Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 28
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðal iv nningur er s lp u kn unýr Chevrolet Spark árg. 20 14 HAPPDRÆTTI GÓÐ ÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐ KJÖR Á SKOÐUNUM Til Ingva Hrafns Óskars- sonar, Magnúsar Stef- ánssonar, Bjargar Evu Erlendsdóttur, Guðrúnar Nordal, Margrétar Frí- mannsdóttur, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, Úlf- hildar Rögnvaldsdóttur, Sigurðar Bjarnar Blöndal, Péturs Gunnarssonar og Sigríðar Hagalín Björns- dóttur. Undirritaðar eru skipuleggjend- ur samstöðufundar um Ríkisút- varpið sem haldinn var í Háskóla- bíói 4. desember síðastliðinn. Við hörmum aðgerðir útvarps- stjóra þann 27. nóvember, þegar fjölda lykilstarfsmanna var sagt upp og mikið af ómetanlegu dag- skrárefni lagt niður. Skörð voru höggvin í dagskrá Rásar 2, frétta- stofuna, Kastljós og Spegilinn, en Rás 1 kom einna verst út úr aðgerðunum. Rás 1 missti við upp- sagnirnar rúman helming starfs- fólks síns en hlaut þó fyrir aðgerð- irnar aðeins 7% af fjármagni Ríkisútvarpsins. Okkur er kunnugt um fyrir- hugaðan niðurskurð stjórnvalda til Ríkisútvarpsins. Í ljósi hans verður þó ekki sagt að aðgerð- ir útvarpsstóra hafi verið óhjá- kvæmilegar. Þvert á móti endur- spegla þær fyrst og fremst forgangsröðun stjórnenda sem að okkar mati er í þó nokkru ósam- ræmi við lögbundið hlutverk Ríkis útvarpsins. Það að vega svo harkalega að starfsemi Rásar 1 er ekki réttlætanlegt með tilliti til þeirrar staðreyndar að heildar- laun og þóknanir til æðstu stjórn- enda jukust úr 57,8 milljónum í 74,6 milljónir milli áranna 2012 og 2013. Ekkert var skorið niður í yfirstjórn Ríkisútvarpsins við uppsagnahrinuna. Erfitt að átta sig Erfitt er að átta sig á viðmiðum útvarpsstjóra í uppsögnum á Rás 1. Tónlistardeildin hefur nán- ast verið jöfnuð við jörðu og eini útvarpsþátturinn fyrir börn var lagður niður, auk vandaðs þáttar um kvikmyndir. Eini dagskrár- liður Ríkisútvarpsins sem fræðir almenning um vísindi, og það á ótrúlega aðgengi- legan hátt, var tekinn af dagskrá. Þaulreyndu, menntuðu og verðlaunuðu starfsfólki var sagt upp. Ummæli útvarpsstjóra á Bylgjunni sunnudag- inn 8. desember vörpuðu nokkru ljósi á málið. Þar sagði hann m.a.: „Það má ekki hafa skírskotunina of þrönga, þetta heitir almannaþjónustuút- varp, þetta er ekki fámannaþjón- ustuútvarp og út á það gengur skilgreiningin á þessari starf- semi alls staðar í kringum okkur, á Norðurlöndunum, Bretlandi og alls staðar sem við tökum okkur til fyrirmyndar, að það verður að vera almenn skírskotun í dag- skrárgerð, en það má ekki breyta þessu í einhverja sérviskulega, þrönga dagskrá sem hefur ekki almenna skírskotun, þá er alveg eins gott að loka þessu, þá hefur þetta enga þýðingu.“ Takmarkaður áhugi Út frá þessum ummælum má álykta að útvarpsstjóri hafi tak- markaðan áhuga á lögbundnu hlut- verki stofnunarinnar. Í lögum um Ríkisútvarpið segir meðal annars: „Ríkisútvarpið skal framleiða og miðla vönduðu og fjölbreyttu efni … fjölmiðlaefnið skal hið minnsta vera fréttir og frétta- skýringar, fræðsluþættir, íþrótta- þættir, afþreying af ýmsum toga, lista- og menningarþættir og sérstakt efni fyrir börn og ung- menni … Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarps- dagskrám og einni sjónvarpsdag- skrá árið um kring … Ríkisútvarp- inu ber að kynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskil- yrða í landinu.