Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 6
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Rekstrarvörur - vinna með þér 1. Hvert fl ytur leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í vor? 2. Hvað lánaði Íslandsbanki norska skipafélaginu Havila mikla peninga? 3. Hvaða félag hyggst byggja sleða- rennibraut niður Kambana? SVÖR KJARAMÁL „Þetta er viðsnúning- ur hjá forsætisráðherra. Í aðdrag- anda kjarasamninga í desember vildi hann ekki hækka persónuaf- slátt sem hefði þó komið sér best fyrir þá sem lök- ust hafa kjörin,“ segir Björn Snæ- björnsson, for- maður Samn- inganefndar Starfsgreinasam- bands Íslands. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsæt- isráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að á nýju ári og á árunum sem eftir fylgja þurfi að auka kaupmátt hér á landi jafnt og þétt. „Sérstak- lega þarf að bæta áþreifanlega kjör þeirra lægst launuðustu en þau eru miklu lakari en við getum talið ásættanlegt á Íslandi,“ sagði forsæt- isráðherra og bætti við að það þyrfti líka að rétta hlut millitekjuhóp- anna sem hefðu tekið á sig miklar byrgðar á undaförnum árum. „Forsætisráðherra bendir rétti- lega á að þessir kjarasamningar skili raunverulegri kaupmáttar- aukningu og áfram verði unnið að því að auka kaupmátt þeirra sem hafa lægst laun og millitekju- hópa. Þetta er sú stefna sem við höfum viljað marka. Ég get ekki séð annað en forsætisráð- herra sé að lýsa ánægju sinni með kjarasamn- ingana,“ segir Þorsteinn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Björn segist ekki líta svo á að forsætisráðherra hafi verið að gagnrýna kjarasamninga sem undirritaðir voru milli Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka atvinnulífis í desember. „En hann er greinilega að strengja áramótaheit um að ríkisstjórnin ætli að gera betur þegar kemur að hinum lægstlaunuðustu,“ segir Björn. „Ég fagna orðum forsætisráð- herra. Ég held að hann sé að taka undir með okkur sem mótmæltum kjarasamningnum,“ segir Arnar G. Hjaltalín, formaður verkalýðs- félagsins Drífandi í Vestmanna- eyjum, en félagið var eitt fimm félaga innan Starfsgreinasam- bandsins sem neitaði að skrifa undir desembersamninginn. „Við lítum vongóð til kjara- samninga opinberra starfsmanna sem eru framundan. Ég held að opinberir starfsmenn eigi hauk í horni núna,“ segir Arnar. „Ég fagna orðum forsætisráð- herra. Orð hans gefa til kynna stefnubreytingu,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður Stéttar- félags í almannaþágu. „Við erum að hefja gerð nýrra kjarasamninga við ríkið. Það verður áhugavert og spennandi að sjá hverju við mætum við samn- ingaborðið, hvort að áherslurnar hafa breyst. Það er merkilegt að þessi yfirlýsing komi nú. Í samn- ingum ASÍ og SA voru menn virkilega að reyna að fá ríkis- stjórnina til bæta kjör þeirra sem hafa lægstu launin,“ segir Árni. Guðlaug Kristjánsdóttir for- maður Bandalags háskólamennt- aðra starfsmanna segir að við- ræður við ríkið séu að hefjast. „Þeð eru jákvæð skilaboð frá forsætisráðherra í aðdraganda kjarasamninga að það þurfi að rétta hlut millitekjuhópa,“ segir Guðlaug. johanna@fréttablaðið Verður að bæta launakjör Forsætisráðherra segir að það verði að bæta kjör þeirra lægst launuðustu og rétta hlut millitekjuhópa. Verka- lýðsforystan segir þetta viðsnúning hjá ráðherranum. Opinberir starfsmenn segja þetta jákvæð skilaboð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði menn- ingu og listir að umtalsefni í nýársávarpi sínu. Hann sagði að unnið hefði verið með markvissum hætti að sóknaráætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf sem birtast muni á nýju ári. Í framtíðinni hafi skap- andi greinar möguleika á að verða ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs. „Ég heiti á íslenska listamenn að taka saman með okkur í þessu mikil- væga verkefni,“ sagði Sigmundur Davíð. