Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 34
FÓLK|HELGIN
Mikið er lagt upp úr þessum tón-
leikum sem höfða til allra aldurs-
hópa. Hátíðleikinn er í fyrirrúmi
og leikin eru sígild jólalög auk
þess sem börn og unglingar fá
tækifæri til að sýna hæfileika
sína.
Að þessu sinni verður Gói
kynnir á tónleikunum. Ungir
trompetleikarar þeyta lúðra sína
með glæsilegu lagi Íslandsvinar-
ins Leroys Anderson og nemend-
ur Listdansskóla Íslands túlka
Dans snjókornanna úr hinum
sívinsæla ballett Tsjajkovskíjs,
Hnotubrjótnum. Einsöngvarar jólatónleikanna, Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Kolbrún Völkudóttir, ásamt kórstúlkum úr Langholtskirkju og Vox
Signum, flytja úrval innlendra og erlendra jólalaga sem koma öllum í
sannkallað hátíðarskap.
Í lok tónleikanna sameinast gestir í sal flytjendum og syngja Heims um
ból með bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hringir inn jólin.
Það verður hátíðleg jólastemning í Eldborg um helgina.
Nýlega flutti hönnunarverslunin GuSt í nýtt húsnæði við Ingólfs-stræti í Reykjavík. Undanfarin ár
hefur verslunin verið staðsett á Lauga-
vegi og í Bankastræti en þegar eigandi
verslunarinnar, Guðrún Kristín Svein-
björnsdóttir fatahönnuður, fann hús-
næði til sölu við Ingólfsstræti hugsaði
hún sig ekki tvisvar um. „Hliðargöturnar
við Laugaveg eru svo sjarmerandi og
þar hafa margir hönnuðir komið sér fyrir
innan um gallerí og litlar sérverslanir.
Þetta er sams konar þróun og við höfum
séð í stórborgum erlendis og lífgar mjög
upp á stemninguna í miðbænum. Íslensk
hönnun lifir mjög góðu lífi hér í mið-
bænum við hliðargöturnar og verslunin
er áfram staðsett á besta stað, þar sem
Laugavegur, Bankastræti, Skólavörðu-
stígur og Ingólfsstræti mætast.“
Hönnun GuSt er ætluð sterkum íslensk-
um konum, að sögn Guðrúnar. „Íslenskar
konur eru svo kraftmiklar. Við erum
uppteknar við vinnu, heimilishald og
tómstundir og viljum föt sem hægt er að
nota bæði í vinnu og eftir vinnu, þægileg,
falleg og tímalaus. Vörur mínar byggja á
vönduðum efnum og eru hannaðar með
það í huga að endast í langan tíma. Auk
þess legg ég mikið upp úr skemmtilegum
og óvæntum smáatriðum sem gera hverja
flíka einstaka.“
Í dag verður jólaopnuninni fagnað með
jólagleði milli kl. 18 og 20. „Við ætlum að
bjóða gestum upp á léttar veitingar og
ljúf jólalög. Snillingurinn Íris Sveinsdóttir
verður með mér í kvöld en hún gaf nýlega
út bókina Gleðilegt hár. Við munum því
í sameiningu gefa konum ráðleggingar
varðandi fötin og greiðsluna fyrir jólina.“
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson,
sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
ÍSLENSKAR
VÖRUR
„Hér verður meðal
annars boðið upp
á ærpylsur, villt
svínakjöt, tvíreykt
hangilæri, birki-
safa, sætreyktan
ufsa, lífrænt bygg,
heitreyktan makríl
og makrílpestó og
margt fleira.“
Árlegur jólamarkaður ljúfmetisversl-unarinnar Búrsins verður haldinn um helgina í Hörpu. Þar munu
rúmlega 50 innlendir framleiðendur frá
öllum landsfjórðungum kynna og selja
framleiðslu sína. Markaðurinn, sem er sá
stærsti sinnar tegundar hérlendis, hefur
á skömmum tíma fest sig í sessi sem
órjúfanlegur þáttur í jólahaldi íslenskra
matargæðinga og hefur aðsókn á hann
aukist ár frá ári að sögn Eirnýjar Sigurðar-
dóttur, upphafsmanns markaðarins.
„Við byrjuðum árið 2011 í portinu hjá
okkur í Nóatúni. Þá mættu tuttugu fram-
leiðendur til leiks í brjáluðu vetrarveðri.
