hátíð Seinfeld- aðdáenda á skemmtistaðnum Har- lem 30. desember. „Við ætlum að gera mikið úr þessu. Við ætlum að sýna þættina á skjá og verðum auðvitað með spurningakeppni. Síðan erum við að vinna í því að vera með aðrar uppákomur eins og til dæmis Kramer keppni. Þá er hugmynd- in að vera með frístandandi hurð og leyfa fólki að spreyta sig í að fljúga innum hana eins og Kra- mer. Svo verður fullt af ídýfu og bannað að „double dip“-a eins og George gerði svo eftirminnilega. Við verðum líka með súpu í verð- laun og það verður örugglega ein- hver vinalegur súpueldari sem skaffar okkur þann vinning.“ Bobby hefur verið aðdáandi þátt- anna síðan sýningar á þeim hóf- ust og er ekki í vafa um hverj- ar skemmtilegustu persónurnar eru. „George er auðvitað langbestur. Aðrir skemmtilegir eru til dæmis J. Peterman sem talar svo dásam- lega háfleygt mál. Aukapersón- urnar eru margar svo litríkar og skemmtilegar. Þessir þættir end- ast svo vel. Friends voru vinsælir á sama tíma en Seinfeld er eigin- lega Anti-Friends. Í Seinfeld eru allir vondir og ekkert sykursætt við vinasamböndin,“ segir Bobby og segir alveg leyfilegt að vera vondur á hátíðinni á Harlem þó hann efast um að svo fari. - lkg Seinfeld-aðdáendur sameinist á Harlem FESTIVUS - hátíð Seinfeld-aðdáenda haldin á Íslandi. Nóg af ídýfu og bannað að “double dip”-a. LOFAR GÓÐRI SKEMMTUN Bobby er einn af þeim sem skip- uleggja hátíðina en frítt er inn á gleðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.