“ Með hinni „almennu“ nálgun sem útvarpsstjóri boðar er unnið gegn fjölbreytni og dagskrárlið- um sem hafa litla áheyrn en mikið vægi af öðrum ástæðum. Útvarps- stjóri lagði niður nokkra helstu fræðslu-, lista- og menningar- þætti Rásar 1 auk barnaefnisins. Ástríðufullum hlustendum Rásar 1 hefur orðið fullljóst síðustu daga að ekki er hægt að tala um nema hálfa hljóðvarpsdagskrá á Rás 1, hinn helmingurinn er tónlist valin af handahófi, mest jólalög, og heilu plöturnar eru spilaðar til enda. Útvarpsstjóri á e.t.v. við margbreytileikann og fræðsluna þegar hann talar um „sérvisku- lega dagskrá“. Rangfærslur Auk þess virðingarleysis sem gætir í orðum útvarpsstjóra gagnvart lögum um stofnunina fer hann beinlínis með rang- færslur hvað varðar ríkisútvörp í nágrannalöndunum. BBC í Bret- landi rekur t.d. heilar fjórar útvarpsstöðvar sem helgaðar eru mismunandi tónlist, óháð fjölda hlustenda. Útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins leggur nánast niður tón- listardeild einu útvarpsstöðvar- innar á landinu þar sem fjallað er um allar tegundir af tónlist. Sýn útvarpsstjóra sem birtist í ummælum hans á Bylgjunni virð- ist ganga út á það að almannaút- varp lúti lögmálum markaðsins. Ríkisútvarpinu ber aftur á móti skylda til þess að sinna því sem einkareknir fjölmiðlar gera ekki. Dagskrárgerð Ríkisútvarps á ekki að vera háð markaðsöflum. Við skorum á stjórnina að íhuga vandlega ábyrgð sína í aðgerðun- um undanfarið og ígrunda afstöðu sína gagnvart því hvort útvarps- stjóri verði endurráðinn. Við hvetjum stjórnina til að tryggja að Ríkisútvarpinu sé stjórnað samkvæmt lögum um miðil í eigu þjóðarinnar. Við köllum eftir skýrri stefnu um framtíð stofnun- arinnar í samræmi við lögbundið hlutverk hennar. Um leið og við hvetjum stjórn- ina til úrbóta langar okkur að hvetja hlustendur og áhorfendur – eigendur Ríkisútvarpsins – til að láta í sér heyra og gefast ekki upp fyrr en árangur næst. Opið bréf til stjórnar Ríkisútvarpsins MENNING Arngunnur Árnadóttir Júlía Mogensen Melkorka Ólafsdóttir Valgerður Þóroddsdóttir aðdáendur Ríkisútvarpsins Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vís- indastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafé- lags Íslendinga. Tilgangur- inn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauð- synlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í sam- félagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í sam- félaginu. Félagið hefur breyst tölu- vert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræði- manna sem öðlast hafa akadem- íska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða mál- þing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra mál- þinga um stöðu ungra vís- indamanna, gildi grunn- rannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi sam- keppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreyting- ar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsókna- stofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félags- manna við stefnumótandi ákvarð- anir í málefnum vísinda í náinni framtíð. Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vís- indasamfélagsins í áratugi, sérstak- lega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasam- félagið og stjórnkerfið, sem og sam- félagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísinda- félög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi. Vísindafélag í 95 ár VÍSINDI Þórarinn Guðjónsson forseti Vísindafélags Íslendinga ➜ Með hinni „almennu“ nálgun sem útvarpsstjóri boðar er unnið gegn fjöl- breytni. Haft er eftir menntamála- ráðherra að menntamálin séu í raun stærsta efna- hagsmál þjóðarinnar og framtíð okkar byggist á því að nýta mannauðinn sem best. Vonandi ber að skilja orð ráðherra svo að ávinningur menntunar sé efnahag þjóðarinnar mikilvægari en útlagður kostnaður. Mannauð tengi ég mannlegu eðli og svo lengi sem sagnir herma hefur mann- eðlið verið samt við sig. Mikilvægt er því að iðja okkar og athafnir taki ávallt sem best mið af mann- legu eðli og þörfum, einkum á þeim tímum er ásköpuð mann- leg fyrirheit þróast og mótast til atgerfis og athafna allt eftir þeirri umhyggju og atlæti er við njótum. Farvegir mannlegs eðlis taka á sig ólíkar myndir; stílbrigði athafna mótast og erfast í hefð- bundin menningarkerfi á ólíkum tímum og stöðum – tölum við þá gjarnan um menningarskeið og menningarsvæði. Þá kemur til framþróun og tækni, sem á hverj- um tíma gefur okkur betri mögu- leika en áður á samskiptum milli menningarsvæða og á rannsókn- um fyrri skeiða. Við eigum því ávallt betri möguleika en nokkru sinni fyrr á því að fegra og göfga mannlíf allt, en festum ekki alltaf sjónar á innstu verðmætum. Umbætur í skólamálum geta haft að leiðarljósi það sem best er vitað um eðli manna og þarfir,– eða snúist um eitthvað allt annað. Eins og verksmiðjur Skólaþróun verður að hafa það að markmiði að skólarnir geti æ betur hagnýtt sér sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu til árangursríkari starfa í fullu sam- ræmi við mannlegt eðli og þarfir. Leggja þarf áherslu á mann- rækt og þá sérstaklega sammann- lega eiginleika; á fræðslu um líf- fræðilegar forsendur og sérkenni sem og sálfræðilegar og félagsleg- ar hliðar mannlegs lífs. Aðstæðurnar í tíma og rúmi eru umgjörðin sem ákvarða afmörk- un viðfangsefna, handbragð og framvindu hverju sinni og síðan birtist árangurinn í persónulegri útfærslu hvers og eins svo sem atgerfi og metnaður gefa tilefni til. Einnig má sjá þetta í því ljósi að hlutverk skólans sé á hverjum tíma að undirbúa framtíð á grunni þeirra sanninda sem reynslan hefur gefið varanlegt gildi. Fyrirmyndir að íslenska skólan- um eru sóttar til iðnríkja Norður- Evrópu sem tóku upp skólahald í kjölfar iðnbyltingar; feðurnir unnu í námunum, mæðurnar í verk- smiðjunum og börnum þá búið athvarf í skólum allt frá fimm ára aldri og þar til þau gátu orðið að liði í atvinnulífinu. Annað meg- inhlutverk skólans varð síðan að eyða ólæsi og þriðja hlutverkið að sameina ólík þjóðarbrot, menning- arhópa og trúfélög í eina þjóð. Þetta verkfæri fluttum við til Íslands hvar mæður voru heima, læsi var landlægt og ein var þjóð- in, tungan og trúin. Skólinn, sem við fluttum inn frá öðrum þjóðum, hafði það hlutverk að gæta barna, eyða ólæsi og sam- eina þjóðarbrot. Hönnun, skipulag og fram- kvæmd sótti fyrirmyndir í verk- smiðjur iðnbyltingarinnar og hlýðniþjálfun prússneskra soldáta. Í stórum dráttum er skólakerf- ið enn í dag skipulagt eins og verksmiðjur nítjándu aldar, – eða frystihús nútímans, og líkams- þjálfun og agastjórnun miðar að því að prússneski herinn vinni næstu orrustu við Napóleon. Að fjárfesta í mannrækt ➜ Í stórum dráttum er skólakerfi ð enn í dag skipulagt eins og verksmiðjur nítjándu aldar, - eða frystihús nútímans, og líkams- þjálfun og agastjórn- un miðar að því að prússneski herinn vinni næstu orrustu við Napóleon. MENNTUN Sturla Kristjánsson sálar- og uppeldisfræðingur og Davis-ráðgjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.