Í fyrra hafði framleiðendum fjölgað í 42
og aðsókn gesta aukist mikið milli ára.
Í ár verður sú nýjung að markaðurinn
verður haldinn innandyra í Hörpu auk
þess sem hann stendur nú yfir í tvo daga.
Við ákváðum að flytja hann inn í ár þar
sem veðrið er ótryggt á þessum árstíma
fyrir útimarkað og einnig hefur framleið-
endum fjölgað mikið. Auk þess má nefna
að Búrið er að flytja út á Grandagarð eftir
áramót þannig að segja má að við séum
að stíga fyrstu skrefin í þeim flutningi.“
Auk Eirnýjar hefur Hlédís Sveinsdóttir
komið að skipulagi markaðarins.
Gestir jólamarkaðarins geta smakkað á
ótrúlega fjölbreyttri framleiðslu að sögn
Eirnýjar. „Hér verður meðal annars boðið
upp á ærpylsur, villt svínakjöt, tvíreykt
hangilæri, birkisafa, sætreyktan ufsa,
lífrænt bygg, heitreyktan makríl, makríl-
pestó og margt fleira.“
Markaðurinn var upphaflega skipulagð-
ur í tilefni hins alþjóðlega Terra Madre-
dags en það eru Slow food-samtökin sem
standa að honum. Þeim degi er ætlað að
vekja athygli á ferskri og hreinni matvöru
um allan heim að sögn Eirnýjar. „Mark-
aðurinn hentar líka vel þeim sem eru að
leita að nýjum hugmyndum fyrir jólamat-
inn en ekki síður fyrir aðventusnarlið,
jólagjöfina og möndlugjöfina.“
VEISLA FYRIR
BRAÐGLAUKANA
MATARMARKAÐUR Harpa verður vettvangur árlegrar matarveislu þar sem
fjöldi innlendra framleiðanda kynnir og selur framleiðslu sína.
MATARHELGI
Eirný Sigurðardóttir
(t.v.) er upphafsmaður
markaðarins og skipu-
leggur ásamt Hlédísi
Sveinsdóttur.
MYND/GVA
GÆÐAFRAMLEIÐSLA
Yfir 50 innlendir fram-
leiðendur kynna fram-
leiðslu sína um helgina.
MYND/ÚR EINKASAFNI
GÓI Að þessu sinni verður Gói, Guðjón Davíð
Karlsson, kynnir á hinum vinsælu jólatón-
leikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands.
JÓLAMARK-
AÐURINN
er á laugardag og
sunnudag milli kl.
11-17 í Hörpu.
GÓI KYNNIR Á JÓLA-
TÓNLEIKUM SINFÓ
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru gríðar-
lega vinsælir og margar fjölskyldur láta þá aldrei
fram hjá sér fara. Jólin koma með Sinfó.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Jólatónleikar verða á laugardag og sunnudag.
GÆÐAHÖNNUN
Á NÝJUM STAÐ
GUST KYNNIR Nýlega flutti GuSt verslun sína í nýtt húsnæði við Ingólfsstræti.
Í versluninni er seld falleg hönnun fyrir sterkar íslenskar konur.
STERKAR KONUR
Hönnun GuSt er ætluð
sterkum íslenskum kon-
um, að sögn Guðrúnar
Kristínar Sveinbjörns-
dóttur fatahönnuðar.
MYND/PJETUR
Eva Ólöf Hjaltadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel í langan
tíma áður en hún kynntist Femarelle. „Ég er á lyfjum vegna
sykursýki og sjúkdóms í skjaldkirtli. Ég þyngdist vegna lyfjan-
na, hef auk þess þjáðst af gigt með tilheyrandi verkjum. Mér
fannst óþægilegt að vera innan um
margt fólk og var farin að finna fyrir
þunglyndi. Einnig átti ég erfitt með
að vera í hávaða og var að ein-
angrast gagnvart félagslífi. Núna
hef ég tekið Femarelle inn í fjóra
mánuði og hef endurheimt mitt
fyrra líf. Mér líður svo vel að nú
get ég farið daglega út að ganga
með hundinn minn, fer í sund á
hverjum degi, sæki félagsvist og
bingó.“
Algjört undraefni
UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýs-
ingar um GuSt má
finna á gust.is og á
Facebook.