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamannanna, segir að samtökin hafi átt gott samstarf við stjórnvöld síðastliðin fjögur ár og vilji halda því áfram. „Árið 2014 verður gríðarlega erfitt fyrir sjálfstæða liststarfsemi. Það voru köld skilaboð á fjárlögum sem fólu í sér rúmar 600 milljón króna niðurskurð til listgreina. Ef stjórnvöld eru að átta sig á því nú að þau hafi verð fullfrek í niðurskurði og vilja taka upp samstarf við okkur nú þá fagna ég því af heilum hug,“ segir Kolbrún. Vill samstarf við listamenn AUKA KAUPMÁTT Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráð- herra segir að það verði að auka kaupmátt jafnt og þétt á næsta ári og komandi árum. BJÖRN SNÆBJÖRNSSON ARNAR HJALTALÍN ÁRNI ST. JÓNSSON GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR 1. Á Bíldudal. 2. 2,5 milljarða íslenskra króna. 3. Zalibuna. VEISTU SVARIÐ? SAMFÉLAG „Að trúa er að treysta,“ sagði Agnes Sigurðardóttir biskup í nýárspredikun sinni við messu í Dómkirkjunni í gær. Hún sagði ekki óeðlilegt að traustið hafi beðið hnekki hér á landi á síðustu árum, þegar í ljós kom að „ýmislegt sem við treystum var ekki traustsins vert. Margir fóru til dæmis í bankann fyrir fimm árum að taka út sparnað sinn, sem ekki var lengur til staðar.“ Hún sagði nauðsynlegt að endur- vekja traustið í samfélaginu, en að hætti kristinna sagðist hún trúa því og treysta að kraftur Guðs sé að verki í veröldinni. „Með þá trúar- vissu í hjarta að Guð muni vel fyrir öllu sjá göngum við inn til hins nýja árs 2014.“ - gb Nýárspredikun biskups: Endurvekja þarf traustið SAMGÖNGUR Steinþór Páll Ólafs- son, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflug- manna, ítrekar mikilvægi þess að opna flugbraut 07/25 í grein í Fréttabréfi FÍA. Félagið hefur talað fyrir því að brautin verði tekin aftur í notkun frá því varn- arliðið lokaði brautinni. Innanrík- isráðuneytið fól ISAVIA að gera kostnaðaráætlun fyrir helstu val- kosti um opnun flugbrautarinnar. Þegar hún liggur fyrir tekur ráðu- neytið afstöðu til málsins. Stein- þór segir að með því að opna flugbrautina megi fækka þeim til- vikum þar sem flugáhafnir þurfa að lenda þar sem hliðarvindur er við hæstu mörk. - ue Öryggisnefnd flugmanna: Opni lokaða braut í Keflavík AGNES SIGURÐARDÓTTIR PAKISTAN, AP Pervez Músharraf, fyrrverandi forseti Pakistans, mætti ekki til réttarhalda í gær, en hann er sakaður um landráð. Lögfræðingar Músharrafs sögðu það of hættulegt fyrir hann að mæta til réttarhaldanna eftir að sprengja fannst nálægt heimili hans. Þetta er í þriðja sinn sem sprengiefni hafa fundist nálægt heimili hans eða á þeirri leið, sem hann hefði farið til að komast til réttarhaldanna. - gb Sprengja fannst: Músharraf kom ekki í réttarsal SAMFÉLAG Grímseyingar standa fyrir glæsilegri flugeldasýningu á gamlárskvöld og hefur metnað- urinn aukist með hverju árinu. Bjarni Gylfason er einn þeirra sem tekur þátt í að lýsa upp eyjuna á miðnætti. „Grímseyingar kaupa flugelda fyrir rúmar tvær milljónir króna. Það er hægt að áætla að hvert heimili, en þau eru 11-12 sem keyptu í ár, kaupi flugelda fyrir um tvö hundruð þúsund krónur,“ segir Bjarni. Flugeldasýningarnar verða flottari með hverju árinu enda ríkir góðlát samkeppni um hver bjóði upp á bestu sýninguna. Bjarni þykist ekkert kannast við það að vera með bestu sýninguna jafnvel þótt blaðamaður hafi heim- ildir fyrir öðru. „Allir eru sigur- vegarar, allir sem keyptu flugelda og styrktu björgunarsveitina. Við njótum þess svo að horfa á hjá hverju öðru og skjótum upp fram- eftir nóttu. Ég var úti til klukkan tvö í nótt með börnunum að skjóta upp enda breytist ég í tólf ára dreng á þessum tíma ársins,“ segir Bjarni. - ebg Eyjarskeggjar halda veglegar flugeldasýningar á hverju gamlárskvöldi: Lýsa upp Grímsey á miðnætti FLUGELDAR Hér sést brot af þeim flugeld- um sem 12 fjölskyldur á Grímsey keyptu fyrir gamlárskvöld. MYND/MAREK PALYO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.